Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Page 34

Fálkinn - 24.04.1963, Page 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI En heima hjá Panda hafði Jollipop þjónn nýlokið vor- hreingerningunni. „En hvað allt er dásamlega hreint,“ sagði hann ánægður við sjálfan sig. „Herra Panda mun vissulega verða ánægður, þegar hann kemur heim.“ En þá heyrði hann brothljóð mikið, og þung hlaðin kerra kom á fleygiferð í gegnum vegginn. Og Jollipop grófst undir ferlegum haug af drasli. Það stóð upp úr haugnum skrítinn náungi og sagði: „Heml- arnir eru óvirkir.“ „Hver ert þú?“ spurði Jollipop. „Hann heitir Tómas hugsuður, uppfinningamaður," sagði veikluleg rödd. „Og hver er það, sem svarar?“ spurði Jollipop enn. „O, ég er Panda,“ var honum svarað. „Þetta er hneyksli," hrópaði Jollipop æstur og leit á skemmdirnar. „Hver á að hreinsa þennan haug?'* „Vertu ekki svona æstur, Jollipop minn,“ sagði hugs- uðurinn. „Ég skal nota þetta herbergi fyrir geymslu. Jamm, hvar get ég nú fundið hentuga vinnustofu?“ Hann gekk inn í næsta herbergi. „Þetta er prýðilegt,“ muldraði hann og virti fyrir sér ríkuleg húsgögnin. „Þarna er einmitt borð, sem ég get notað fyrir vinnu- bekk.“ Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur tók borðið og boraði holur í það. En þetta var meira en Jollipop gat þolað hann þútnaði allur út af reiði og hrópaði: „Stanz, nú gengur það of langt. Nú er þess- ari vitleysu lokið.“ En Tommi hugsuður lét orð hans eins og vind um eyrun þjóta og hélt rólegur áfram vinnu sinni. „Herra Panda,“ sagði hinn dyggi þjónn í örvæntingu sinni og sneri sér að húsbónda sínum, „hefur þessi náungi yðar leyfi til að gera þetta?“ „Ég lofaði honum aðeins, að hann mætti vinna hérna í stuttan tíma,“ sagði Panda. „Hann verður ekki lengi, því að jafnskjótt og hann hefur fundið upp eitthvað gagnlegt, mun hann fara.“ „Fyrst að svo er herra Panda,“ sagði aumingja Jollipop, „þá ætla ég með yðar leyfi að fara brott héðan á stundinni." „Jollipop“, kallaði Panda, „farðu ekki.“ En það var of seint. Hinn tryggi þjónn hafði gripið hatt sinn og regnhlíf og var þegar farinn. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.