Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Síða 20

Fálkinn - 24.04.1963, Síða 20
FÁLKINN V I K U B L A Ð spjaiiar við Ágúst Sigurmundsson, myndskera FÁiR AFLADAGAR HJA Á horni Spítalastígs og Ingólfsstræt- ist stendur lítið og lágreist hús and- spænis Guðspekifélagshúsinu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér, en það er engu að síður forvitnilegt. Það snýr lítill gluggi út að götunni, í gluggakistunni standa tvær útskornar tréstyttur; gam- all sjómaður á skinnklæðum með krók- stjaka í hendi, og bóndi, með báðar hendur í vösum, og lítur út sem hann sé að gá til veðurs. Á útidyrahurðinni er skilti; á því stendur: Ágúst Sigurmundsson myndskeri. Dag nokkurn lét ég verða af því að kíkja innfyrir. Þegar inn var komið, blasti við mér alls kyns furðuleg tól; málverk uppi á veggjum, afstrakt og fígúratív, gipsstytta uppi á skáp, munst- urteikningar og margs konar smíðavél- ar, sem fávís blaðamaður kann ekki nafn á. Og við hefilbekk út við glugg- ann stendur Ágúst Sigurmundsson og sker út í eikarplötu. — Þetta er nú ein hlið í skírnarfont, þarna eru hinar hliðarnar í hann, seg- ir Ágúst og bendir á 3 eikarplötur. — Segðu mér Ágúst, eru margir, sem fást við myndskurð nú? — Nei, blessaður vertu, stéttin er að deyja út. — Hvar lærðir þú myndskurð? — Hjá Stefáni Eiríkssyni. Það lærðu flestir hjá honum. Þú kannast kannski við Hjálmar Lárusson, dótturson Bólu- Hjálmars, og Stefán Björnsson kennara á Akureyri, síðar gjaldkera í Keflavík. Stefán Eiríksson hafði mikið álit á hon- um. — Eru þessi málverk eftir þig? —- Já, ég hef haft gaman af því að prófa eitt og annað. — Hefurðu líka gert þessar gipsmynd- ir? — Eg hef svona verið að dunda við það. Ég fór til Ásmundar Sveinssonar hérna um árið, mig minnir það hafi verið 1955—56. Hann kenndi þá í Mynd- listarskólanum. Það var þá sem ég mót- aði þennan haus þarna, segir Ágúst og bendir mér á styttu. — Þú þekkir sjálf- sagt manninn. Það er Helgi Daníelsson, knattspyrnumaður af Akranesi. — En gekkstu í skóla í málaralistinni? — Ójá, ég skrapp til þeirra Jóhanns Briem og Finns Jónssonar hér fyrr á árum. Það var ósköp lítið. — Þér hefur þótt gaman að sýsla við myndlist alls konar. En segðu mér, hvers vegna valdirðu þér myndskurð- inn? — Það er nú saga að segja frá því. Eiginlega var það tilviljun. Ég er fædd- ur á Seyðisfirði, en fluttist til Reykja- víkur árið 1912. Ég gekk auðvitað hér í barnaskóla. Þá var eitt sinn haldið föndurnámskeið fyrir okkur krakkana og stóð Halldóra Bjarnadóttir, hin kunna hannyrðakona, fyrir því. Ein- hvern veginn atvikaðist það, að ég var kosinn umsjónarmaður hópsins, og var ég því oft að sniglast þarna á staðnum. Inn af þeirri stofu, sem við vorum í, hafði Ríkarður Jónsson vinnustofu sína. Þar kynntist maður myndskurðinum fyrst. Þá var Ásmundur Sveinsson að læra hjá honum. — Varð þetta til þess að þú fórst að læra myndskurð? — Já, þetta voru reyndar mín fyrstu kynni af listinni. Nokkrum árum seinna þá vann ég við að aka smjörlíki á vagni um bæinn. Þá kom ég á vinnustofu Stefáns Eiríkssonar og sá sveinsstykkið hans. Það varð til þess, að ég bað hann um að taka mig í læri. Hann var nú tregur til, en tók mig í teiknitíma næsta vetur. Björninn var unninn; og ég skilaði flestum teikningum um vorið. Ég skal segja þér, að það þætti ekki til fyrirmyndar hvernig vinnubrögðin voru við teikninguna. Við notuðum nefnilega sirkil og reglustiku. Ágúst hlær við. — Var Stefán góður kennari? — Já, hann var það. Hann var af- skaplega hvetjandi. Hann var lífsglaður maður. Það var hann. — Hann hefur verið mjög hagur mað- ur? — Já, mjög hagur. Ég á hérna könnu, sem hann skar út í. Ég skal sýna þér hana. Ágúst sýnir mér könnuna. — Svona fínlegan skurð sér maður varla nú, segir hann. —- Þú hefur svo lokið prófi í þessari grein? — Sveinspróf tók ég 1925 og hef starfað við útskurð síðan. — Hvað telurðu nú vera mesta verkið, sem þú hefur unnið? — Ég veit nú varla, en ef eitthvað skal nefna, þá skar ég út kristlíkneskið Agúst sker mikið af tréstyttum. Hann scgir, að vinsælastar séu myndir af bændum og sjómönnum. Á myndinni sjást tveir drýgindalegir bændur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.