Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 9
1. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherzlu á smíði skrif-
borða og birtist hér mynd af einu þeirra, sem er mjög stíl-
hreint, eins og myndin sjálf sýnir bezt. Auk skrifborðanna
er mikið framleitt af svefnherbergishúsgögnum, vegghúsgögn-
um, borðstofusettum o. fl.
2. Hafsteinn Sölvason, húsgagnameistari, verkstjóri fyrirtækis-
ins, við spónskurðarvélina. Allar vélar fyrirtækisins eru uý-
legar og fullkomnar, enda er það allra hagur.
3. Davíð Guðmundsson, sölustjóri. Verið þið ekkert hissa á því,
þótt lagerinn sé ekki stór,
jafnóðum ...
ólst upp þarna fyrir austan
og æska mín var eins og
æska annarra. Maður byrjaði
snemma að reyna að vinna
eitthvað fyrir sér og sextán
ára fór ég á vertíð í Vest-
mannaeyjum. Það gekk vel og
peningana, sem ég vann mér
inn þá, lagði ég í útegerð.
— Hvernig fyrirtæki var
það?
— Það var nú ekki stórt
fyrirtæki og ekki langlíft held-
ur. Við vorum tveir, sem leigð-
um okkur smábát, sem við fór-
um með norður á Þórshöfn og
keyptum okkur kolanet. Það
gekk mjög vel, og ég átti tals-
verðan skilding í vasanum,
þegar ég hélt suður um haustið.
— Ég hafði lengi haft áhuga
fyrir að læra húsgagnasmíði,
og um haustið réðist ég sem
lærlingur til Árna Hreiðars
Árnasonar á Laugavegi 42. Þá
var ég 17 ára. Kaupið var ekki
hátt hjá lærlingunum fyrsta
árið var vikukaupið 195 krónur
en fór upp í 235 annað árið,
svo kolapeningarnir frá Þórs-
höfn komu sér vel.
4
— Þú varst byrjaður at-
vinnurekstur, áður en þú hafð-
ir lokið námi, var það ekki?
okkar húsgögn seljast nefnilega
— Jú, ég var það víst. Ég
ákvað snemma að reyna að
koma mér uPP einhverju sjálf-
ur og fylgdist vel með öllum
auglýsingum í blöðunum, ef
vera kynni að einhverjar ódýr-
ar vélar yrðu auglýstar. Einn
daginn, þegar ég hafði verið
um það bil tvö ár í námi, sá
ég slíka auglýsingu. Ég fór á
staðinn. Þar hitti ég fyrir ekkju
eftir mann, sem hafði stundað
viðgerðir. Vélarnar áttu að
kosta 23 þúsund krónur. Ég
skoðaði vélarnar og langaði
mikið til að eignast þær.
Ekkjan vildi líka selja þær,
en á kaupunum var einn
hængur. Ég átti nefnilega enga
peninga. En blessaðri konunni
leizt svo vel á mig, að hún
vildi gjarna lána mér og spurði,
hvað ég gæti borgað. Ég stakk
upp á þúsund króna útborgun
og fimmtán hundruðum á mán-
uði. Hún gekk að því. Við
sömdum — og ég fór út í Iðn-
aðarbanka, þar sem ég sló
víxil fyrir þúsund króna út-
borguninni!
— Já, þannig byrjaði minn
atvinnurekstur. Fyrir góðvild
eiganda hússins fékk ég að hafa
vélarnar áfram á sama stað um
Frh. á bls. 30
2
9
FALKINN