Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Side 10

Fálkinn - 14.09.1964, Side 10
ÞaS er enginn hluti Ameríku betur út- búinn frá náttúrunnar hendi en Oregon. Hér höfum við djúpa, frjóa mold, villibráð og gnægð af laxi, milda vetur og góða heilsu; og á því herrans ári 1850, markað í Californíu fyrir allt sem við gátum sent þeim, á verði sem við gátum ekki trúað, jafnvel þegar við sáum peningana. En okkur vantaði enn nábúa, eina ráðinu til að viðhalda hjartahlýjunni. Hérna við brúna voru aðeins tvö hús. Frændi minn, Walter Rossner, og indæia konan hans, hún Anna, héldu heimili fyrir mig, aldraða frænku sína, foreldra Önnu, prestinn og frú Baird. og þrjá fjöruga syni þeirra, þau höfðu byggt á hinum bakka árinnar. og fleiri voru ekki langar leiðir í báðar áttir við afskekkta veginn okkar. Svo við buðum velkominn litla hógværa manninn, Hómer Willis, og laglegu frænk- una hans, hana Cordelíu, þegar þau settust að á nokkuð stóru landi hinum megin við brúna. Við komumst fljótlega að raun um, að Cordelía var fullkomlega húsmóðir á sínu heimili. Þetta var hennar land, hennar peningar, hennar búfé — allt var hennar. Hvernig hún fékk þá hugmynd, að kven- maður gæti ráðið öllu vissum við aldrei, en móðir hennar dó þegar hún var barn og faðir hennar, sem ól hana upp, var bróðir Hómers, og ef til vill eins hógvær og samvizkusamur. Að minnsta kosti hafði hann ekki kennt henni, að staður konunnar var á bak við karlmanninn. — Svo Cordelía stjórnaði, og var bæði kænn og framsýnn stjórnandi, satt að segja. Auðvitað hafði hún biðla á hverjum fingri — helmingur mannanna okkar í Oregon voru kvenmannslausir og ógift stúlka dró að sér hvern piparsvein í tvö hundruð mílna fjarlægð. En þeir urðu að lokum að gefast upp og fara eitthvað annað, vegna þess að Cordelía hafði ekkert að gera með eiginmann þá — þar sem hún vissi ekki að þingið hafði sett ný lög, og hún gat ekki — eftir allt saman — eignast landið sem hún elskaði svo mjög. Þetta var vendipunktur fyrir Cordelíu — þegar hún komst að því, að hún myndi tapa landi sínu. Bairdhjónin hefðu getað haldið henni innan takmarkanna, en hr. Baird var alltaf að predika í Oregonborg, og fjölskylda hans var með honum, svo við vorum skilin ein eftir með Cordelíu, til þess að dragast inn í slíka æsingu og hamagang, að ég get varla talað rólega um það enn þann dag í dag. Það var nóvemberkvöld og Anna leit af tilviljun út um gluggann og sá Hómer frænda koma eftir stígnum. „Hann lítur út fyrir að hafa áhyggjur,“ sagði hún og athugaði hann forvitnilega. „Veslings litli maðurinn. Ég verð að búa til dálítið sterkt te fyrir hann.“ Hún bauð honum inn og hann heilsaði okkur með holhljóði í röddinni og tyllti sér á stólbrún. „Ég kom til að biðja ykkur hjálpar," sagði hann taugaóstyrkur. „Sjáið þið til. Ég var á sýsluskrifstofunni í fyrradag, og komst þá að því, að Cordelía getur ekki eins og hún gerði ráð fyrir, haldið landinu undir eigin yfirráðum. j SMÁSACA EFTIR VIFTORIA CASE ÞARINIA KE!MUR BRIJÐ8JRIIM ÞÝÐAADI KOLHRIJN FRIÐJÖASOÓTTIR Landeigandinn verður að vera karlmaður, en samt má hann aðeins taka helminginn af landareigninni, nema hann eigi konu. Þá getur konan haft hinn helminginn á sínu nafni. Þetta var mikið áfall fyrir Cordelíu." Hann þurrkaði enni sitt. „Veslings Cordelía," sagði ég. „Samt sem áður er ein leið fær fyrir hana. Hún gæti gift sig. Hefur hún athugað það?“ „Það hefur hún raunar gert,“ sagði hann og fór hjá sér. „En ætlun hennar er svo fráleit að ég get ekki. . samt sem áður,“ hann andvarpaði, „lofaði ég að spyrja ykkur...“ Anna bjó teið í fljótheitum, smurði brauðið okkar og kom með elzta ostinn okkar, nógu sterkan til að veita, jafnvel slíkri mús eins og Hómer frændi var, hugrekki. „Það er aðeins einn maður, sem Cordelía telu sig geta gifzt,“ hélt hann áfram, þegar hann hafði drukkið fullan bolla, ,,og hann hefur ekki boðið sig fram. Að vísu heldur hún að hann sé hrifinn, en hann er svo upptekinn við vinnu sína, að hann gæti tafið of lengi. — Eins og þið vitið ef til vill getur gift fólk ekki tekið allt landið, fullar sex hundruð og fjörutíu ekrur, sem við höfum mælt út, nema það hafi gift sig fyrir 1. desember þessa árs og nú er nóvember þegar kominn. Svo hún hefur hugsað sér að bjóða sig þessum unga manni og hún biður ykkur um hjálp til að koma þessu í kring.“ Ég sneri mér krókalaust að efninu. „Hvaða manni?“ Hann sagði: „Hún hefur valið sér unga vegaverkfræðinginn, sem er að byggja brúna þarna niðurfrá við Salem. Hann heitir Keith Simmons.“ Ég dirfðist ekki að líta í augun á Önnu. Keith Simmons var ágætis ungur maður, en hann var jafnvel enn ráðríkari en Cordelía. Enginn efi hafði nokkurn tíma komast í huga hans að maðurinn ætti að stjórna sínu eigin húshaldi. Ég gerði mér í hugarlund, hvernig þau tvö byrjuðu í fyrirfram ákveðnu hjónabandi, hvort um sig býst við að stjórna hinu. Þetta gæti orðið skemmtilegt, hugsaði ég. „Heppilegur ráðahagur," hvíslaði ég. Anna sagði með hægð: „Við munum ráðgast við eiginmann minn, Walter. Ef honum lízt á þetta mun hann opna samningaleiðina. Á annan hátt getum við ekki skipt okkur af málinu.“ FALK.INN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.