Fálkinn - 02.03.1964, Page 13
fannst honum að hann væri
henni andstæður, eins og hann
raunar grunaði; hann þjáðist í
nærveru hennar, fannst hann
vera ósiðaður og óheflaður og
varð vegna hennar óstyrkur eins
og óframfærinn skóladrengur.
Hugmyndin að bókinni varð
honum til lífs, hann hafði sökkt
sér í nýjar rannsóknir og áætl-
anir, sýndi sjálfum sér enga lin-
kind og reyndi að ganga fram
af sér með því að vinna alltaf
til miðnættis, nema þau kvöld
sem hún óskaði eftir að sýna
hann einhverju fólki. Hann sýndi
hvorki sjálfum sér né Marion
neina linkind. Hann lét hana
Vinna, kvöld eftir kvöld. Þegar
hann síðan kom seint heim eitt
kvöid knm hann að Mildred í
bókaherberginu, þar sem hún beið
eftir honum. Hann hafði tekið
eftir ljósi þar og hélt hann
hefði gleymt að slökkva. Þarna
sat hún með bók í keltu sér og
beið. En hún las ekki. heldur
sat aðeins með bókina og beið.
óvenju rjóð í framan. Hann varð
undrandi og kvfðinn, bar til
hann uppgötvaði. að hún var
ösku-oið og sýniiega í hans garð.
„ Hvar hefurðu verið.“ byrj-
aði hún og rómurinn var kaldur
og hvass.
„Nú, á rannsóknarstofunni",
svaraði hann blátt áfram.
,,Hvað hefurðu verið að gera?“
svaraði hún hranalega.
„Nú, hvers vegna? Unnið“.
svaraði hann hissa.
„Ætlarðu að segja mér að þú
hafir unnið aleinn til miðnættis
öll þessi kvöld“, sagði hún.
„Auðvitað", svaraði hann ein-
feldningurinn. „Þar var enginn
nema Marion".
„Nema Marion" át hún upp
eftir honum, og þá varð honum
Ijóst, hvað henni bjó f huga.
Hann lét fallast í stól, skyndi-
lega varð hann þreyttur og um-
komulaus.
Guð minn góður, þessu trúði
hún á hann — en lét sig engu
skipta tryggð hans og ósvikna
ást um áraraðir.
„Mildred" hvíslaði hann.
„Ég get ekki þolað þetta'1,
sagði hún og grét beizlega. „Aðr-
ar konur geta þolað svona lag-
að, en ekki ég. Þú hefur svift
mig æsku minni og ég hef fóm-
að þér lífi mfnu, alið þér börn,
gefið þér allt og þetta eru laun-
in. Ég hef ekki fyrr sagt þér
að ég sé södd orðin af „svona
löguðum hlutum" fyrr en þú
fitjar upp á tvíræðum leik. Þú
hefur alltaf haft of mikla kyn-
orku, jafnvel vinna þfn stafar
af of mikilli kynorku......
Nú þoldi hann ekki lengur
mátið.
„Hættu", hrópaði hann. —
„Hvernig geturðu sagt annað
eins, Mildred, hvað gengur að
þér, ástin. Athugaðu, hvað þú
ert að segja. Ég er maðurinn
þinn, ástin mín, elskuhugi þinn".
Og allt f einu fór hann að
hágráta.
Ætíð er hann minntist þessa
sfðar, skammaðist hann sín fyr-
ir grátinn, en þó var þetta ef
til vill bezta leiðin. Þó hafði
það gengið svo langt, að hún
varð hrærð og þegar hann kraup
á kné og gróf andlitið f skauti
hennar, sat hún grafkyrr og
hafði eftir dálitla stund, hálf-
vegis á móti vilja sínum, fitlað
lítillega við hárið á honum og
lagt eyrun við öllu, sem hann
sagði.
„Aldrei, aldrei hef ég hugsað
um aðra en þig — hún er mér
ekkert — ekkert nema aðstoðar-
stúlka, hjálparhönd, — heili. Þú
ert konan mín, þú ert ástin
mín, ég er ekki eins og þessir
veniulegu karlmenn".
En áður en hún svaraði og
áður en hann hætti að kiökra
og stama heyrðu þau fótatak
frammi á gangi. Bob og Molly
voru að koma úr veizlu og höfðu
boðið einhverjum kunningjum
sínum með sér inn. í forstof-
unni bergmáluðu hlátrasköll og
háværar raddir.
„Stattu upp, börnin eru að
koma", hvíslaði Mildred og
stjakaði harkalega við honum og
hann reis þyngslalega á fætur.
Fyrir löngu hafði hann tekið
eftir, að hún reyndi að leyna
bömin ástalífi þeirra, eins og
hún héldi, að það mundi særa
börnin, ef þau vissu, að foreldr-
ar þeirra ynnu hvort öðru hug-
ástum.
Þegar þau komu inn í bóka-
herbergið með miklu háreysti sat
hann andspænis henni í hæg-
indastól og tottaði pípuna sína.
