Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Síða 35

Fálkinn - 24.04.1963, Síða 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS Það var ekki laust við, að Ottó væri undrandi yfir framkomu stúlkunnar. „Ilérna er klúturinn þinn,“... sagði hann hálf klaufalega. „Hann hékk á runna.“ Hún sneri sér við. Hún heíur verið yfir sig hrædd, hugsaði Ottó með s.jálfum sér. Hann reyndi að segja henni, að hún yrði að gleyma atburði þessum eins fljótt og auðið væri og auk þess væri engin ástæða til að óttast neitt. „Ég er enn á lífi,“ sagði stúlkan lágt, „en hvernig á ég að geta gleymt þvíað ég er fangi.“ „Ertu fangi?“ spurði Ottó. „Og varst þú að flýja.“ Stúlkan kinkaði kolli. „Hvers vegna sagðirðu það ekki strax. Við höfum tvo hesta og Baldur getur auðveldlega borið tvö. Danni farðu og sæktu hestana eins og skot.“ Ólundarlega fór Danni og sótti hestana. Nei, Danni var ekki ánægður með þetta. I staðinn fyrir að riða beint heim í Arnarkastala, voru þeir nú flæktir í nýtt ævintýri. Auðvitað var svo einhver að leita að stúlkunni. „Hvar skildi ég nú eftir hestana," sagði hann við sjálfan sig, „ég hefði átt að setja á þá haft, þeir hafa sennilega farið þangað sem eitthvað er fyrir þá að bíta ... og nú þarf ég að fara að leita að þeim.“ Hann leitaði vel, en hestarnir fundust ekki. Það gat ekki verið að þeir hefðu farið langt. Hér var eitthvað undarlegt á seyði. Ef til vill höfðu þeir verið teknir af mönn- um þeim, sem voru að elta stúlkuna. Hann ákvað að tilkynna Ottó þessi tiðindi. „Ég vona, að þú hafir rangt fyrir þér, Danni,“ sagði Ottó, þegar hann hafði hlustað á ályktanir hans. En stúlkan hafði líka heyrt, hvað Danni hafði sagt og hún sagði: „Þeir hafa fundið slóðina eftir mig. Og nú eigið þið það á hættu að vera teknir lika til fanga.“ „En hver tók þig til fanga?“ spurði Ottó stúlkuna. „Ég er fangi Eberharðar greifa,“ svaraði stúlkan. „Það var af því að és neitaði að giftast norrænum víkingi. Hann ætlar að neyða mig til þess.“ „Eberhörður greifi," endurtók Ottó og hann vissi, að það var áhrifamikill maður og valdamikill meðal lávarðanna. Svo var sagt að hann hefði mikil sambönd við Norðmenn, sem höfðu gert innrás í landið. Hingað til hafði Ottó ekki gefið orð- rómi þessum gaum .. . En nú var ef til vill um velferð landsins að ræða. „Ég er með ráðagerð í huga,“ sagði hann og sneri sr að stúlkunni. „Þú verður að láta sem þú sért fársjúk. Danni leikur skurðlækni og segir að þú sért að dauða komin og megir ekki hreyfa þig.“ En meðan þetta gerist höfðu allar þeirra at- hafnir verið séðar af njósnamönnum í runnum ... FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.