Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Page 19

Fálkinn - 14.09.1964, Page 19
HINNI SVÚRTU Sigurður Klemenzson. var að fara suður til Afríku og vinna á vegum Sameinuðu- þjóðanna við ljósmyndun úr lofti, en þá var verið að vinna að nákvæmum landabréfum af þessum svæðum. — Hvar var þetta í Afríku? — Þetta var á vesturströndinni. Ég var þarna í þremur löndum, Sierra Leone sem telur um 2,5 milljónir íbúa, Nigeríu, sem telur um 35 milljónir íbúa, og Ghana, sem telur um 7 milljónir íbúa. Það var ákaflega misjafnt að búa í þess- um löndum. Mér féll ágætlega í Nigeríu og Sierra Leone en miður í Ghana. Þar er rekin ákaflega sterk þjóðernishreyfing, og þjóðarleiðtoginn NKruhma er tignaður sem guð. Þarna ■ fást póstkort sem sýna þennan þjóðarleiðtoga vera á tali við Jesú og annað eftir því. Það er ákaflega sterkur vörður alltaf í kringum hann og húsið sem hann býr í er víggirt enda verður hann að vera vel á verði, því oft hefur hann orðið fyrir morðtilraunum. Það er erfitt að vera útlendingur í Ghana og bezt að blanda sem minnstu geði við íbúana, því hvítir menn eru þar ekki vel séðir. Það kom fyrir einn okkar, að ekið var á bílinn hans þar sem hann var í fullum rétti, en engu að síður var hann sett- ur inn og mátti dúsa í fangelsi í þrjá mánuði án þess að mál hans væri tekið fyrir. Það var ekki fyrr en brezki sendiherr- ann í Accra fór í málið, að þessi vinnufélagi okkar var látinn laus. í þessu tilfelli hafði mál hans ekki verið tekið fyr- ír sem umferðarmál heldur var hann skoðaður sem hættulegur óvinur ríkisins, en í slíkum málum geta menn setið í fang- elsi árum saman án þess að mál þeirra sé tekið fyrir. í Sierra Leone eru um 140 kynkvíslar sem tala jafnmörg mál. Þeir hafa af þeim sökum tekið enskuna sem kennslumál í skólum, og öll blöð, sem koma út, eru á því máli. í Nigeríu eru eignilega tvær þjóðir, Norður og Suður Nigerar, og norðan menn þykjast — og hafa tals- Innfæddir aðstoðarmenn og véla- maður flugvélarinnar. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.