Fálkinn - 02.10.1963, Síða 25
ar, 907 og 805 hafa sýnilega ver-
ið hreinþvegnar."
Mason brosti. ,,Jæja, lautin-
*nt,“ sagði hann. „Þú hefur létt
af mér þungu fargi, og það jafnt
þó að það hafi kannski verið
snúið á mig.“
„Ágætt, Perry,“ sagði Tragg.
Lögfræðingurinn lagði frá sér
símann og sneri sér að Dellu
Street. „Jæja, Della, nú getum
við haldið áfram með skriftirn-
ar. Sjálfsagt hefur þessi fyrr-
verandi skjólstæðingur okkar
verið mesti slægðarrefur. Þú
heyrðir hvað Tragg sagði?“
Della Street kinkaði kolli.
„En ef Dorrie Ambler hefði
komið til dyranna eins og hún
var klædd og fengið þig til að
taka að þér kröfu hennar til
arfhlutans, hefði hún getað
orðið meðeigandi eigna upp á
milljónir dollara. Nú er hún
flækt í morð.“
Mason stóð á fætur og tók
að ganga um gólf. „Ef ekki
kæmi tvennt til,“ sagði hann,
„þá mundi ég efast um niður-
stöður Traggs.“
,,Og hvað er það, húsbóndi?“
spurði Della.
„í fyrsta lagi,“ sagði Mason,
„vitum við, að skjólstæðingur
okkar hefur haft brögð í tafli
til að vekja á sér athygli. Við
vitum, að hún vildi gera eitt-
hvað til að fá blöðin til að aug-
lýsa svipmót hennar og Mínervu
Minden.“
„Og hitt? spurði Della.
„Hundurinn," sagði Mason.
„Hundum skjátlast ekki. Þess
vegna var skjólstæðingur okkar
á lífi alllöngu eftir brottnámið,
sem gert er ráð fyrir, að átt hafi
sér stað.
Þegar nú er augljóst orðið,
að Dorrie, var bara að reyna
að flækja mig í ráðabrugg sitt,
að hún hefði getað hringt í mig
löngu eftir að hún var talin í
ræningjahöndum, en lét það ó-
gert, þá get ég gleymt henni.
En vegna þessa litla hunds get
ég hætt að hafa áhyggjur. Við
skulum þá snúa okkur að bréfa-
skriftunum."
Della Street gekk inn úr ytri
skrifstofunni og staðnæmdist
fyrir framan skrifborð Perry
Mason. Þegar lögfræðingurinn
leit upp, sagði hún: „Það eru
nú tíu dagar síðan Dorrie Am-
bler hvarf og þér tókst að
gleyma því og snúa þér aftur
að daglegum störfum.“
„Og hvað um það?“ spurði
Mason.
„Núna,“ sagði hún, „er Henri-
etta Hull í ytri skrifstofunni."
„Vísaðu henni inn, Della. Ég
hefði gaman af að tala við
hana.“ Framh. á bls. 30.
FRANZLISZT
KVIKMYNDAÞÁTTUR
Franz Liszt var ekki aðeins gott tónskáld heldur
og afburða píanóleikari. Hann var ákaflega vinsæll
af sinni samtíð og átti útlit hans og heillandi fram-
koma ekki hvað minnstan þátt í því. Hann var
undrabarn á sviði tónlistarinnar og níu ára gamall
hélt hann sinn fyrsta konsert.
Það verka Liszt sem mun þekktast hér og vin-
sælast af almenningi mun vera Ástardraumur og
þá frekast í meðförum Eaii Bostic, þótt „sannir“
tónlistarunnendur munu lítt hrifnir af þeirri út-
setningu. Þessi útsetning Bostic hefur verið ákaf-
lega vinsæl í óskalagaþáttum Útvarpsins undan-
farin ár.
Stjörnubíó mun á næstunni sýna mynd sem
fjallar um ævi og starf Liszt. Þetta er mynd frá
Columbia tekin i litum og Cinema-Scope. Leik-
stjóri er Carles Vidor en með hlutverk Liszt fer
Framh. á bls. 34.
ÉÁLKINN 25