Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 20

Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 20
c Hér sjáum við málverk af dcottningunni af Soba samkvæmt hugmyndum nútímamálara í Ghana. SIJÐLR í HINNI SVÖRTIJ AFRÍKIJ vert fyrir sér í því — vera hinum fremri um flesta hk.d. Þetta land er eitt það auðugasta í álfunni og á áreiðanlega mikla framtíð fyrir sér. Hins vegar eiga öll þessi lönd við mikla erfiðleika að etja, því menntun er á mjög lágu stigi og allur þjóðarbúskapur mjög frum- stæður. Það er erfitt að kenna íbúum þessara þjóða því þeir eru rétt nýkomnir af sinni steinaldarmenningu, ef svo má segja. Albert Schweitzer heldur því fram, að það verði að kenna þeim fyrst frum- stæða akuryrkju og síðan smákenna þeim þar til hægt verður að kenna þeim lestur og umgengni við vélar. Svo sem við er að búast, botna þeir lítið í vélum og tækni og ef þeir fá t. d. nýjan bíl líða sjaldnast margir mánuðir þar til hann er orðinn gjörónýtur. — Hvernig eru húsakynnin? — Þau eru flest mjög frumstæð. Ekki óalgeng sjón að sjá hús, sem byggð eru úr olíubrúsum frá BP og Shell. Víða eru þó ágæt hús, sem Evrópumenn hafa byggt, en þau hrörna fljótlega eftir að inn- fæddir taka við þeim. Annars eru íbúar þessara landa ákaflega misjafnir og það fer dálítið eftir, hvar þeir eiga heima í löndunum. Þeir eru betri niðri við ströndina en strax og inn í landið er komið, verða þeir miklu frum- stæðari. Hitinn þarna er ákaflega lamandi og bæði sunnar og norðar þar sem hitinn er tempraður, eru íbúarnir á öðru stigi. fbúarnir hafa litlar áhyggjur, ef þeir hafa í eina máltíð og hugsa ekki um þá næstu. Veiðiaðferðir þeirra eru mjög frumstæðar. Þeir fiska í net og draga þá að í fjörunni, og þegar þeir hafa fengið einu sinni í soðið, fara þeir heim borða og liggja síðan á meltunni það sem eftir er dagsins. Þeir geta verið það væiukærir, að þeir nenni ekki að hrista tré svo ávext- irnir falli á jörðina, heldur biða þeir bara rólegir eftir þvi, að þeir detti. Ghana menn segja vísindi nútímans flest eiga rætur sínar í fornri menningu Afríku. Þeir gefa út myndir á póstkortum til að útbreiða þessa skoðun sína og fylgja hverri mynd viðeigandi upplýsingar. Textinn með þessari mynd er: Efnafræðin er upprunnin í Afríku og var stunduð í hinu forna Ghana-stórveldi. f Nigeriu eru þeir vitlausir í eina apategund, sem þeir borða, og þykir hið mesta hnossgæti. Þeir vilja glaðir gefa aleigu sina fyrir einn slíkan apa. Margir hvítir menn hafa lagzt svo lágt að skjóta þessa apa og selja negrunum. En þarna suður í Nigeríu sá maður íslenzka skreið, og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er hún ekki mjög lystaukandi þarna suður frá Þótt við séum að framleiða vörur fyrir að mörgu leyti frumstæðar þjóðir þá er enginn ástæða fyrir okkur að vanda ekki til vörunnar. Við eigum að leggja kapp á að framleiða góða vöru hvort heldur er fyrir Afríkumarkað eða annan. — Er mikið um hvíta menn í þessum löndum? — Já nokkuð, en þeim hefur held ég farið fækk- andi seinni árin, að minnsta kosti í Ghana. Annars er hægt að hafa það gott í þessum löndum, ef menn leggja eitthvað á sig. Öll stærstu fyrirtækin^ þarna á vesturströndinni eru í eigu hvítra manna, og það er sagt að Unilevers Brothers eigi Vestur Afríku, og það kann að vera nokkuð til í því. Og þetta stendur þessum þjóðum að mörgu leyti fyrir þrifum því fjármagnið rennur úr landinu i stað þess að vera notað til uppbyggingar þar heima fyrir. Þessir svörtu íbúar líta mjög gjarna upp til hinna hvítu manna í Ghana. Það fyrsta. sem þeir læra venjulega, er að svíkja og annað í þeim dúr. Annars eru þetta beztu sálir, sem gott er að umgangast, °S maður þarf ekki að vera hræddur um líf sitt. En mórall er þarna á lágu stigi og ekki óalgengt, að feður bjóði dætur sínar, fyrir litla sem enga borgun. — Þú hefur haft góða aðstöðu til að kynnast íbú- unum? — Já, ég hafði nokkuð góðar aðstæður til þess. Við flugum snemma á hverjum morgni til mynda- töku, en oft var mikið mistur yfir landinu, og þess vegna erfitt um myndatöku, og þá hafði maður ekkert fyrir stafni. annað en að kynnast þessum frumstæðu íbúum. Ég minnist t. d. eins lögreglumanns í Nigeríu 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.