Fálkinn - 02.10.1963, Side 36
Spákonan
Framhald af bls . 12.
á móti henni.
„Fáið yður sæti, kæra barn,
sagði gamla konan, þegar hún
hafði granskoðað hinn nýja
gest sinn. „Hvað viljið þér
mér?“
„Ég,“ sagði frú Mac Leary,
„ég verð tvítug á morgun, mig
langar hræðilega mikið til að
fá einhverja vitneskju um
framtíðina.“
„En ungfrú, jæja ...“ anzaði
frú Myers, tók upp spilin, og
fór að stokka þau í ákafa.
„Jones,“ andvarpaði frú Mac
Leary.
„Kæra ungrú Jones,“ hélt
frú Myers áfram, „þetta er
nnsskilningur; ég spái ekki i
spil, nema bara stundum af
kunningsskap, eins og margar
aðrar gamlar konur. Dragið
þér spilin með vinstri hendi og
leggið í fimm stokka. Svona.
stundum spái ég í spil mér til
skemmtunar, en annars —. Lít-
um á,“ sagði hún og sneri við
fyrsta stokknum. „Tígull.
Hann merkir peninga. Og
hjartagosi. Það er fallegasta
spil.“
„Jæja,“ sagði frú Mac Leary.
„Og hvað meira?“
„Tígulgosi,“ mælti frú My-
ers, og fletti ofan af næsta
stokk. „Spaðatía, hún merkir
ferðalög. En þarna,“ æpti hún
upp yfir sig, „þarna sé ég lauf.
Lauf merkir alltaf andstreymi,
en hjartadrottningin er síðast.“
„Hvað merkir það?“ spurði
frú Mac Leary og ranghvoldi
augunum af öllum mætti.
„Tígull aftur,“ sagði frú My-
ers hugsi, er hún leit á þriðja
stokkinn. „Kæra barn, þér
eignizt mikla peninga; en ég
veit ekki enn, hvort þér farið í
ferð eða einhver yður nákom-
inn.“
„Ég á að fara í heimsókn til
frænku minnar í Southamp-
ton,“ anzaði frú Leary.
„Það verður lengra ferða-
lag,“ sagði frú Myers og velti
við fjórða stokknum. „Einhver
verður því andvígur, einhver
miðaldra maður.“
„Sennilega pabbi,“ æpti frú
Mac Leary yfir sig.
„Jæja, þarna er þetta ant
komið,“ sagði frú Myers hátíð-
lega og leit á fimmta stokkinn.
„Kæra ungfrú, þetta var lang-
fallegasta spil, sem ég hef
nokkurntíman séð. Að ári gift-
ist þér; það kvænist yður af-
ar —, afarauðugur ungur mað-
ur, sennilega milljónamæring-
ur eða kaupmaður, því að hann
er alltaf að ferðast; en áður en
þessi gæfa fellur yður í skaut,
verðið þér að vinna bug á mikl-
um erfiðleikum, einhver mið-
aldra maður mun verða yður
andvígur, en þér verðið að vera
staðföst. Þegar þér giftist, flytj-
izt þér langt í burtu, sennilega
í aðra álfu. Eina gíneu til boða
aumingja svertingjunum trú
fyrir.“
„Ég er yður svo þakklát,“
sagði frú Mac Leary, og veiddi
eitt pund og einn skilding úr
buddunni, „ég er yður svo ægi-
lega þakklát! Gætuð þér sagt
mér, frú Myers, hvað þetta
kostaði andstreymislaust?"
„Það er engin leið að múta
spilum,“ anzaði gamla konan
virðulega. „Hvað gerir faðir
yðar?“
„Hann er hjá lögreglunni,“
laug unga frúin með sakleysis-
svip. „Hjá rannsóknarlögregl-
unni.“
„Jæja,“ sagði sú gamla, og
tók þrjú spil úr hrúgunni.
„Þetta er ljótt, mjög ljótt að
sjá. Segið honum kæra, að það
vofi yfir honum mikil hætta.
Hann ætti að koma hingað til
að fræðast betur. Það koma
hingað margir úr Scotland
Yard og biðja mig að spá í spil
fyrir sig; þeir segja mér alltaf
létta. Sendið hann bara til mín.
Þér segið að hann sé í pólitísku
deildinni? frú Jones? Skilið til
hans, að ég eigi von á honum.
I guðs friði, kæra ungfrú Jones.
næsti.“
„Ekki líkar mér þetta,“ sagði
herra Mac Leary, og klóraði
Framhald á bls. 38.
Hispursmey
Framhald af bls. 34.
hlyti að sleppa við málsókn,
sem af þess leiddi. En þegar hún
sá, hversu mjög Dorrie Ambler
líktist henni, varð henni Ijóst,
að blöðin mundu brátt grafa
upp náinn skyldleika þeirra.
Það var á þessu stigi málsins
sem ákærð gerði samsæri með
manni að nafni Dunleavey Jas-
par, sem hafði komizt á slóð
ákærðu, og árangur þessa sam-
særis.“
Framhald í næsta blaði.
DANSSKOLI HERMANNS RAGNARS
Skólinn tekur til starfa
1. október
Skólinn tekur til starfa 1. október.
Barnadansar og samkvæmisdansar fyrir börn,
unglinga og fullorðna.
Kennsla fer fram í Skátaheimilinu viS Snorrabraut,
Einkatímar og smáhópar eftir nánara samkomulagi,
Innritun og nánari upplýsingar daglega í síma 33222.
3B FALKINN