Fálkinn - 02.03.1964, Page 4
Marni Nixon
Fyrir nokkni eíðan barst
okkur bréf í pósthólfið þar sem
spurst var fyrir um hvort að-
alleikaramir í West Side Stoi-y
syngju sjálfir í myndinni eða
hvort einhverjir syngju fyiir
þá. Við svöruðum á þá leið að
þeir gerðu það sjálfir að Nat-
alie Wood undanskilinni. Henn-
ar hlutverk væri sungið af ein-
hverri 'konu sem við kynnum
ekki na,fn á.
Sú sem syngur fyiir Natalie
Wood heitir fullu nafni Mar-
garet Nixon Mac Tathorn og
er 32 ára að aldri. Allan sinn
aldur hefur hún átt heima i
Hollywood eða nágrenni. Tíu
éra gömul hlaut hún verðlaun
fyrir söng sinn í skólasam-
keppni og söng hún þá Dónár-
valsinn (Dóná svo blá, svo
blá). Sautján ára hætti hún
ekólagöngu og réðist til starfa
hjá M-G-M. Sína fyrstu 35
doliara vann hún sér inn er
hún söng fyrir Margaret
O’Brien. Núna fær hún allt að
10.000 dollara fyrir mynd sem
hún syngur í.
1 West Side Story syngur
hún fyrir Natalie Wood svo
eem fyrr segir. 1 Konungurinn
og ég söng hún fyrir Deborah
Kerr og hún söng einnig fyrir
Janet Leigh í Pepe sem nýlega
var sýnd í Stjörnubíó, 1 kvik-
myndinni sem gerð verður eftir
My Fair Lady mun hún syngja
hlutverk Elisu en svo sem
kunnugt er mun Audrey Hep-
born leika það hlutverk.
Marni Nixon eins og hún
kallar sig hefur nokkrum sinn-
um sungið með New York Fil-
harmoníuhljómsveitinni. Þá
hefur hún einnig sungið inn á
margar hljómplötur hin ólík-
ustu verk alit frá Bach til
Sout.h Pacific.
4 FÁLKINN
Xavier Cugat
Sjáiísagt hafið þið oftar en einu
sinni heyrt í hljómsveit Xavier Cug-
at og notið þeirrar listar með mik-
illi ánægju. Skömmu fyrir jól var
hann á ferðalagi í London ásamt
konu sinni Abbe Lane og skruppu
þau saman á bar nokkurn þar 1
borginni. Nokkuð mun hafa verið
þröngt á bamum og þegar Abbe
var að olboga sig í gegnum þvög-
una snerist að henni góðglaður ná-
ungi og fór að láta vel að henni.
Cugat brása hinn versti við svosem
við var að búast og þurfti þrjá
menn til að halda honum. Annars
var sagt að reiði Cuta hefði ekki
snúizt gegn hinum góðglaða náunga
heidur konunni sem hann sagði að
hefði gefið manninum ástæðu til
þessara blíðuláta hans. Sættir munu
þó hafa tekizt 1 máiinu og héldu
hjónin heim á hótelið eins og ekk-
ert hefði skeð.
Gamanleikarar
Þeir eru margir sem halda því fram að
skopmyndimar hafi verið miklu betri i
gamia daga heldur en nú á tímum. Það
eru gömlu sannindi og ný að heimur
vernsandi fer.
Nýja Bíó sýndi fyrir nokkru þrjór
syrpur af myndum frá fyrstu dögum
kvikmyndanna og Tónabíó sýndi einnig
þrjár myndir Charlie Chaplin. Þessar sýn-
ingar nutu allar mikilla vinsælda og er
það verulega athugandi fyrir kvikmynda-
húsin hvort ekki væri ráðlegt að sýna
meir þessar gömlu skopmyndir.
Við birtum hér þrjár myndir af kunn-
um kempum frá tímum þöglu skopmynd-
anna. Fyrst er mynd af konungi þeirra
Chariie Chaplin í hlutverki veðlánarans.
Þá er mynd af bróður hans Syd Chaplin
en þrátt fyrir góðan leik varð hann að
sætta sig við þau dapurlegu örlög að falla
í skugga bróður síns. Að lokum er svo
mynd af Buster Keaton í mynd hans
Hershöfðinginn en auk þess sem hann var
framleiðandi og leikstjóri þeirrar myndar
samdi hann einnig handritið og fór með
aðalhlutverkið Austurbæjarbíó mun vænt-
anlega sýna þessa afbragðsgóðu grín-
mynd á þessu ári og mun það mörgum
tilhlökkun.