Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Page 32

Fálkinn - 24.04.1963, Page 32
PHAEDRA Framh. ai bls. 31. sem flögraði um í ljósu baðstrandar- handklæði: „Ercy! Tókstu þetta eintak af Ob- server?“ „Það er í klefanum mínum. Ég man það.“ Hún henti handklæðinu og kom upp til okkar. „Ég var hrifinn fyr- ir þína hönd, Thanos frændi. Þar stóð: „Ef hinn ungi Alexiz Kyrilis heldur á- fram að vinna, getur hann orðið það í málaralistinni sem hinn frægi faðir hans er í útgerðinni.“ „Hún sagði þetta allt eins og skólastúlka og ef Thanos hefði ekki verið svona aumur, hefði ég verið glöð. „Ég fer til London í fyrramálið,“ lýsti hann yfir og greip um borðbrún- ina með báðum höndum. Svo sá hann augnatillit Andreasar og var fljótur að segja: „Ó, nei ég verð að vera í Rotter- dam á morgun.“ Hann leit í kringum sig og bpð fór um mig kuldahrollur, þegar ég jp svip hans. Hann þoldi ekki mála- miðjkn og það var eitthvað ægilegt við vonfcysi hans. Svo leysti hann málið: „Phaedra, þú ferð til London fyrir mig.“ Ég hló að þessu. Ætlast hann til að ég fari og tali við hinn óþekkta stjúp- son minn og telji honum hughvarf. Ég, sem hann átti að hata svo innilega? En áður en ég gat sagt meira, hélt Thanos áfram og andlit hans var mildara vegna hinnar „augljósu“ lausnar málsins: „Þú ferð til Parísar vegna kjólanna þinna. Þú ferð um London. Komdu með hann til Parísar, ef þú vilt. Ég hitti ykkur þar.“ „En Thanos, vertu raunsær. Hann hefur alltaf neitað að hitta mig, því skyldi hann hlusta á mig núna?“ „Það er öðruvísi núna. Móðir hans giftist aftur. Hann er orðinn fullorðinn. Þú munt falla honum í geð. Sjáðu — allt, sem þú gerir er að taka hann burt frá London og vinum hans meðal lista- manna. Svo munum við bæði reyna að fá hann til að dveljast sumarlangt í Grikklandi." Hann beið ekki eftir svari mínu og gekk að borðstokknum og tottaði vindil sinn. Allan þennan tíma hlustuðu þau varla Andreas, Ariadne og jafnvel Ercy. En nú elti Andreas Thanos og sagði: „Þú ■ert mjög áfjáður í að fá hann hingað, ertu það ekki?“ Rödd hans var óvenju vingjarnleg og ísmeygileg. Thanos tautaði eitthvað. „Auðvitað þykir mér vænt um hann, en er það eina ástæðan?" Mér til undrunar snéri Thanos sér við og brosti til Andreasar. „Nei,“ sagði hann hægt, „það er ekki eina ástæðan.“ Hann horfði í auga Andreasar. „Ég er með dálitla áætlun. Kannski fellur þér hún líka vel.“ Hann henti vindlin- um. Ég leit á Ariadne pg þótt hún reyndi 32 að vera skilningsrík á svipinn, gat ég séð að hún var eins ringluð og ég. Anna var að setja fallega nýja dem- antinn minn í skrínið, en ég stöðvaði hana. Ég vildi bera hann á leiðinni. En hún hreyfði sig eins og hún ætlaði ekki að láta mig hafa hann. Ég varð reið. (Framh. í næsta bl.). | í elcllínu Framhald af bls. 10. i —■ Þetta er ekki nærri því eins hættu- legt og margir halda. Auðvitað fer það eítir æfingu flugmannanna eins og allt annað í þessu sambandi. Svo rann upp sú stóra stund að við fengum vængina: Vængir voru festir á einkennisbúninginn okkar og við feng- um þrjár rendur á upphandlegginn. Vorum þar með útskrifaðir flugmenn. Þetta fór ákaflega virðulega fram. Háttsettur flugliðsforingi var viðstadd- ur athöfnina sem fór fram á flugvell- inum. Það bezta við þetta allt var, að nú hækkaði kaupið úr tveim shilling- um í fjórtán shillinga á dag. Við vorum fjörutíu sem útskrifuð- umst saman þennan febrúardag 1942. í stríðslok vorum við aðeins tveir eftir á lífi. Nú var aðeins eftir að öðlast æfingu á þá orrustuflugvél sem maður átti að setjast upp í til þess að mæta óvininum og mann var farið að klæja í lófana eftir að lenda í einhverjum hasar. Ég var sendur með lest til Heston rétt fyrir utan London og fékk nú í fyrsta skipti þá ósk mína