Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Side 16

Fálkinn - 14.09.1964, Side 16
VIÐ ERUM A LEIÐ TIL ÍSLANDS eftir allar einkaeignir mínar hjá sveitinni, því ætlað var að ég kæmi bráðum aftur til hennar. Þessar eignir mínar sá ég aldrei aftur. Sama mánuðinn eftir að ég var farinn heim, hófst innrás Þjóð- verja inn í Noreg, Danmörku, Holland og Belgíu, og ekki leið á löngu áður en skriðdrekaherdeildir þeirra brutust gegnum frönsku línuna við Sedan og þutu fram bak við Maginot-virkið mikla. Að því búnu sneru þær norður, milli brezku og frönsku herjanna, og héldu áfram vægðarlaust til sjávarins. Brezki herinn varð því ein- angraður og neyddur til þess að hverfa aftur. Á meðan ég var að læra listir stríðsins í Wales, var stríðið komið í raun og veru til félaganna minna hinum megin við sundið. Seinna frétti ég um raunir þeirra og athafnir. Þeim tókst að eyðileggja nokkrar flugvélar, og auk þess, skriðdrega, með byssunum, þangað til þeir neyddust til að sprengja þær upp, til þess að koma í veg fyrir, að þær yrðu ekki teknar af Þjóðverjum. Þá drapst einn her- maðurinn hjá þeim. Hann dó vegna þess að hann fór of nálægt, þegar byssurnar voru sprengdar. Hersveitin fór með einkaeignir mínar Herskip, vöruflutningaprammar og lystiskútur voru notaðar til að flytja um 233,000 Englendinga og 100,000 hermenn aðra yfir sundið. alla leið til strandar Dúnkirkju. Þar urðu þaer Flestir munu hafa lesið um kraftaverkið við Dúnkirkju, þegar heill floti af smábátum og skemmtisnekkjum ýtti frá höfnum Suður Englands úr öllum áttum, stjórnað af fiskimönnum og „helgi- dagasjómönnum", og bauð þýzka flughernnm birginn. Brezki herinn missti allt, en það tókst að bjarga honum með ótrúlega litlu manntjóni úr klóm Þjóðverjanna. Um félaga mína fékk ég engar upplýsingar í marga daga. Þeir vissu auðsýnilega ekki, hvað þeir áttu að gera við mig, þeir á herskólanum, þar sem var ekki hægt að senda mig aftur til her- sveitar minnar. Mér var skipað að vera kyrr á skólanum og ég var látinn taka þátt í hverju nám- skeiðinu á eftir öðru. Ég varð sérfræðingur í öllum greinum áður en lauk. Auk þess varð ég dauð- leiður á fallbyssum. 17. júní 1940. bað Petain marskálkur vopna- hlés fyrir hönd Frakkanna, og þá gáfust upp um það bil ein milljón hermanna, flestir án þess að hafa einu sinni hleypt úr byssum sínum. Þjóð- verjarnir hernámu alla norður- og vesturhluta Frakklands og herdeildir þeirra stóðu ráðnar með- fram Ermarsundum, sum staðar ekki nema 30 km frá strönd Bretlands. í Englandi biðum við eftir innrás sem allir voru sannfærðir um, að hlyti að koma bráðum. Óbreyttir borgarar — kaupmenn, iðnaðarmenn, skrifstofufólk, bílstjórar — voru skipaðir í „heima- varnarliðið“ (Home Guard), og fengu hver sitt vopn, þótt ekki væri nema um haglabyssu eða einhvers konar spjót að ræða. Winston Churchill hélt þá sína frægu ræðu: „Við munum verja eyjuna okkar, hversu mikið sem það kostar. Við munum berjast á ströndunum, við munum berjast á flug- völlunum, við munum berjast á ökrunum og á götunum, við munum berjast á hæðunum; við munum aldrei gefast upp!“ 1. júlí þessa mánaðar hóf þýzki flugherinn, Luft- waffe, árásir á flugvelli Suður Englands, en hann hafði verið fluttur vestur til þess. Með rúmlega 1000 sprengiflugvélum og 800 orrustuflugvélum, var það ætlun Hitlers að útrýma brezka flug- hernum, R.A.F. Þá myndi vegurinn verða opinn þýzka flotanum og Wehrmacht — landher hans —• og herferðin „Sæljón“ eða innrásin ætti að hefj- ast. Til þes að koma í veg fyrir þessa áætlun hans, hafði R.A.F. 600 orrustuflugvélar af „Spitfire" og „Hurricane" gerðum og um það bil 1000 æfða flugmenn. Auk þess voru til tækin, sem hétu á þeim dögum „R.D.F“, eða Radio Direction Finding, en nú á dögum eru kölluð radar. Maður, sem hét Robert Watson-Watts, hafði fundið þetta upp fyrir fyrir fimm árum síðan, en nú reyndist það sannað hjálpræði í orrustunni, sem hófst — stærstu flug- orustu heimssögunnar. Þetta var „Bretlandsorr- ustan“, sem stóð frá júlí til október 1940, en náði hámarki sínu þann 15. september. í orrustunni dóu 449 flugmenn úr R.A.F., en Luftwaffa missti svo margar flugvélar að hann varð að hætta, og Hitler hætti einnig við innrásaráætlanir sínar. Á þeim tíma sagði Churchill um orrustuna: „Aldrei í sögu mannlegra athafna, hafa svo margir átt svo fáum eins mikið að þakka!“ Einn dag kallaði ofurstinn á mig og spurði, hvort ég vildi fara eitthvað handan um haf. Þegar ég vildi fá að vita meira, yppti hann öxlum. Annað- hvort vissi hann ekki, hvert ferðinni væri heitið, eða mátti ekki segja það. „Það verður að líkindum einhvers staðar, þar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.