Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 33
„Pú ert ekki hamingjusöm,
Padmaya.“
„Nei. En ef til vill getur eng-
inn af okkar kynslóð orðið ham-
ingjusamur. Við erum nútíðin,
skipt á milli fortíðar og fram-
tíðar. Við getum ekki vænzt
þess að verða hamingjusöm.
Sum okkar munu taka ákvarð-
anir fyrir framtíðina, önnur
fyrir fortíðina."
„Þú hefur tekið ákvörðun
fyrir fortíðina.“
j „Eins og brú,“ sagði hún,
,,hluti af mér þar, hluti af mér
.hér í þessu húsi, hluti af mér
— ég veit ekki hvar. En ég er
ánægð yfir að hafa gert föður
okkar hamingjusaman. Ef þú
gerir nú móður okkar ham-
'ingjusama, höfum við gert
skyldu okkar, er það ekki?“
Skylda aftur! Hann um-
hverfðist. „Hún yrði ekki ham-
ingjusöm, nema við færum all-
ir aftur í tímann.“
„Hún verður ekki mjög lengi
hjá okkur. Hvað er æviskeið?
!Ekkert.“
Hann ásakaði hana hvatlega.
„Padmaya, þú ert afar ind-
versk!“
Hún leit á hann, og hann sá
tár í augum hennar.
„Einhver okkar verð að vera
það.“
Og hún stóð upp, eins og þau
hefðu komizt að niðurstöðu,
„lagfærði „sari“ sinn á öxlun-
um og fór út úr herberginu.
Þegar hún var farin, flaug hon-
um í hug, að hann hefði ekki
enn lesið bréf föður síns. Hann
hafði ekki þorað að lesa þau,
meðan hann sat meðal ókunn-
ugra í flugvélinni. Hvað hafði
skeð, ef hann hefði allt í einu
byrjað að gráta? Nú langaði
hann að lesa þau, nú þegar
hann var alein.n.
„Kæri herra deildarforseti:
Ég óska þess að sonur minn
verði hvattur til að læra nýjar
hugmyndir í vísindum og iðn-
áði. Komi í ljós, að hann hafi
áhuga á lögum, væri ráðlegt
að bæta við lögspeki og stjórn-
vísindum. Við þörfnumst mik-
illa breytinga. En hann verður
að þroskast í þolinmæði. Þjóð
okkar getur verið leidd en ekki
neydd. Langi mig til að mynda
að hafa rafmagnsdælu, verð ég
fyrst að fá rafmagn og svo fram-
vegis. En það sem erfiðast er:
Ég verð að búa þjóð mína und-
ir breytingar, sem komast
smám saman á.
Sonur minn verður að læra,
hvað „smám saman“ þýðir.“
Heilræði, leiðbeining, sann-
færing, mat — þetta var aðferð
föður míns. Rashil gat ekki
varizt brosi við lesturinn.
„Kæri herra deildarforseti:
Ég þakka yður fyrir að hafa
tekið eftir framförum sonar
míns. Ég er glaður yfir að hann
neytir ekki sterkra drykkja.
Varðandi vináttu hans við
bandarísku stúlkuna, vona ég
að hún sé ekki mikil. Vinsam-
legast ráðleggið syni mínum
að leiða hugann að fjölskyldu
sinni. Ég get breytzt, eins og
nauðsynlegt er, en fjölskylda
mín.......“
Aha, það var þess vegna sem
deilarforsetinn hafði einn góð-
an veðurdag talað við hann um
hjónaband, svo óvænt, að hann
hafði rekið í rogastanz.
„Ég hef engar fyrirætlanir
varðandi hjónaband, herra,“
sagði hann við deildarforsetann.
,Þegar þar að kemur,“ hafði
deildarforsetinn sagt af varúð
og óvænt, „er bezt að velja ein-
hverja, sem fellur inn í fjöl-
skyldu þína.“
„Já, herra,“ hafði hann svar-
að, þó að uppreisnarandi væri
innra með honum.
Nú var uppreisnin fokin út í
veður og vind. Faðir hans hafði
skilið svo vel, og gegn hverju
var að vísa? Josie hvarf í móðu
fjarlægðarinnar. Enda þótt að-
ein klukkustundir í tíma lægju
á milli þeirra, voru samt úthöf
og meginlönd eftir.
Hann tók upp annað bréf:
„Kæri herra deildarforseti:
Vinsamlegast kennið syni mín-
um, að hann verði að taka við
af mér sem leiðtogi fjölskyldu
okkar og þorps okkar. Fólkið
mun líta upp til hans, þegar lífi
mínu er lokið.“
Hafði faðir hans haft hug-
boð um þennan dag? Rashil las
bréfin yfir og lét þau í litla
peningaskápinn í veggnum,
þar sem skjöl fjölskyldunnar
voru geymd.
Það var síðdegis. Hann sat
við líkkistu föður síns í bílnum,
sem flutti þau til hinna helgu
fljóta, þar sem Junna rennur
í Ganges. Áður hafði farið fram
athöfn heima, en hana var
hann ekki viðstaddur. Núna
mundu þau komast á útfarar-
stað fyrir náttmál, nema lík-
fylgdin yrði stöðvuð af fótgang-
andi fjöldanum.
Klukkan var hálfsjö, þegar
þau komust á leiðarenda. Stór
köstur af sandalaviði hafði
verið reistur fyrir brennuna.
Rashil sté út úr bílnum og bar
ásamt þremur frændum sínum
líkkistuna að báilkestinum.