Þau litu út eins og friðsöm,
gömul hjón, sem biðu eftir böm-
um sínum úr gleðskap.
Þegar bömin vom farin að
hátta var ekkert — alls ekkert
meira að segja. Hún setti bæk-
urnar á sinn stað á borðinu og
kyssti hann köldum kossi á enn-
ið; og sagði: „góða nótt, elskan"
og það var allt og sumt. En eft-
ir þetta var hún vingjarnlegri
f hans garð og þeim kom vel
saman. f nokkra daga fannst
honum óþægileg návistin við
Marion á rannsóknarstofunni og
sýndi henni hálfgerðan hrana-
skap. En þessir dagar liðu einn-
ig og hann gleymdi — eða næst-
um því gleymdi, þessu kvöldi
í bókaherberginu.
N
■ ^ ú leit hann á hana ung-
um, hálfluktum augum og áleit
hana enn þá fegurstu konu, sem
hann hafði séð. Á þessum morgni
fannst honum hann vera ham-
KONA
SEM
EKKI
GETIIR
ELSKAÐ
Smásaga
eftir
Pearl S. Buck
ingjusamur maður að eiga svo
undurfagra, góða og tryggakonu.
Konur vom viðkvæmar vemr.
Maður varð að taka því, sem
þær veittu og umgangast þær af
nærgætni. Hann hafði nú lokið
morgunverði sínum, stóð upp,
þurrkaði sér umhyggjusamlega
um varimar og beygði sig niður
til að kyssa hana.
„Bless, ástin mín“, sagði hann.
„Ég kem stundvíslega heim í
hádegismat og reyni að koma í
fyrra lagi heim úr vinnunni í
kvöld".
„Bless, elskan," svaraði hún
róleg og sneri að honum vanga
svo að hann gæti kysst hann.
Bréfið frá Indlandi hafði ger-
breytt öllu. þegar hann kom inn
f vinnuherbergið, settist hann
niður og las enn einu sinni bréf-
ið frá upphafi til enda. Bréfið
var skrifað í ákafa og af eld-
móði og endaði í auðmjúkri bón.
„Komið þér — komið þér til
okkar", skrifaði herra Dhas sín-
um gamla prófessor, ég þarfn-
ast yðar, þarfnast hjálpar yðar.
Ég vildi óska, að stúdentar mín-
ir mættu njóta þeirrar hjálpar,
sem þér veittuð mér einu sinni.
Við þörfnumst yðar mjög, kæri,
kæri herra og ég hef gnægð af
nýju efni, sem mig langar að
leggja á yðar vald til notkunar
í hinu nýju og mikilvægu bók
yðar".
M
B I ann lagði bréfið frá sér,
brosti og leit í kringum sig í her-
berginu. Það yljaði honum um
hjarta rætur, hversu mjög ein-
hver þarfnaðist þess, er hann
hafði að gefa. Og svo var auðvit-
að þetta nýja, óborganlega efni,
en að vísu var hægt að senda það
í pósti. Hins vegar þörfnuðust
þeir hans sjálfs, á staðnum.
Dhas var óvenju ungur sem
prófessor og hafði ráðizt í rann-
sóknir, sem voru honum um
megn. Hann minntist hugsjóna-
glóðarinnar í augum hins unga
Indverja. Hann hafði sýnt hon-
um vináttu á háskólaárum hans
og Indverjinn. hafði aldrei gleymt
því. Hann var sí og æ að senda
honum hinar fáránlegustu gjafir
og ekki styttust bréfin frá hon-
um, þótt fimm ár væru liðin.
Honum þótti miður að hafa
aldrei getað boðið honum til sfn,
en Mildred hafði lagzt á móti
því. Hún hafði andúð á erlend-
um stúdentum — af einhverjum
ástæðum vegna Mollyar .......
— Enn las hann bréfið og brosti.
Og þá fékk hann allt í einu hug-
mynd. Hann ætlaði að svara
bréfinu og útskýra að þvf miður
gæti hann ekki komizt til Ind-
lands vegna brúðkaups dóttur
sinnar. Hann studdi á hnapp á
skrifborðinu og Marion Crowne
birtist.
„Góðan daginn, Marion" sagði
hann og brosti til hennar. ,,Ég
hef fengið svo hjartanlegt bréf
frá Dhas, að mig langar að
svara því strax, meðan ég er
í skapi til þess".
Hann las henni greinilega fyr-
ir ástæður þær, sem lágu til
þess, að hann komst ekki til
Indlands og Marion skrifaði eft-
ir honum fljótt og vel. Hann
virti fyrir sér æfða hönd henn-
ar fljúga yfir pappírinn og bíða
síðan frekari skipunar.
„Hvað efninu viðkemur —“
En áður en hann gæti haldið
áfram máli sínu, leit hún upp
og lagði blýantinn og skrifblokk-
ina á skrifborðið sitt.
„Doktor Barclay", sagði hún.
„Hvers vegna farið þér ekki til
Indlands?"
Hann varð afar hissa og svar-
aði vingjamlega:
Framhald á bls. 26
FÁLKINN 13