Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 15

Fálkinn - 24.04.1963, Side 15
INGÓLFUR BLÖNDAL: — Tími ferðalaganna er alltaf að lengjast. I LÓNDUM GUÐNI ÞÓRÐARSON: — Þörf á stóru gisti- húsi til viðbótar. I NJÁLL SÍMONARSON: — Ferðamannastraum- urinn á eftir að aukast mikið. — Það er ráðgerð Norðurlandaferð 20. júlí. Það verður flogið til Kaup- mannahafnar og síðan yfir til Svíþjóðar og ekið um Svíþjóð og Noreg og einn- ig siglt innan skerja við Noreg. Þá verður haldið aftur til Kaupmannahafn- ar og þar geta þeir sem þess óska orðið eftir og flogið heim síðar, ef þeim hentar það betur. Þá er fyrirhuguð ferð til Ítalíu fyrrihluta september. Flogið verður um London til Mílanó og síðan ferðast víðsvegar um Ítalíu í bílum og flugvélum. Komið verður til ýmissa þekktra staða svo sem Genova, Flor- ens, Róm, Napólí, Serentó, Capri, Assisi, Feneyja og flogið heim frá Míl- anó og London, þar sem höfð verður dags viðdvöl. — Svo skipuleggið þið einstaklings- ferðir? — Já, við skipuleggjum svokallaðar IT ferðir. Þessar ferðir eru skipulagðar í samráði viðflugfélögin og með því móti fást mun hagkvæmari fargjöld. Þessar ferðir geta menn farið til Ítalíu, Spán- ar, Mallorca, Bretlands, um Rínarlönd- in o. fl. Þá erum við með þannig ferðir til írlands og leggjum við sérstaka áherzlu á. Við gerum ráð fyrir að ír- land verði hér mjög vinsælt ferða- mannaland fyrir margra hluta sakir. írar eru líkir okkur og skyldir og margt er líkt hjá þeim' og okkur. Það er líka mjög ódýrt að ferðast í írlandi. — Hefur ferðatími íslendinga ekki verið full þröngur? — Jú, það má segja svo. Hann hefur til skamms tíma verið nær eingöngu í júlí og ágúst. En þetta er nú heldur að breytast. Til ferðalaga á meginland- inu er þetta óhentugur tími vegna þess að þá er mjög heitt í þessum löndum. Flugfélögin hafa verið með svokölluð mánaðarf argj öld í apríl og maí og fjölgar þeim stöðugt sem hafa hagnýtt sér þessa þjónustu. ■— Kunna íslendingar að ferðast er- lendis? — Þetta er spurning sem erfitt er að svara. Sumir fara utan án nokkurrar fyrirhyggju og þvælast kannski í Kaupmannahöfn í þrjár vikur. Menn eiga að fara á ferðaskrifstofur og leita Framh. á bls. 32. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.