Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 39
fimmtíu punda sekt eins og
þeim, sem svíkja matvæli og
selja verðlausar vörur. Þér er-
uð þar að auki grunuð um
njósnir, frú Myers, en ég held,
að þér játið það ekki.“
„Það er jafnsatt og guð er á
himnum,“ hrópaði frú Myers,
en herra Kelly greip fram í
fyrir henni. „Jæja, jæja, látum
það kyrrt liggja; en þar eð þér
eruð útlendingur án fastrar at-
vinnu, þá neyta yfirvöldin rétt-
ar síns og gera yður landræka.
Verið þér sælar, frú Myers.
En ég segi yður, að það er hálf-
gerð mannvonzka og samvizku-
leysi að spá svona falskt í spil.
Þér skuluð muna það, frú
Myers.“
„Hvað á ég til bragðs að
taka,“ andvarpaði sú gamla.
„Einmitt þegar fyrirtækið fór
að bera sig. —“
Tæpu ári síðar hitti Kelley
dómari Mac Leary fulltrúa.
„Gott veður í dag,“ sagði dóm-
arinn ljúfmannlega. „Svo ég
víki að öðru, hvað er að frétta
af frúnni?“
Herra Mac Leary leit á hann
súr á svipinn. „Nefnilega, sjá-
ið þér til ... herra Kelley,“
sagði hann hálfvandræðalegur,
„frú Mac Leary og ég . .. við
skildum nefnilega.“
„Hættið þér nú alveg,“ sagði
dómarinn undrandi, „svona
ung og falleg kona.“
„Það er nú einmitt,“ sagði
herra Mac Leary, „en einhver
ungur slæpingi . . . einhver
kaupmaður eða milljónamær-
ingur frá Melbourne tók hana
með trompi . . . Ég reyndi að
koma í veg fyrir þetta . ..“
Herra Mac Leary fórnaði hönd-
um vonleysislega. „Þau fóru
fyrir viku til Ástralíu.“
Þrítugur iðjuhöldur
Framhald af bls. 9.
sinn. Þarna var ég flest kvöld
og vann með fleiri strákum við
að smíða. Aðallega voru það
eldhúskollar og eldhúsborð og
svo barnarúm, sem við smíð-
uðum. Vinnudagurinn var oft
langur, maður var að stofna
heimili, þurfti að standa í skil-
um með afborganir og langaði
til að ráðast í stærra.
— Þarna vorum við í eitt-
hvað sjö eða átta mánuði. Þá
fluttist fyrirtækið að Hverfis-
götu 49, í kjallara hússins, sem
þá var í smíðum. Um leið réðist
til mín Hafsteinn Sölvason,
sem síðan hefur starfað hjá
mér, og er nú verkstjóri og
meistari yfir verkstæðinu.
Þarna vorum við í rúm tvö ár
og allt gekk eins og í sögu. Þá
fluttumst við hingað að Braut-
arholti 6 og réðumst í það að
taka alla aðra hæð hússins.
— Hvað voru þá margir
menn í vinnu hjá þér?
— Eitthvað sex eða átta.
— Og núna?
— Um þrjátíu. Önnur hæðin
varð fljótlega of lítil og nú
erum við einnig á þriðju og
fjórðu hæðinni.
— Og þú ætlar enn að færa
út kvíarnar?
— Já, það er ætlunin. Ég
hef fengið 6000 fermetra lóð
inn við Grensásveg og þar
ætla ég að reisa verksmiðju,
sem verður öll á einni hæð.
5
Við gengum inn í verksmiðj-
una á annarri hæð, inn af
skrifstofunni. Á þessari hæð
fer frumvinnslan fram. Viður-
inn er sagaður í fullkomnum
nýtízku vélsögum niður í þær
stærðir, sem við á. Fjalir í
skrifborðsskúffu og svefnher-
bergissett fengu sína réttu
mynd, aðrar voru sniðnar niður
í vegglista fyrir vegghúsgögn-
in. Á þessari hæð er viðurinn
einnig spónlagður með hin-
um ýmsu spóntegundum, því
smekkur hins almenna kaup-
anda er misjafn. Einn vill hafa
sín húsgögn með mahogný-
spóni, annar vill tekk. Vélar-
gnýrinn þarna inni var ærandi,
svo vart heyrðist mannsins mál
og viðarlyktin ilmaði.
í öðrum endanum á þriðju
hæðinni fer fram lokavinnslan
undir samsetningu. Hinir ein-
stöku húsgagnahlutir eru snur-
fusaðir til og síðasta vélavinnan
framkvæmd. Einnig þarna eru
notaðar nýtízku vélar til allra
starfa. Ein, sem verið var að
vinna við, dró sérstaklega að
sér athygli okkar. Það er borvél
mn mikil, sem getur borað 2o
göt samtímis og hægt er að
stilla á ýmsa vegu, og einnig
láta ganga sjálfvirka. Hún
sparar bersýnilega mörg hand-
tökin, vélin sú, ekki hvað sízt
við smíði vegghúsgagnanna.
