Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 7
Hirðulaus i kiæðaburði. Kæri Fálki minn. Ég sé að þú hefur hjálpað mörgum og þess vegna datt mér í hug að ég gæti orðið þinnar hjálpar aðnjótandi. Ég vona að þú farir ekki að snúa út úr fyrir mér heldur svarir mér í fullri alvöru. Ég er rúmlega sautján ára og vinn í verzlun. Ég hef í nokkra mánuði verið með sama stráknum og því er ekki að neita að ég er svolítið hrifin af honum og ég held að mér sé óhætt að segja að hann sé líka hrifinn af mér. Við erum mikið saman og mér fellur hann vel. Hann er þægilegur í umgengni og tillitssamur. Það er aðeins eitt sem mér fellur ekki við hann. Mér finnst hann hirðu- laus í klæðaburði og mér finnst að hann gangi of lengi í sömu fötunum. Ég hef talað um þetta við hann og hann svarar því litlu og einu sinni sagði hann að mér kæmi þetta ekki við. Mér sárnaði þetta alveg voða- lega og skipti mér ekki af hon- um í viku. Hann hringdi oft í mig en ég skellti bara á hann. Svo kom hann heim eina nótt- ina og barði upp hjá mér full- ur og ég hleypti honum inn. Ég ræddi við hann málið og hann lofaði öllu fögru og var almennilegur dálítinn tíma á eftir en svo sótti í sama horfið. Og nú sný ég mér til ykkar í þeirri von að þið getið hjálpað mér. Ég þakka ykkur fyrir margt gott sem komið hefur í blað- inu og bíð spennt eftir svari. Lóa. Svar: A Þaö er nú þaö Lóa mín; hvaö átt þú aö geraf Okkar ráö er þaö aö þú sýnir honum aö þér . sé full alvara meö þetta og „straff- ir" hann í meira en viku tíma. Þaö mundi ekki skaöa aö hann frétti aö þú heföir jafnvel fariö í bíó meö öörum. En i þvi efni veröur þú aö fara mjög varlega. Um fram allt veröur þú aö fara þannig aö honum aö honum sé 3 fullljóst aö þér er alvara meö þetta. Og ef þú ert dugleg stúlka þá getur þú hæglega haft fata- skifti á kauöa. 0 Svar til K. J.: Hann félagi þinn hefur fariö herfilega meö þig og ekki nema von aö þú sért svolítiö vondur. Látum þaö eiga sig meö dömuna en þaö er verra meö vlxilinn, og i þvi máli œttir þú aö geta rétt hlut þinn, ef þú ferö meö máliö i lögfrœöing. Svo skaltu vera vel á veröi og vita hvort ekki skapast þær aöstœöur aö þu getir naö dömunni aftur líka þó ekki veeri nema til aö svekkja skúrkinn þvi þú getur hæglega losaö þig viö dömuna aftur. Hitastig í strætisvögnum. Háttvirta blað. Það er einkennilegt með strætisvagnana að það er eins og í þeim geti aldrei verið rétt hitastig. Þetta á ekki aðeins við um strætisvagnana í Reykja- vík heldur og í Kópavogi og Hafnarfirði. Þegar heitt er í veðri eru allir gluggar lokaðir og miðstöðin höfð á. Þegar kólnar er slökkt á miðstöðinni og gluggarnir opnaðir. Mér finnst að þessu ætti að vera öfugt farið. Þarna situr mað- ur á sumrin í steikjandi hita baðaður í svita og getur sig vart hrært. Enda er lyktin í vagninum eftir því. Og svo þegar vetur gengur í garð þá er opnað fyrir gluggana svita- lyktinni hleypt út og slíkur er kuldinn í vögnunum að maður getur ekki talað við sessunaut- inn fyrir tannaglamri. Það má mikið vera ef ekkert illt á eftir að hljótast af þessu. Og til þess að komast að einhverri niður- stöðu í þessu bréfi mínu ber ég fram þá tillögu að þessu verði snúið við: Að á sumrin verði lokað fyrir miðstöðina og gluggarnir hafðir opnir og að á veturna verði gluggunum lokað og miðstöðin sett á. Með þakklæti fyrir birting- una. Einn farþegi. Svar: ViÖ vitum ekki hvort ástandiö er eins slœmt og þú hefur orö á farþegi góöur en sjálfsagt hefur þú eitthvaö til þins máls eins og raunar allir. Þessi upphitunarmál eru ákaflega viökvœm og þaö sem sumir kaXla heitt kalla aörir kalt. Þaö er ekki óálgengt aö sjá i strœtisvögnunum striö milli manna sem ýmist opna eöa loka fyrir gluggana. Ef strætisvagnarnir ættu aö hafa eftirlit meö þessu þá er hætt viö aö til þess þyrfti talsveröan mannafla. Þá þyrfti ennfremur aö setja reglugerö um hitastig l álmenningsvögnum og hafa einn eftirlitsmann í hverjum vagni sem fylgdist meö aö þessu yröi stranglega framfylgt. Og svo getur veriö aöeins heitara fram í vagninum en aftur i og öfugt. Nei, þaö er hætt viö aö þessi mál komi til meö aö vera i svipuöu formi og hingaö til. Hins vegar getum viö bent á aö i snyrtivöru- búöum og apótekum fæst ágætt svitakrem. ./'“X FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Alls konar eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. Hin fullkomna vöm gegn tannskemmdum þekkist ekki. En þetta er víst. Glerungur tannanna þarf að rofna, til aÖ tannskemmdir geti hafizt. Fyrir nokkr- um árum uppgötvuðu tannvísindamenn, að efnið FLUORIDE styrkir glerung tannanna að miklum mun og minnkar tannskemmdir um allt að 5Ö%. Ef þér viljið áfram hafa heilar tennur, þá breytið um í dag og notið framvegis Super Ammident tann- krem með FLUORIDE. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.