Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Síða 7

Fálkinn - 14.09.1964, Síða 7
Góður strákur Jerry Jerry kai’linn Lewis getur tekið upp á ýmsu. Dag nokkurn þegar verið var að taka kvikmyndina „Who’s Minding the Store“, sagði Jill St. John að henni fyndist fílsungar svo óskaplega fallegir. Og þegar hún kom til vinnunnar daginn eftir beið einn eftir henni. Og sá sem staðið hafði fyrir þessu var auðvitað Jerry Lewis. Það sem er þó hvað merkilegast við þessa mynd er að á henni er Jerry eins og hann á að sér án þess að vera með nokkrar glennur. Ekki aldeilis í rénun Dóttir Ingrid Bergman leikur í sinni fyrstu mynd Pia, dóttir Ingrid Bergman, hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd og það var enginn annar en Vittorio de Sica sem stjórnaði þeirri mynd. Pia heitir raunar Joan en hefur tekið upp þetta leikkonunafn. Hún stundaði nám í Bandaríkjun- um og var gift þar í eitt og hálft ár. Með Pia leikur í myndinni Sophia Loren og sjáum við þær hér í hlutverkum sínum. Predikarinn og púkinn Hve glöð er vor æska. Það er sagt svo já. Þeir eru margir sem halda því fram að bítlaæðið sé í rénun og þótt það kunni eitt- hvað að minka á næstunni þá er það víst að bítlarnir frá Liverpool eru á grænni grein því þeir ku leika ágætlega í kvikmynd. En hér birtum við mynd sem sýnir að vin- sældir þeirra eru hvergi nærri að dala. Þessi unga stúlka er í kjól með myndum af þeim á bakinu og svona kjól- ar ku kosta um fimmtíu krónur danskar. Og við höfum það eftir öruggum heimildum að svona kjólar finnist einnig hér í Reykjavík. DOIXIIXII James Bond Um daginn spurði sonurinn: Er það satt pabbi að Adam hafi verið skapaður á undan Evu svo hann gæti sagt nokkur orð áður en hún byrjaði að þrasa? Einhver mest seldi höfundur um þessar mundir er tvímælalaust Ian Fleming sem nýlega er látinn. Aðalpersónan í bókum hans er njósnarinn James Bond sem með yfirnátúrulegum hætti vinnur hverja þrautina á fætur annarri. Nokkrar sagnanna um James Bond hafa verið kvikmyndaðar og bráðlega mun ein þeirra sjást hér Dr. No. Sean Connery heitir sá sem leikur Bond á hinu hvíta tjaldi og gerir hann það með miklum glæsibrag. Þótt Fleming geti nú ekki lengur skrifað þarf hann engu að kvíða því Alfred Hitchock hefur tekið hann upp á sína arma og fengið honum hlutverk svo framtíðinni ætti að vera borgið. En nógu gaman væri að sjá hetjurnar þrjár saman á kvikmynd James Bond, Basil fursta og Percy hinn ósigrandi. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.