Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 23
»
sem stjórna umferðinni í loftinu,
segja til um flughæðir véla, gefa
héimild til lendingar og flugtaks.
Þeir segja okkur að alltaf þegar
hver flugvél fari í loftið gefi hún
upp flugáætlun. Áætlaðan flug-
tíma, eldsneytisbirgðir og þess
háttar. Ef veðurskilyrðin eru
þannig að verði að fljúga blind-
flug þá er flugvélunum „staflað“
í ákveðnar hæðir og þeirri hæð
fá þær ekki að breyta nema með
samþykki flugumferðarstjórnar-
innar.
Flugumferðarsvæði flugstjórn-
armiðstöðvarinnar í Reykjavík er
m<?ginhluti norður Atlantshafsins Hin nýja vél Eyjaflugs.
og allar þær vélar sem um það
leggja leið sína verða að hafa
samband við flugstjórnarmiðstöðina. Þegar t. d. flugvél fer
frá New York og flýgur til Evrópu er öllum flugumferðar-
stjprnum á leiðinni gefin flugáætlunin áður en flugvélin fer af
st^ð. Öll viðskipti flugturnsins við flugvélar eru tekin upp
á segulbönd og þau segulbönd eru í gangi allan sólarhringinn.
Flugstjórnarmaður hefur líka bent símasamband við næstu
urpferðarstöðvar svo sem Gander og Prestwick. Okkar var
sagt að síminn í Gander væri 1959.
f herbergi inn af salnum eru fjarritararnir og þeirra gætir
einn maður. Þessir fjarritarar eru til ýmsra aðila. Til veður-
stofunnar, í Gufunes, suður á Keflavíkurflugvöll og til flug-
umsjónar fflugfélaganna. f gegnum þá fara mikil viðskipti
fram.
_ Þessi nýlegu húsakynni eru mjög vistleg. Allt er hreint og
fágað og aðbúnaður starfsmanna virðist vera mjög góður.
Á Þeir sögðu okkur að það væri mikill munur að vinna í þessum
húsakynnum eða hinum gömlu í gamla turninum.
Við fylgdumst aðeins með viðskiptunum. Um morguninn
^klukkan rúmlega sjö hafði rússnesk flugvél af gerðinni TU-
114 farið frá Havana og var nú um það bil að koma inn á
umferðarsvæði Reykjavíkur. Hún ætlaði að koma til Moskvu
klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti. Yfir Löngumýri í Skaga-
firði var þota af gerðinni DC-8 í 35.000 feta hæð og bað um
heimild til að hækka um 2000 fet vegna ókyrrleika í loftinu.
Austur á Egilsstöðum var flugvél frá Flugfélaginu að fara í
loftið og bað um blindflugsheimild því þungbúið var yfir
hálendinu. Upp í Borgarfirði var flugvél að tilkynna breytta
stefnu.
Sverrir Ágústsson varðstjóri sem var á vakt þegar okkur
bar að garði fór með okkur upp á efstu hæðina. Þar voru
tveir menn að störfum og stjórnuðu umferðinni í nágrenni
vallarins. Umferðin var mikil þennan dag því flugveður var
gott og margir skruppu á litlu vélunum í loftið, bæði til að
halda áfram námi og svo sér til skemmtunar.
Það er mikil umferð um svæði Reykjavíkur árlega. Og það
er mikið eftirlit sem inna þarf af höndum til að ganga úr
skugga um að allt sé í lagi. Tæki eru yfirfarin og reynd á
ákveðnu millibili og þeir menn sem þarna starfc. ganga reglu-
lega undir hæfnispróf. Þarna verður allt að vera í fullkomnu
lagi og ekkert má fara úr skorðum.
Framh. á bls. 39
Þessir voru í stoðugu sambandi við flugvélar. Talið frá vinstri. Guðjón Ingvarsson, Ingvar Valdemarsson, Hjálmar Arnórsson
og Jens A. Guðmundsson.