Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 24
ÖRLAGA
DÓMUR
þótt henni væri kunnugt um samband
hans og Nellu?
Brosandi settist hún við spegilinn og
skoðaði sjálfa sig í krók og kring. Jú,
hún ætlaði að fara. Hún varð aðeins
að bíða, þar til orðið væri dimmt..
Meg situr með bréfið frá Bruee Prest-
on í höndunum og rifjar upp atburði
dagsins.
Ferðin til Munkaeyja hafði ekki orðið
eins og hún hafði vonað. Robert og hún
voru nú meir framandi hvort öðru en
nokkru sinni fyrr. Ferðin hafði byrjað
vel. Þau höfðu spjallað saman í léttum
tón og hlegið....En síðan hafði Ro-
bert skyndilega og án tilefnis að því er
henni virtist, breytzt. Hann hafði aftur
skriðið inn í skel sína. Meg var vonsvik-
24 FALKINN
in og niðurdregin og henni var síður en
svo hlýtt til Roberts.
í þessu hugarástandi fékk hún bréfið
frá Bruce Preston. Hann bað hana að
hitta sig á laun. Og full þvermóðsku
ákvað hún að fara til hans.
Eftir að dimmt var orðið gekk Meg
niður stigann og rakst á frú Verney í
ganginum.
— Teið er tilbúið, sagði ráðskonan
stuttlega.
— Takk.
— Ætlarðu að fara út?
—• Já, ég ætla að fá mér litla göngu-
ferð.
Frú Verney starði á hana andartak.
Síðan snéri hún sér undan og gekk
hratt inn í eldhúsið. Meg tók tebollann
upp og fékk sér kexköku. En hún var
of taugaóstyrk og spennt til þess að
koma kökunni niður.
Litlu síðar gekk hún niður brattan
stíginn niður að ströndinni.
Hún sökk niður í sandinn í hverju
skreíi, en það leið ekki á löngu þar til
hún sá ljós í kofa Bruce. Brátt fengi
hún að vita hvaða erindi hann ætti við
hana.
En allt í einu snarstanzaði hún. Hún
varð skyndilega slegin kynlegum óhug.
Full eftirvæntingar hafði hún lagt af
stað, en nú á elleftu stundu hikaði hún.
Hvers vegna?
Henni varð litið á giftingarhring
sinn. Eftirvæntingin var öll á bak og
burt og á þessari stund var hún sann-
færð um, að hún væri að gera rangt.
Hún sá andlit Roberts fyrir framan sig
og varð hugsað til þess, hvernig Nella
hafði svikið hann. Hana langaði mest
til að snúa við og hlaupa aftur til Cliff
House.
Hún varð óttaslegin. Það var eins og
hættur lægju hvarvetna í leyni. Hún
var orðin sannfærð um, að ef hún færi
til kofans, mundi eitthvað uggvænlegt
gerast. Það var ljós í glugganum, en
allt virtist svo annarlega einmanalegt
og yfirgefið. Og allt í einu snéri hún
sér við, og hljóp í örvæntingu sinni,
án þess að gera sér ljóst að hún hafði
farið aðra leið en hún kom.
Þegar Meg kom aftur til Cliff House,
var hún orðin örmagna. Hún leit inn í
eldhúsið, en frú Verney var ekki þar.
Inni í stofunni sat Robert í stól og
reykti.
— Ertu búinn að fá þér te, spurði
Meg.
— Nei. Frú Verney er ekki heima.
Á hún frí í kvöld?
— Það held ég ekki. Ef til vill hefur
hún lagt sig. Hún sagði að henni væri illt
í höíðinu, minnir mig. Ég skal sækja
te handa þér, ef þú vilt.
Robert taldi það óþarfa, en Meg var
fegin að fá eitthvað að snúast. Hún var
enn óttaslegin og þoldi beinlínis ekki
að sitja auðum höndum.
— Mér þykir leitt, að ég skyldi eyði-
leggja lok ferðarinnar fyrir þér, sagði
Robert þegar hún kom inn með bakka
í höndum.
Meg vonaði, að hann mundi segja
henni, hvers vegna hann hefði skyndi-
lega breytzt.
— Það gerir ekkert til, sagði hún. —
Við getum alltaf farið þangað aftur.
— Ég er hræddur um, að það verði
ekki neitt af því.
Hann stóð upp og gekk hægt í áttina
til hennar.
— Ég hef hugsað málið rækilega og
er kominn að þeirri niðurstöðu, að bezt
sé að leysa þig undan skilmálanum,
sem við gerðum með okkur. Þú ert
frjáls .... þú getur yfirgefið Cliff
House hvenær sem þig lystir.
Hún ætlaði að segja eitthvað, en hann
greip frammí fyrir henni.
— Þú skalt fá reiðufé eins og þú vilt
.... og ef þú vilt fá skilnað þá mun ég
ekki standa í vegi fyrir því. Það verður
ekki erfitt að fá hann, þar sem hjóna-
band okkar hefur jú aldrei verið nema
að nafninu til.
— Hvers vegna segirðu þetta, spurði
hún undrandi.
(Framh. í næsta blaði).
LEIKHUSMAL
TSMARIT
AÐALSTRÆTI 1B. REYKJAVÍK
Ég undirrituð/aður ..........................................
staða ...................................... sími ...........
heimili ... ..............................................
óska að gerast áskrifandi að tímaritinu LEIKHÚSMÁL frá og með tölu-
blaði nr........ (8 hefti á ári).
Mun ég greiða í ársgjald kr. 300.00 (+ kr.. 20.00 ef senda skal blaðið í
innanlandspósti).
hinn
/.
196 ....
(undirskrift).
Árgangurinn kostar
75.00 krónur.
Kemur út einu sinni
í mánuði.
ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaðið. —
Flytur fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga,
svo sem skemmtilegar framhaldssögur, smásögur,
fræðandi greinar og margs konar þætti og mynda-
sögur. Síðasti árgangur var 300 síður með um 600
myndum. Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að
ÆSKUNNI fá síðasta jólablað í kaupbæti.
Gerizt áskrifendur að ÆSKUNNI.
Greiðsla þarf að fylgja áskrift.
Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR.
Afgreiðsla í Kirkjuhvoli, Reykjavík, Pósthólf 14.