Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 38

Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 38
Hauskupan heilaga Framh. af bls. 33 dveljast á himnum.““ Þannig segir í hinum helgu bókum,“ sagði frændi hans, þar sem þeir stóðu hlið við hlið á bökkum fljótsins. Rashil svaraði ekki. Honum varð ljóst, að höggið, sem hann hafði greitt af svo áköfum sársauka og uppreisn, var í rauninni högg fyrir framtíðina, framtíðina, sem Padmaya hafði talað um. Því að hann vissi, jafnvel þegar hann stóð hér á bökkum Ganges, að aldrei myndi hann leyfa syni sínum, sem enn var ófæddur, að líða kvöl þessarar stundar', Frá þeirri stundu ætlaði hann að frelsa son sin. Og nú, þegar hann hafði uppfyllt skyldu sína við fortíðina, vissi hann, að hann var líka frjáls. Spákonan Framh. af bls. 36. sér í hnakkanum hugsi, ekki líkar mér þetta, Kata. Þessi kerling hafði of mikinn áhuga á pabba þínum sálaða. Þar að auki heitir hún ekki Myers, heldur Meilrhof og er frá Lúbeck. Þjóðverjaskömmin,“ sagði herra Mac Leary, „hvern- ig náum við taki á henni? Ég veðja fimm á móti einum, að hún veiðir upp úr fólki margt, sem hana varðar ekkert um. Veiztu, að ég ætla að tilkynna þetta.“ Og herra Mac Leary var svo framtakssamur að tilkynna þetta á æðri stöðum; og þótt undarlegt megi viiðast var ekki tekið létt á málunum, og þannig atvikaðist það, að hin virðulega frú Myers var boðin til herra Kelley dómara. „Jæja frú Myers,“ sagði dóm- arinn, „hvað er, í Guðs nafni athugavert við spilaspárnar hjá yður?“ . „Æi jæja,“ sagði gamla kon- an, „maður verður að hafa eitt- hvað fyrir sig að leggja. Á mín- um aldri fara menn nú ekki að dansa í fjölleikahúsum.“ „Hemm,“ sagði herra Kelley. „En hér liggur fyrir kæra þess efnis, að þér spáið ranglega í spil. Kæra frú Myers, það er eins og þér selduð moldarkök- ur í staðinn fyrir súkkulaði. Menn eiga heimtingu á heiðar- legum spádómi fyrir eina gín- eu. Afsakið, en hvernig getið þér spáð, þegar þér kunnið það ekki?“ „Sumt fólk kvartar ekki,“ anzaði gamla konan. Sjáið þér til, ég spái það, sem mönnum fellur í géð. Ánægjan, herra, er þessara virði örfáu skildinga. Og stundum hittir maður raun- verulega í mark. ,,Frú Myers,“ sagði frú nokkur við mig um daginn, „enn þá hefur engin spáð eins vel fyrir mig í spil og gefið mér eins góð ráð og þér.“ „Hún býr í hverfi heilags Jóns og er að skilja við manninn sinn.“ „Bíðið þér við,“ greip dómar- inn fram í. Hérna höfum við vitni á móti yður. Segið okkur allt af létta, frú Mac Leary.“ „Frú Myers spáði mér því, sagði frú Mac Leary fljótmælt. ,,að ég giftist að ári liðnu; að ég eignaðist ungan og afarauð- ugan mann, sem ég fari með í aðra álfu.“ „Hvers vegna í aðra álfu?“ spurði dómarinn. „Af því að í öðrum stokkn- um var spaðatía, og hún tákn- ar víst ferðalög,“ sagði frú Myers. „Endaleysa,“ þrumaði dóm- arinn. „ Spaðatía táknar von. Spaðagosi merkir ferðalög; en fylgi spaðasjöið þá táknar hún ábatasamt ferðalag. Frú Myers, þér leikið ekki á mig. Svo að þér hafið spáð vitninu, að það giftist auðugum ungum manni að ári liðnu; en frú Mac Leary hefur nú verið gift hinum fræga lögreglufulltrúa Mac Leary. Frú Myers, hvernig út- skýrið þér þessa endaleysu?“ „Guð minn góður,“ sagði sú gamla rólega, „en þetta getur komið fyrir. Þessi manneskja kom til mín heldur áberandi klædd, en annar hanzkinn hennar var götóttur; það er að segja hún á ekki allt of mikið af peningum, en vill samt fylgjast með tízkunni. Hún sagðist vera tvítug, en er í rauninni hálfþrítug —.“ „Tuttugu og fjögra,“ hreytti frú Mac Leary út úr sér. „Það er alveg sama; hún vill giftast samt — það er að segja, hún segist vera ungfrú. Þess vegna spáði ég henni giftingu og auðugum brúðguma; mér fannst það eiga bezt við.“ „Og erfiðleikarnir, miðaldra maðurinn og sjóferðin?“ spurfi frú Mac Leary. „Til þess að þetta væri meira í munni,“ sagði frú Myers blátt áfram. „Menn verða að spá miklu fyrir heila gíneu.“ „Þetta nægir,“ sagði dómar- inn. „Frú Myers, þetta er ár- angurslaust, það eru svik að spá svona í spil. Menn verða að hafa vit á þeim. Að vísu eru uppi ýmsar kenningar, en mun- ið þér það, að spaðatía táknar aldrei, hún táknar aldrei ferða- lög. Yður er gert að greiða 38 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.