Þeir lyftu kistunni upp á köst-
inn og síðan talaði föðurbróðir
hans í nokkrar mínútur:
„Við erum hér saman komin
til að sjá ástvin okkar, húsbónd-
ann á heimilinu, hefja sitt eilífa
líf. Hann er einn af hinum tví-
fæddu mönnum. Þó að hann
væri stundum vanur að brosa
að trúnni, var það ekki trúin
sjálf, sem hann hafði fyrirlitn-
ingu á, heldur þau svik, sem
hafa komizt inn í hana með
spilltum mönnum. Við eru af
Braham stétt, og ástvinur okk-
ar viðhafði alla helgisiði sam-
kvæmt Katha skólanum, sem
sannaði, að hann trúði á guð.
Hann fylgdi í verki þeim regl-
reglum, sem „guru“ hans
kenndi honum, og öðlaðist þann-
ig snemma það stig, að hafa
fæðzt tvisvar. Fæðingin, sem
slíkur „guru“ lætur í té, er ó-
svikin. Hún er alger, greind að
frá venjulegum listum og vís-
indum, nema í lokaþætti sínum
frá aldri og dauða. Þar sem
hann var fullkominn í þessu
lífi, mun hann nú hverfa yfir
til næsta lífs og reynslu, sem
er miklu betri en hann hefur
þekkt hér. Látum líf hans
verða fordæmi okkar, sem eftir
lifum.“
Að svo mæltu dró frændinn
sig í hlé og fór á sinn stað í
hópi fjölskyldunnar.
Nú var runnin upp sú stund,
sem Rashil hafði hræðzt. Allt
til þessa augnabliks hafði hann
ráðgert, að hann kynni enn að
neita að láta undan. Hann gekk
í áttina að bálkestinum, stað-
næmdist og leit til beggja
handa. Kvöldið var yndislegt,
friðsælt. Breiðar árnar runnu
saman undir heiðum, gullnum
himni. Sólin var hnígin til
viðar, en stafaði geislum sínum
til himins, þannig að bjarma sló
á vatn og jörð og andlit þeirra,
sem biðu. Þetta var um það
leyti, sem vissir villtir fuglar,
kvikindi, sem þegja nema við
dögun og sólsetur, hefja upp
söng sinn. Einhvers staðar í
mannþrönginni tók lítið barn
að gráta og móðir þess sefaði
það á ný. Og frammi fyrir Ras-
hil var sandalaviðarkösturinn,
en ilmur hans fyllti loftið.
Augu hans hvíldu á Pad-
mayu. „Sari“ hennar huldu
höfuðið, en hún hafði dregið
hann frá andlitinu, og brenn-
andi augu hennar knúðu hann
til verks. En það var fleira en
Padmaya, sem knúði hann.
Hann var knúður af straum-
þungum ánum, sem geymdu í
djúpi sínu ösku dauðra um ald-
ir. Hann var knúður af and-
rúmsloítinu, af söng fuglanna,
gráti barnsins og blíðri hugg-
andi rödd móðurinnar. En fyrst
og fremst var hann knúður af
bíðandi fólkinu, fólkinu hans.
Það var nauðsynlegt, að hann
huggaði það í sorg þess. Hann
gat ekki valdið því fleiri áföll-
um með því að afneita helgisið-
unum, sem það var vant og
trúði á. Það hafði treyst föður
hans. Nú varð hann að fórna
sjálfum sér til að öðlast traust,
svo að það yrði ekki óttanum
ofurselt.
Hann laut niður og valdi sér
verkfæri til fórnarinnar, en
hin yrðu notuð síðar. Það yrði
mikill eldur, en mannslíkaminn
er breytilegur, og verkfæri
þyrfti að nota á þá hluta, sem
brynnu of hægt. En verkfærið,
sem hann þarfnaðist nú, var
hamar úr silfri. Með hann í
hægri hendi kleif hann bálköst-
inn, stóð uppi á honum andar-
tak og beindi augliti sínu til
himins. Hann fann til sársauka
í hverjum vöðva og beini þan-
ins líkama síns, átök viljans
við löngunina. Hann yrði að
lyfta hamrinum. Hann yrði að
reka höggið nákvæmlega, þar
sem höfuðkúpan myndi bresta,
en haldið mátti hvorki merjast
né rofna. Fjársjóður heilans
innan höfuðkúpunnar mundi
bráðna, þegar hann næði suðu-
marki, og renna saman við ösku
líkamans. Þannig mundi andinn
fara í friði, samkvæmt lögmál-
inu, og án þess að sprengja höf-
uðkúpuna í uppreisn.
Svitinn bogaði af honum.
Kvöldgolan lék svalandi um
votan hvirfil hans. Það syrti í
huga hans, er hann hóf hægri
hönd sína á loft. Hann leit nið-
ur í friðsælt andlit föður síns.
„Faðir,“ tautaði hann. „Faðir,
þú skilur — svo að ég geri það
í þetta sinn.“
Hann lyfti hamrinum og lét
hann falla. Hann heyrði beinið
bresta. Það var gert. Hann
fleygði hamrinum langt í burtu
frá bálkestinum. Nú var ekkert
ógert nema að kveikja í sand-
alaviðnum — það var líka
skylda hans — og að því búnu
myndi hann bíða, unz líkami
föður hans var orðinn að ösku.
Fjórum dögum seinna, þegar
bálið var útbrunnið, tók hann
upp beinin, sem höfðu ekki
brunnið, og í návist frænda síns
bar hann þau að Ganges og
kastaði þeim í vatnið. Það var
aftur kvöld, loftið var kyrrt, og
fljótið tók við gjöfinni.
„„Eins og bein manns eru
mörg í faðmi fljótsins Ganges,
eins mörg þúsund ár mun hann
Framhald á bls. 38
FÁLKINN 33