Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 2
„Ég veit ekki enn þá, hversu
marga kílómetra hann getur ekið
á lítranum. Ég er bara búinn að
eiga hann í nokkra mánuði.“
Allur er varinn góður.
„Hvernig var það, ætlaðirðu ekki
bara upp til þess að kvarta yfir
,hávaðanum?“
„Hið frjálsa Iíf sjómannsins? O-o,
læt ég það nú vera. Tengdamóðir
í hverri höfn.“
I»að er eins gott að hvíslarinn sé
alltaf viðstaddur ...
Það virðist vera að minnsta kosti
ein Norðurlandssíld með.
Hefði nú ekki verið nær að hafa
þetta í tveimur ferðum, Jón?“
„Af hverju þarft þú endilega að
sýna, að þú getir gert við allt
sjálfur?“
„Hann er hár, sterklegur, með
gráleitt hár, er í kringum tvö
tonn á þyngd og gegnir nafninu
Júmbó.“