Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 31

Fálkinn - 24.04.1963, Side 31
hið skyndilega hvarf Thanosar, reiði Andresar yfir því að hafa orðið af mikilvægum samningi hafði lægt og ég var á ný hamingjusöm á hinn rólega og næstum fjarræna hátt, sem ég hefði verið síðastliðin sjö ár. Thanos kom aftur og var ástúðar- fyllri en nokkru sinni fyrr. Hann hafði, farið, og komið aftur sigri hrósandi. Á meðan hann var í burtu, hafði ég lítið gert annað en að leika við Dimitri litla. Bjartsýni Thansonar smitaði mig, ég var orðin jafn kappsöm og hann. Við borðuðum vandaðan hádegisverð á snekkjunni daginn sem Thanos kom heim. Andresar og Ariadne voru með okkur heim og ég hafði nýja matreiðslu- konu sem var áköf í að sanna ágæti sitt. Meðan þau snæddu seinni réttinn fór ég út að borðstokknum og leit út. Loftið var dálítið skýjað og mollulegt, rakur andvari blés óreglulega. Rödd Andraesar var farin að angra mig, með sinni lélegu fyndni, sem huldi illa brátt skap hans. hann sagðist geta stefnt Thanosi fyrir það sem hann gerði í Brussel. Tónn hans gaf það í skyn, að það væri aðeins vegna þess, hve góð sál Kæri Astró. Þar sem ég hef beðið þess árangurs- laust í meira en eitt ár að sjá stjörnu- spádóm minn í Fálkanum, sé ég mér ekki annað fært en að skrifa aftur. Ég hef mikinn áhuga á, að fá að vita eitthvað um framtíð mína. Ég er fædd í Reykjavík klukkan 4.30 að morgni. Ég er útskrifuð úr vissum skóla hér í Reykjavík með ágætis einkunn. Ég hef unnið á skrifstofu síðan, að undanskildu sl. sumri, en þá var ég í Danmörku og Þýzkalandi. Ég er mikið að hugsa um núna að hefja menntaskólanám á næsta haust. Hvað segja stjörnurnar um það? Ég er með pilti sem er fæddur .... því miður veit ég ekki hvenær dags. Verður alvara úr því? Einnig langar mig að vita, hvernig heilsa mín verður, en hún hefur ekki verið góð hingað til. Og fjármálin, hvað verður með þau? Ég hef mjög gaman af að ferðast er- lendis og að tala erlend tungumál. Verður mikið um ferðalög hjá mér? Hvað ætli mér myndi henta bezt að leggja fyrir mig. Ég er orðin þreytt á skrifstofuvinnunni. Með kærri þökk fyrir og virðingu. Sísí. Svar til Sísí. Líklegasta og örlagaríkasta árið á sviði ástamálanna hjá þér mundi verða 1966, en þá verður Sólin í samstöðu við Mánann og þykir það öruggt tákn um að gifting eigi sér stað þegar aðrar af- stöður eru einnig hagstæðar. Pilturinn, sem þú gefur upp fæðingardag og ár á er fæddur undir sólmerki Vogarinnar eins og þú og flestar afstöðurnar benda hann væri og velviljaður náungi, sem honum væri ekki alvara með þessari hugmynd. Thanos var í sjöunda himni. ,,Hvað gazt þú sagt. Þú skrifaðir ekki undir neitt?“ „Við tókumst í hendur.“ „Kannski var það í kveðjuskyni." Þetta var kímni hans. „Við tókumst í hendur eftir samning.“ Andreas var dálítið önugur. „Við gerðum líka samning með hand- taki. En aðeins eftir að þeir höfðu und- irritað." Ariadne hló og illkvittni henn- ar í garð Andreasar var nokkuð of á- berandi fyrir minn smekk. Ég virti þau ekki viðlits. Ercy synti í kringum snekkjuna og ég kallaði á hana að koma og borða eitthvað. Hún leit upp og sagði: „Ó, Phaedra, þú ert svo falleg, mér þykir vænt um þig.“ Hún sendi mér koss. Ég hélt að hún meinti það, en hún var einnig leið yfir kvöldinu um daginn og það var allt í lagi. Ég brosti á móti og sagði: „Komdu þá. Þú verður að fá eitthvað.