Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Page 8

Fálkinn - 14.09.1964, Page 8
LISTIN GÖFGAR Eins og allir vita eru aparnir, forfeður okkar allra í þráðbeina karl- og kvenleggi, hin greindustu dýr eins og afkomendur þeirra, og kemur sú greind fram á ýmsum sviðum, jafnt listum sem geimferðum. Þeir bera gott skynbragð á tónlist og ku þykja bítlamúsikin bráðskemmtileg og jafnvel kunna að meta sinfóníur líka, ; ef þær eru ekki því Iengri, en grípa hins- vegar fyrir eyrun, ef elektrónísk músik er framin. Og þá er alkunna, að þeir eru afbragðs listmálarar og standa þar sízt að baki ýmsum afkomendum sínum, hér- lendum sem erlendum. Það hefur meira að segja komið fyrir, að sprenglærðir listfræðingar hafa talið verk beirra verk afkomendanna og jafnvel reiknað út skyldleika við ákveðnar stefnur, gott ef ekld borið þeim stælingu á brýn í ofanálag. Að maður minnist nú ekki á hvað snobbunum fundust þær bráðsnjallar myndirnar, sem sýndar voru eftir apann um árið, þegar hann var titlaður prófessor, svona í gamni. Og hérna sjáum við einmitt einn forföður okkar að störfum. Hann heitir Pierre Brasseau, þekktur listmálari í heimalandi sínu, Svíþjóð. Svo látum við myndirnar tala (að m^stu). 8 ---.t-X'-:- •' Ugg-ugg-ugg-ijepp! segir Pierre Brasseau, en það þýðir: Gúdda, þú er fimmtugasti og fjórði blaðamaðurinn, sem biður um viðtal þessa vikuna. 4Já — hvernig var það nú aftur, sem ég ætlaði að bafa þetta. Ég vil helzt nota rautt dálítið, því ég eyddi bláa litnum í síðustu myndina mína. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.