Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 21
OKKUR
í Neskirkju. Það er nú mesta verkið,
sem eftir mig er í opinberum húsum.
Annars hef ég líka skorið út ræðustól-
inn, sem er á sal í Menntaskólanum. En
1 aðstoðarmaður minn við hann var hag-
leikskonan, Kristín Stefánsdóttir frá
Hlíð í Lóni. Ég skar líka út staf þann,
sem fyrirmaður meðal nemenda ber við
hátíðleg tækifæri — hvað heitir hann
nú aftur?
— Inspector Seholae.
— Já, inspector, alveg rétt. Einnig
get ég nefnt þér, að ég skar út vanga-
mynd af Jóni Sigurðssyni í fílabein.
Sú mynd er á keðju, sem rektor Há-
skólans ber á stórhátíðum.
— Þú gerir mikið af þessum þjóð-
lífsmyndum, gömlum og digrum bænd-
um og sjómönnum í skinnklæðum?
— Já, þær eru vinsælar. Ég fæ oft
bréf erlendis frá, þar sem spurt er um
þessar styttur, en oftast bara fyrir-
spurnir. í vetur fékk ég til dæmis bréf
frá Samóaeyjum. Þær eru einhvers stað-
ar í nánd við Ástralíu — og vildi bréf-
ritari fá að vita eitthvað um þessar út-
skornu styttur. Mest selst af þeim á
sumrin; erlendir ferðamenn kaupa þær.
— Þú hefur þá alltaf nóg að gera?
— 'Já, mikið að gera.
— í hvaða við gerir þú þessar litlu
styttur.
— í birki, síðan bæsa ég þær. Ég
mála þær aldrei, mér þykir fallegra
I að sjá viðinn í gegn um litinn. Annars
vinn ég mikið í eik, og talsvert í búr-
hvalstönn; náhvalstennur sér maður
ekki nú orðið. Ég man eftir því að
i Stefán Eiríksson átti eina. Hún var
snúin, þær vaxa þannig. — Stefán
gerði pappírshníf úr henni, en þegar
hann var búinn með hnífinn vatt hann
sig alveg eins og tönnin hafði verið.
Það getur verið, að beinið hafi ekki
verið nógu þurrt.
Ágúst brosir í kampinn.
— Hefurðu nokkuð fengizt við yrk-
ingar? spyr ég.
— Það er nú andskotans basl. Maður
hefur stundum verið að hnoða, en það
hafa engir hagyrðingar verið í minni
ætt og hagmælskunni er því ekki fyrir
að fara.
— Ég sé að það liggur hérna bók um
Skúla fógeta eftir Jón Jónsson Aðils.
Hefurðu gaman af sagnfræði?
— Frá því að ég var krakki hefur
mér alltaf þótt gaman að sagnfræði. Og
nú á seinni árum hef ég grúskað svo-
lítið í ættfræði; aðallega til þess að
vita eitthvað um sögu skyldmenna
minna og lífskjör þeirra.
—• Ertu úr Austfjörðunum?
— Nei, ekki er ég það, ég á ættir
mínar að rekja í Árnessýslu. Forfaðir
minn var Jón Sigurðsson silfursmiður
á Bíldsfelli, mikill hagleiksmaður.
Inn í einu skotinu sé ég nokkrar
styttur, sem mótaðar hafa verið í leir.
— Mótarðu tréstytturnar í leir, áður
en þú skerð þær út?
— Já, venjulegast geri ég það. En
nú er ég að gera haus af Þórarni B.
Þorlákssyni listmálara. Ég móta hann
í leir; læt svo steypa hann í gips. Síð-
an er meiningin að höggva hann út í
eik.
Upp yfir glugganum er teikning af
hillu. Þar eru lágmyndir af ýmsum
vinnubrögðum; á einni er bóndi að slá,
á annari fiskimaður að draga björg í
bú o. s. frv.
—- Er þetta teikning af vegghillu, sem
þú hefur gert, Ágúst?
— Jú, þetta er einhver stærsta hillan,
sem ég hef gert, segir hann
— Og færði hún þér ekki björg í bú?
— Jú, mig minnir, að ég hafi tekið
um fjögur þúsund krónur fyrir hana.
Ég held ég hafi verið þrjá daga með
hana. Það gera svona þúsund krónur
á dag.
— Já, það munu vera svona sæmi-
leg sjómannslaun, er það ekki?
— Víst er það. En það eru bara svo
fáir afladagar hjá okkur.
Svetom.
FALKINN
21