Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 30

Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 30
Hispursmey Framh. af bls. 25. Deila Street gekk út úr skrif- stofunni og kom aftur andar- taki síðar með Henriettu Hull. „Við höfum sézt áður,“ sagði Henrietta Hull, gekk yfir að skrifborði Masons og tók þétt um hönd hans með sinni beina- beru hendi. „Mínerva hefur verið sett í gæzluvarðhald. Hún var sótt klukkan þrjú í nótt til yfir- heyrslu. Hún sagði, að ef ég heyrði ekki frá sér fyrir níu í morgun, þá ætti ég að tryggja henni aðstoð yðar og greiða yð- ur tuttugu þúsund dollaar upp í væntanlegan kostnað.“ „Gefið þér út ávísanir á reikn- ing hennar?“ „Auðvitað. Ég er fram- kvæmdastjóri hennar.“ Henrietta Hull opnaði rólega veski sitt og tók upp úr því af- langan miða úr lituðum pappír. „Ég var að reyna að útskýra fyrir yður um daginn,“ sagði Mason, „að ég var umboðsmað- ur Dorrie Amblers, og ég er hræddur um, að hagsmunir hennar og húsmóður yðar fari ekki saman.“ „Yður að segja, herra Mason, þá er Dorrie Ambler ómerking- ur og falspersóna. Hún laug að yður frá uþphafi til enda. Þér skuldið henni ekki neitt.“ Nú heyrðist merki Páls Drake á hurð einkaskrifstofunnar. Mason sagði: „Afsakið mig augnablik," gekk til dyra, opn- aði í hálfa gátt og sagði: „Ég er ekki viðlátinn í svipinn, Páll. Getur þetta beðið?“ Drake sagði: „Það getur ekki beðið." Mason hikaði andartak, sagði síðan: „Komdu inn. Þú hefur hitt ungfrú Hull áður.“ Drake kom inn í skrifstofuna og sagði; „Mér þykir leiðinlegt að trufla ykkur, ungfrú Hull. En ég verð að koma vitneskju til Masons tafarlaust. „Ég held þú ættir þá að koma með það hérna nú á stundinni," sagði Mason. „Þá það,“ sagði Drake. „Dor- rie Ambler er dáin. Hún var myrt. Það er búið að finna lík- ið og lögreglan telur sig hafa óyggjandi sannanir á Mínervu Minden.“ Mason stóð brúnaþungur andartak, sagði síðan við Hen- riettu: „Ungfrú Hull, húsmóð- ir yðar er í alvarlegri klípu. Vissuð þér að Dorrie Ambler var dáin?“ „Ég vissi að lögreglan sagð- ist hafa fundið lík hennar.“ „Er Mínerva sek?“ 30 FÁLKINN, , „Hún er ekki sek,“ sagði Hen- rietta Hull með öruggri sann- færingu. „Hvernig vitið þér að hún er það ekki?“ „Af því sem ég þekki til máls- ins. Dorrie var í slagtogi við misindismenn. Þeir myrtu hana. Nú vilja þeir reyna að koma því orði á Mínervu. Mín- erva er ekki sek um neitt. Hef- ur þetta áhrif í þá átt að þér óskið ekki að taka að yður mál Mínervu? Hún óskar eftir yður sem málsvara.“ Drake ræskti sig, leit í augu Masons og hristi höfuðið. „Hvers vegna ekki, Páll? láttu það koma,“ sagði Mason. „Jæja,“ sagði Drake. „Lög- reglan hefur öll trompin á hendinni. Sá meðseki er búinn að játa.“ „Hver var það?“ spurði Ma- son. „Maðurinn, sem hún keypt til að koma með sér í íbúð Dorrie Amblers og ræna henni.“ „Þekkirðu málsatvik, Páll?“ „Aðeins í stórum dráttum. Þessi náungi heitir Dunleavey Jasper. Hann segir að Mínerva hafi sagt sér, að Dorrie Abler stæði í vegi fyrir því, að hún fengi umráð yfir öllum eigum sínum, að hún vildi ryðja Dor- rie úr vegi og þyrfti hjálp Jaspers til þess.“ Jasper er margdæmdur glæpamaður. Billings reyndi að hafa fé út úr Mínervu með hótunum, en ekki Dorrie Amb- ler. Hann fékk banvæna kúlu í brjósið að launum.