uppfyllta að fá að fljúga Spitfire orrustuflugvél. Þetta var lokaspretturinn og ekki vorum við lausir við slys þarna frekar en á hinum æfingastöðvunum. Algeng- ast var að menn villtust og lentu innan um loftvarnabelgi, sem þarna voru margir til varnar gegn sprengjuflug- vélum Þjóðverja. Eins og flestir vita, þá voru Spitfire orrustuflugvélarna-r aðeins fyrir einn mann, flugmanninn og áður en maður fór af stað í slíkri flug- vél í fyrsta sinn, þá stóð kennarinn hjá manni á vængnum og útskýrði til hvers hvað eina væri. Síðan bara flaug maður og varð að bjarga sér sjálfur. Kennararnir voru orrustuflugmenn, sem voru í hvíld, þ. e. voru búnir að vera yfir 200 flugstundir í orrustum eða árásarleiðöngrum. Spitfire orrustu- flugvélarnar voru smíðaðar hjá Vickers — sama fyrirtæki og Viscount flugvél- arnar síðar. Þetta voru góðar flugvélar, sérstak- lega liprar í snúningum og fljótar og þegar ég komst fyrst í kynni við þær voru þær með ellefu hundruð hestafla hreyfli. Síðar voru sterkari hreyflar settir í þær, það var þróunin allt til stríðsloka að hraðinn jókst og hreyfl- arnir í flugvélunum urðu kraftmeiri. Þegar ég var um það bil hálfnaður í þjálfuninni var skólinn fluttur frá Heston til Woles. Þarna syðra þótti hættuminni staður heldur en Heston, vegna iðnaðarsvæð- anna sem sífellt var verið að gera loft- árásir á og loftbelgjanna, sem ég minnt- ist á áðan. Radíótæknin var ekki komin á jafn hátt stig þá og nú. Við flugum mest eftir ljósvitum en ef loftárás var yfirvofandi voru allir vitar slökktir. Skyggni er líka oft slæmt í kringum London og maður tók það oft til bragðs að fylgja járnbrautarteinum til þess að komast heim á flugvöllinn úr æfinga- flugi. Stundum kom fyrir að maður tók snarvitlausa járnbrautarteina og var svo allt í einu kominn yfir ókunna borg og innan um loftvarnabelgina, en vír- arnir niður úr þeim grönduðu flugvél- unum, sem lentu á þeim. ■— Hver telur þú skilyrðin fyrir því að verða góður orrustuflugmaður? — Fyrst og fremst mikla og góða þjálfun samfara sjálfstrausti og svo auðvitað heppni. — Eru ekki allir hræddir þegar á hólminn er komið? — Sá sem ekki er hræddur er fífl og er dauðans matur. Eftir tilskilinn tíma lauk þessari lokaþjálfun og ég var sendur til flugvallar stutt frá London, sama flugvallarins sem ég vann á í fyrstu og innritaðist í 17. flugdeildina. Ég hafði fengið þjálfun í Spitfire, en eins og oft í hernaði og stríði, er ýmis- legt ákaflega klaufalegt og nú hafði þessi flugdeild, sem ég var kominn í, ekki Spitfire flugvélar heldur Hurry- cane. Það tók ekki langan tíma að venjast skiptunum og nokkrum dögum síðar fór ég ásamt félögum mínum í fyrstu árásarferðina. Framhald í næsta blaði. Sv. S. * I sólarlöndnm Framhald af bls. 15. sér upplýsinga og láta þær skipuleggja fyrir sig ferðirnar. Það kostar ekki neitt. Hins vegar mundi ég vilja skipta fólki í tvo eða fleiri flokka. Fyrst eru þeir, sem ekki vilja ferðast einir held- ur undir leiðsögu fararstjóra. Oft á tíð- um er þetta fólk, sem vantreystir tungumálakunnáttu sinni að ástæðu- lausu. Svo er.það annar hópurinn sem er fólk, er ferðazt hefur áður utan og vill ekki vera einskorðað við fasta ferðaáætlun, heldur svolítið frjálsara. Mér hafa fundizt þessir tveir hópar mest áberandi. — Heldurðu að ferðamannastraum- urinn hingað eigi eftir að aukast mikið? — Það er ekki minnsti vafi á því, en það er margt sem þarf að gera til að hægt sé að taka á móti miklum fjölda ferðamanna. H- í Bankastræti hefur ferðaskrifstofan Sunna aðsetur sitt og þar hittum við fyrir Guðna Þórðarson. — Hvaða hópferðir verðið þið með í sumar, Guðni? — Það er nú sitt af hverju. Fyrst vil ég nefna hér Ítalíuför sem við höf- Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.