Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Síða 14

Fálkinn - 24.04.1963, Síða 14
í góða veðrinu um daginn vaknaði vorhugur með mönnum. Þá langaði út í sólskinið til að hrista af sér vetur- inn, sem reyndar varla var hægt að kalla vetur. Hugurinn leitaði til suð- rænnt sólarlanda og við brugðum okk- ur á nokkrar ferðaskrifstofur hér í bænum og spurðumst fyrir um ferðir til útlanda á næstunni. Það var margt athyglisvert, sem þeir ferðagarpar sögðu okkur og meðal annarra orða mun nú riðinn í hlað heppilegasti tíminn til ferðalaga erlendis, a. m. k. í sólarlönd- unum. Fólki er eindregið ráðlagt að leita allra upplýsinga um ferðalagið, áður en það hleypir heimdraganum, og ef það kemst ekki á einhverja ferða- skrifstofu, þá er góð byrjun að lesa . þessa grein. Fyrst lögðum við leið okkar í Aðal- stræti 8, en þar hefur ferðaskrifstofan Lönd og leiðir aðsetur sitt. Við hittum þar að máli Ingólf Blöndal. — Hvað er langt síðan þið stofnuðu þessa ferðaskrifstofu? — Það eru tvö ár síðan. Við vorum fyrst til húsa í Austurstræti, en seinna í Tjarnargötu, en það var of lítið hús- rými fyrir okkur á þessum stöðum og fluttum við því hingað. Við erum hér með bílaleigu og minjagripaverzlun, sem er nauðsynlegt þar sem þetta starf er rólegt mikinn hluta úr árinu. Við höfum umboð fyrir nokkrar kaupstefn- ur og um daginn sendum við á vöru- sýningu ýmsar ullarvörur héðan. Þessi kaupstefna var í Wiesbaden. Mér er ekki kunnugt um að fleiri minjagripa- verzlanir hafi gert þetta en við. Árang- urinn af þessu var mjög góður því okk- ur hafa nú borizt margar pantanir á þessum vörum okkar. — En hvað er hezt á dagskrá í sum- ar? — Það er nú sitt af hverju. Fyrir ut- an einstaklingsferðir svokallaðar IT- ferðir, erum við með nokkrar hópferð- ir. Farin verður hópferð með Gullfossi til Skotlands og Englands, og ferðast á ýmsa merkisstaði. Farið verður Kéðan 21. júlí og verður Vilbergur Júlíusson fararstjóri. Þá eru ferðir sem við köll- um „Sumar í Sólarlöndum“. Áætlunin er í stuttu máli þessi: París — Costa Brava — Mallorca — Sviss — London. Farnar verða fimm ferðir, sú fyrsta 18. júní og sú síðasta 6. september. Hver ferð tekur um nítján daga og er flog- ið heiman og heim. Þessi ferðaáætlun er árangurinn af leit okkar að ferðalagi sem almennt mundi falla íslenzkum ferðamönnum í geð. Hér er sleppt löng- um akstri í langferðabifreiðum, en þess í stað koma þægilegar flugferðir. Höfð verður nægileg viðdvöl á hverjum stað svo mönnum gefist góður tími til að skoða sig um. Við höfum tryggt okkur mjög góða fararstjóra sem er grund- völlurinn að góðri ferð. Þessir farar- stjórar eru: Vilbergur Júlíusson, Ein- ar Pálsson, Sigurður A. Magnússon og Guðmundur Steinsson. — Er erfitt að fá góða fararstjóra? — Fararstjórar þurfa að vera góðum 14 FÁLKINN FÁLKINN ræðir viS forstjóra 3ja ferðaskrifstofa um ferSa- lög sumarsins, bæSi mnan lands og til útlanda. I SOLAR eiginleikum gæddir, kunnugir landinu sem um er ferðazt og góðir í málum viðkomandi landa. — Og svo eruð þið með einstaklings- ferðir? — Já, við höfum nokkrar slíkar á boðstólum og getum skipulagt þær fyrir þá sem þess óska sérstaklega. Viku verzlunarferðir til Glasgow og Edin- borgar t. d. Átta daga ferð til Skotlands, London og Ermarsundseyja. París, London, Mílanó. Caprí, Rómaborgar o. fl. Þá verður einnig hópferð til Adría- hafsins. Sautján daga ferð undir farar- stjórn Guðmundar Steinssonar. Hún verður farin 20. júlí. — Eruð þið ekki með innlendar ferð- ir líka? — Jú, við seljum miða í öræfaferðir Guðmundar Jónassonar. — Ferðast íslendingar ekki oft á ó- hentugum tíma? — Jú, það má segja það. En þetta hefur nú alltaf verið að breytast. Tími ferðalanganna er alltaf að lengjast. — Búizt þið við talsverðum ferða- mannastraumi hingað í sumar? — Já, eftir þeim fyrirspurnum sem við höfum fengið má búast við miklum straum ferðamanna hingað í sumar. Næst lögðum við leið okkar í ferða- skrifstofuna Sögu, en hún er gegnt Gamla-Bíó í Ingólfsstræti. Þar hiítum við að máli Njál Símonarson. — Hvað verðið þið með af hópferð- um í sumar?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.