“ hún sneri sér við og synti á bakinu. „Ég er ekki svöng,“ sagði hún. Og svo sagði hún með uppgerðarþreytu til þess að vel ætti að geta farið á með ykkur. Annars á hann í nokkru innra stríði við sjálfan sig þar eð Máninn er í Hrútsmerkinu, eða beint gegn Sólinni. Það bendir til þess að hann sé ekki fyllilega ánægður með þá persónu, sem hann hefur áskapað sér og vilji vera annað heldur en hann er í augum ann- arra og sjálfs sín. Hann þarf að leggja áherzlu á að taka sem mest tillit til þarfa náinna félaga sinna. Og hann ætti að leitast við að starfa að einhverjum félagsmálum. í þínu stjörnukorti fellur sólin í ann- að hús fjármálanna í samstöðu við Merkúr. Þessi afstaða er happadrjúg á sviði efnahagsins og þú munt alla jafnan hafa meiri fjárráð heldur en al- mennt gerist. Úr þessu verðum við einnig að reikna út hvaða leið mundi vera bezt fyrir þig til fjáröflunar, en annað hús kemur undir áhrif Vogarinn- ar. Þetta merki hér bendir til þess að þér mundi fara vel úr hendi að stunda einhves konar verzlun eða viðskipti, sérstaklega þó í sambandi við snyrti- varning alls konar frá greiðum og kömbum til ilmvatna og fegurðarlyfja. Árið 1967 verður þér mjög hagstætt að leggja út í ný viðfangsefni á því ári t. d. á sviði fasteigna eða viðskipta. í þriðja húsi er máninn staddur og Venus, þannig að það lofar góðum árangri við það, sem þú kannt að taka þér fyrir hendur að læra. Venusinn þarna gæti einnig bent til þess að þinn tilvonandi maður væri einmitt í skóla og að þú mundir kynnast honum þar. Ég veit ekki hvort það er svo hyggilegt fyrir þig að fara í Menntaskóla nema í röddinni: „Hentu í mig greipaldini.“ Ég hló og fór aftur að borðinu. Ariadne sagði: „Ég er belgsödd . .. Til hamingju Phaedra, nýja matreiðslu- konan er stórkostleg.“ „Steldu henni og það verður reglu- legt stríð innan fjölskyldunnar,“ svar- aði ég og ég fór út að borðstokknum og henti nokkrum greipaldinum til Ercy. „En það ert þú sem ég verð að óska til hamingju, Thanos,“ sagði Ariadne, „með son þinn, Alexis." „Hann var ekki að gifta sig, var það?“ Rödd Thanosar var dálítið hvöss. „Ég sá það í Sunday Observer, sáuð þið það ekki?“ Það var sýning á verk- um ungra málara og hann fékk mjög góð ummæli." „En það er jafnvel verra. Það er hlægilegt. Hvað er hann að gera, mála? hann gengur í hagfræðiskólann í Lon- don. Ég sá hann fyrir aðeins tíu dögum og hann sagði ekki orð um málverk. Þér hlýtur að skjátlast.“ Ercy var að klifra upp í bátinn. Ég vonaði að Ariadne væri nógu smekk- vís til að hætta þessu tali, en auðvitað gerði hún það ekki. Hún kallaði til Ercy, Sjá næstu síðu. að þú sért þegar búin að ljúka gagn- fræðaskólaprófi. Hins .vegar mundi ég mikið fremur mæla með Verzlunar- skólanámi, þar eð mikið verzlunareðli er í þér og forstaða fyrir verzlun eða afgreiðslustarf mundi fara þér vel. Heilsufarið kemur undir áhrif Fiska- merkisins og eru því oft samfara lág lífsorka, sem og stöðu mánans í merki Sporðdrekans. Hins vegar get ég ekki séð að sérstakir sjúkdómar herji meir á þig heldur en fólk almennt, en hins vegar hefurðu mikið gleggra auga og næmari tilfinningu fyrir heilsufari þínu heldur en aðrir. Það stafar af því að rís- andi merki á Austurhimni við fæðingarr stund þina var Mey, en fólk, sem hefur það merki sterkt í korti sínu hefur næmt auga fyrir heilsubrestum sínum og gerir venjulega mikið meir úr þeim heldur en efni standa raunverulega til. Tilraun- ir til úr bóta eru því tíðar hjá þvi með breytingum á mataræði og ýmissi til- högun á lifnaðarháttum. Talsverðar horfur eru á ferðalögum í stjörnukorti þínu, sérstaklega þar sem Úranus er áhrifapláneta ferðalanganna. Hann bendir venjulega til ferðalanga, sem eru farin í fremur óvenjulegum tilgangi t. d. til rannsókna á sviði vís- inda eða eitthvað sem er utan hins al- menna. ★ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.