Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Page 18

Fálkinn - 02.03.1964, Page 18
MIIMKANA VEIÐIR J Fálkinn bregður sér á minkaveiðar og nýtur fulltingis Carlsens — einn maður og fimmtíuogfimm hundar — bensínbrúsar og dýnamítsprengjur gegn minkunum — TEXTI: JÖKULL JAKOBSSON. MYNDIR: RUNÖLFUR ELENTÍNUSSON. Á hátíðlegum þjóðræknisstundum er íslendingum ofarlega í huga þær plág- ur sem yfir þjóðina hafa dunið af völd- um Guðs Qg Dana undanfarnar sjö ald- ir, og er það haft til marks um yfir- burði kynstofnsins að hafa þraukað af þær ógnir. Hinsvegar erum við ögn hljóðari um þær plágur sem við höfum kallað yfir okkur sjálfir. Hér verður lítið eitt drepið á eina þeirra, aðrar skuium við ekki nefna í bili. Það var einhverju sinni að forráða- menn þjóðarinnar fengu einu sinni sem oftar bráðsnjalla hugmynd um hvernig mætti bjarga hinum alræmda þjóðar- hag. Snjallræðið var í því fólgið að flytja inn loðdyr nokkur sem kvenfolki var einkar hugljúft að bera um háls- inn á dansiböllum og frumsýningum, að vísu aðeins feldinn af nefndu dýri og glerperlur hafðar í augna stað. Þó fór svo að þessu dýri var meira í mun að njóta frelsis undir berum himni en liggja á meltunni í þröngum búrum og bíða þess að veifa skottinu á hvelfdum barmi einhverrar ungfrúarinnar. Það stóð á endum að um það bil sem þessi dýr höfðu nagað sig út úr búrunum eða sloppið fyrir tilverknað óvandaðra stráka eða trassafenginna eigenda og voru farin að leika lausum hala í hænsnahúsum og í æðarvörpum víðs- vegar um land, þá loks röknuðu stjómar-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.