Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 19
ekki svolítið minna og hugsar svolítið.“ ,,Já, Phaedra," sagði hún og rödd hennar var hrein en augu hennar voru slóttug og löngun mín eftir að eignast dóttur hvarf þegar. Á þessu augnabliki bauð ungur mað- ur með græðgislegt augnaráð og olíu- borið hár, Ercy upp. ,,Þú kemur á réttum tíma,“ sagði ég við hann. „Farðu burt með hana.“ Hún setti á sig dálítinn stút, samþykkti svo og stóð upp. Áður en hún yfirgaf borðið hallaði hún sér fram og hvíslaði í eyra mér: „Ég ætla að gera það sama,“ andar- dráttur hennar kitlaði eyra mitt, „ég ætla að tæla karlmenn frá eiginkonum sínum . . .“ og hún skundaði burt, mjög ánægð með sjálfa sig. Miðaldra Frakki, nafni hans gleymdi ég, kom og spurði mig á kunnuglegan hátt hvort hann mætti setjast hjá mér við borðið. Ég sá blikið í hinum hvikulu augum hans og gat ekki varizt brosi. ,,Auðvitað.“ Hann settist beint á móti mér. Hið mjóslegna, refslega höfuð hans var álútt og svipur hans var hugsandi. „Þú verður að hætta að kvelja mig,“ sagði hann að lokum, enn í sama kunn- uglega tóninum. Rödd hans var lágvær og hann neri höndunum saman. Ég bældi niður hlátur. Maðurinn var for- ríkur og það hlýtur að hafa bætt upp hvað hann var hræðilega ljótur. „En svo sannarlega,“ svaraði ég alvar- lega, „hef ég aldrei byrjað á því.“ „Ég elska þig,“ sagði hann nú á kurteisan hátt, „og ég vil að þú komir burt með mér.“ Ég hló og dáðist að ósvífni hans og velti því fyrir mér hvað hann myndi gera, ef ég segði já. „Ég elska manninn minn, herra minn, og ég vil heldur vera áfram hjá hon- um . . . Þarna er hann.“ Thanos stóð hjá okkur, stórvaxinn og brosandi, líkur ísbirni í hinum hvíta samkvæmisklæðnaði sínum. „Viltu dansa við mig Phaedra?“ spurði hann. Frakkinn ygldi sig oflátungslega og stóð upp um leið og ég yfirgaf borðið. „Þeir samþykktu!“ sagði hann er við nálguðumst hljómsveitina. „Sérhver þeirra ...“ „Líka prinsinn?" „Þeir eru allir á launalista mínum núna ...“ Ég hallaði augnablik höfði mínu að honum og undraðist ágirnd hans og óskeikulleik áætlana hans. „Ertu hrifinn af því“ spurði ég „að hafa svo mikið vald yfir fólki?“ „Annað veifið, þegar ég hugsa um það, já . .. Og valdið, sem þú hefur á karlmönnunum, ertu ekki hrifinn af því?“ „Annað veifið þegar ég hugsa um það, já . . .“ Við horfðumst í augu og hlógum lágt. Ég elskaði hann og var stolt af honum og ég vissi að hann hafði sama viðhorf gagnvart mér. Við dönsuðum þegjandi um stund. Barst okkur að eyrum kliður fólksins um leið og við fylgdum takti danslags- ins. Loftið var mettað; vindlaþefur og ilmvatnsangan blandaðist saman. „Komdu“, hvíslaði hann skyndilega. „Komdu með mér, Phaedra." Ég fann til skyndilegs unaðar við orð hans, en þegar ég hugsaði um Ariadne, systur mína og þessa heimskulegu, litlu Framh. á bls. 30. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.