— Mér varð snemma ljóst,
hver nauðsyn verksmiðjum,
sem þessari, er að hafa góðan
og mikinn vélakost, sagði Birg-
ir. — Góð vél, sem stjórnað er
af góðum manni vinnur á við
marga menn og vinnur hlutina
af mikilli nákvæmni. Við höf-
um því alltaf lagt á það
áherzlu, að hafa góðar og vand-
aðar vélar hér við framleiðsl-
una.
Á fjórðu hæð fer fram spón-
skurður, einnig í nýrri og full-
kominni vél. Aðalstarfsemin á
þeirri hæð er þó samsetning
húsgagnanna. Þar er lögð síð-
asta hönd á þau, allt yfirfarið
og þess vandlega gætt, að eng-
ir gallar fyrirfinnist. Þarna
verða skrifborðin til, fjölum er
raðað saman, og úr verða svefn-
herbergissett og ótal margir
aðrir hlutir. Skúffurnar eru
heflaðar, svo þær verði ekki of
stífar í og læsingar prófaðar.
Þetta er nostursvinna, sem
mikið ríður á, að samvizku-
samlega sé af hendi leyst.
í öðrum enda þriðju hæðar-
innar er svo lagerinn. Þar ræð-
ur ríkjum Davíð Guðmundsson
sölustjóri. Þarna stóðu hús-
gögnin, tilbúin að verða send
í einhverja húsgagnaverzlun-
ina. Ljósmyndarinn var með
hálfgert múður yfir því, að
ekki væri unnt að taka mynd
af Davíð fyrir framan nógu
stóran stafla af húsgögnum. —
Það er ekkert skrítið, sagði
Davíð. Húsgögnin standa hér
aldrei lengi við, þau fara í
verzlanirnar jafnóðum og þau
eru framleidd. Við liggjum
aldrei með stóran lager og það
segi ég alltaf að séu beztu með-
mælin með framleiðslunni.
Eftir að hafa kynnzt þannig
nokkuð framleiðslunni, gengum
við með Birgi upp í setustofu
á efstu hæðinni, þar sem sér
út yfir Sundin til Esjunnar.
— Það væri ekki úr vegi,
Birgir, að spyrja þig núna,
hvaða húsgögn þið framleiðið
aðallega?
— Við höfum alla tíð lagt
mikla áherzlu á skrifborð. Fyrir
þremur eða fjórum árum fórum
við svo að framleiða vegghús-
gögn, og þau munu nú nema
um þriðjungi framleiðslunnar.
Þá framleiðum við einnig mikið
af svefnherbergissettum, og svo
talsvert af borðstofusettum og
sófaborðum.
Hvað viltu svo að lokum
segja um framtíð íslenzks hús-
gagnaiðnaðar?
— Ja, — hvað skal segja.
Islendingar halda náttúrlega
áfram að kaupa sér húsgögn
og íslenzkir húsgagnaframleið-
endur verða að fullnægja þörf-
um þeirra og kröfum, bæði
hvað verð og gæði snertir.
En ég myndi segja, að við ætt-
um að fara að snúa okkur
meira að því í að vinna markaði
erlendis fyrir húsgögnin okkar.
Þau íslenzk húsgögn, sem sýnd
hafa verið erlendis, hafa vakið
mikla athygli, og auðvitað kem-
ur að því, fyrr eða síðar, að
við förum að flytja út húsgögn.
En til þess að vinna markaði
erlendis þarf gífurlegt fjár-
magn og það er ekki við því
að búast, að neinn einstakling-
ur hafi bolmagn til þess eða
vogi peningum sínum í það,
við þurfum að veita miklu
meira fjármagni til þess. Einnig
finnst mér sjálfsagt, að hið
opinbera gefi eftir innflutnings-
tolla á því hráefni, sem notað
er í húsgögn til útflutnings-
framleiðslu. Þetta hefur verið
gert á öðrum sviðum. Svo er
það eitt, sem gjarna mætti
minnast á: Okkur vantar menn
í stéttina, það eru allt of fáir
lærðir húsgagnasmiðir til hér.
— En vonandi stendur þetta
allt saman til bóta.
Einangrimargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIÐJAM H.F.
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
Shodh
M®)—<»
CirrnJiÆ. s iwaiMia er
KJORINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGK
RYÐVARINN.
RAMMBYGGÐUR ,
AFLMIKILL
OG ÓDÝRARI
TÉKHNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
VONARSTRtTI 12. SÍMI 37SSI
Játkiun flýgur út