“ „Og er nú búið að handtaka Mínervu Minden fyrir morðið á Dorrie Ambler?" Drake hristi höfuðið. „Fyrst stendur til að höfða mál á hend- ur henni fyrir morðið á Marvin Billings. Ambler-morðið styðst einungis við líkur, en það liggja játningar og vitnisburður sjón- arvotta um morðið á Billings.“ Mason tók skjóta ákvörðun. Hann sagði: „Ég skal verja hana í málinu út af morðinu á Marvin Billings. Ef það er verknaðurinn, sem hún er sök- uð um, þá skal ég vera mál- svari hennar í því máli.“ „Það er sanngjarnt," sagði Henrietta Hull. „Þér eruð þá ráðinn verjandi í því máli, herra Mason.“ Perry Mason sat í viðtalsher- bergi fangelsisins andspænis Mínervu Minden og sagði: „Mínerva, ég ætla að leggja fyrir yður spurningu: Myrtuð þér Marvin Billings?“ „Nei.“ „Eins og sakir standa er það allt og sumt, sem ég kæri mig LANCÖME A »m NUIBIX BIEH-XISI áDI£U-#IO£5 KAUPID LANCOME-KREM OG KYNNIZ7 GÆOUM ÞElRRA SKOLAVORÐUSTIG 23 SÍMI 20S6S INNRITUN Sími: 2-05-65. Námsgreinum fjölgað. Flokkar við allra hæfi. Aðeins fimm í flokki. um að vita,“ sagði Mason. „Ágætt. Nú þarf ég að játa dálítið fyrir yður,“ sagði hún. »Ég —“ Mason bandaði frá sér. ,Ég vil ekki heyra neinar játning- ar.“ „Þetta er ekki það, sem þér haldið. Það stendur ekki í neinu sambandi við —“ Mason tók fram í: „Hvernig vitið þér um hvað ég er að hugsa? „Af því að þetta er nokkuð, sem yður gæti aldrei dottið í hug,“ sagði hún. „Þetta snertir allt annað mál.“ Mason sagði: Látið það kyrrt, Mínerva. Þér hafið sagt mér, að þér séð saklaus af morðinu á Marvin Billings, sem þér eruð ákærð um. Að visu er allt, sem skjölstæðinguf segir verjanda sínum trúnaðarmál, en ef þér segið mér að þér hafið framið afbrot, einkum ef það er í engu sambandi við það afbrot, sem þér eruð ákærð fyrir, þá horfir málið öðru vísi við. Ég er verj- andi yðar, en ég er líka borgari lands míns. Ef ég veit að þér hafið drýgt alvarlegan glæp, gæti orðið um yfirhilmingu að ræða af minni hálfu.“ Hún hugsaði um þetta stund- arkorn, sagði síðan: „Ég skil.“ 1. ) Venjuleg sex vikna nám- skeið. 2. ) Sérstakir tímar fyrir kon- ur, sem vilja megra sig. 3. ) Snyrtinámskeið. Kennslu annast fegurðarsérfræðing- ur með prófskírteini frá snyrtiskóla Lancónmer í París 4. ) Sérstakir flokkar fyrir telpur á aldrinum 11—13 ára. SCHNDHLE REíHIÐ^Vld&ífe/ MAGABEUIH SEM VINSÆLUST ERU MEÐAL FRANSKRA KVENNA 'A Vei« kr. 450.00 SK OL A VÓRDUSTIG 23 SÍMI 20565 Everson Flint dómari leit á fulltrúa saksóknara, sem sat ásamt Hamilton Burger við sækjandaborðið. „Hefur sækj- andi nokkuð við kviðdóminn að athuga?“ sagði dómarinn. „Kviðdómurinn er samþykkt- ur,“ sagði fulltrúinn. Dómarinn leit til borðs verj- andans. „Verjanda er heimilt að ryðja dóminn,“ sagði hann. | Mason reis úr sæti sinu og | gaf til kynna . samþykki sitt. i „Verjandi er fullkomlega á- | nægður méð kviðdóminh,“ | sagði hann. • | Eftir að kviðdómendur höfðu | unnið eið sinn, reis fulltrúinn, % Colton Parma, á fætur ’að gefnu '*■ merki frá Hamilton Burger sak- jj sóknara, til að hefja málsókn- | ina. „Með leyfi réttarins og yðar, •8 háttvirtu kviðdómendur,“ sagði ; hann, „þá verður þetta aðeins stutt forspjall til að sýna fram ’l á, að sakborningur í þessu máli, sem erfði mikil auðæfi eftir Harper Minden, hafði ástæðu ' til að ætla, að til væru aðrir I ættingjar, sem ættu kröfu á hluta eignanna; eða nánar til- J tekið, ung kona Dorrie Ambler - að nafni, sem var dóttir móð- ursystur hinnar ákærðu. Systirin dé ógift. Við munum Framh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.