Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 28
sinni vann hann um tíma sem auglýsinga sölumaður en sneri svo að leiklistinni aftur. Hann fór með lítið hlutverk í mynd Tony Richardson The Loni- liness of The Long Distance Runner. Þetta er fyrsta stóra kvikmyndahlutverk hans og verður ekki annað sagt en hann skili því með sóma. Leikstjóri myndarinnar er Josep Losey. Hann er Banda- ríkjamaður og hefur unnið síðustu árin í Bretlandi. Hann stundaði nám við Harvard en gerðist síðan gagnrýnandi við New York Times. Hann vann um tíma í leikhúsum í Þýzka- landi og London en sneri til Bandaríkjanna 1932 og leik- stýrði þá fyrsta leikúti sínu á Brcndway. Síðan hefur hann unnið jöfnum T öndum við leik- svið og kvikmyndir. Af fyrri myndum hans má nefna Time Without Pity, The Gipsy and Gentleman, Blind Date, The Damned og Eva. Losey hefur fengið mjög góða dóma fyrir þessa mynd. Svo sem fyrr segir skrifaði Harold Pinter kvikmynda- handritið eftir sögu Robin Maugham. Pinter er eitt efni- legasta leikritaskáld Breta um þessar mundir. Hann er okkur ekki að öllu ókunnur því Þjóð- leikhúsið hefur sýnt eitt af þekktustu verkum hans Hús- vörðinn og útvarpið flutti eitt útvarpsleikrit eftir hann Mömmudrengur. Þetta er fyrsta k^ikmyndahandritið er hann semur. Þetta er mjög sérstæð og óvenjuleg mynd. Fáar myndir munu hafa fengið jafn góða dóma. Hún þykir ekki aðeins vel leikin heldur og þykir myndatakan sjálf góð. Þetta er mynd sem menn ættu að ógjarnan að láta fram- &já sér fara. Myndin verður með íslenzk- um texta. Stolnu árin Framh. af bls. 13. )g lífi hennar, því ég veit ekK- <rt, en ég get talað um aílt, lem kom fyrir Dorcas Mailory 'angað til hún dó. Og enginn getur hafa sagt mér þetta. Ekki wnu sinni Charles — hann pekkti Dorcas varla. — Charles — maðurinn rðar? — Charles og Adrian Mall- iry voru fósturbræður, sagði ég. En Charles hitti ekki Dor- :as fyrr en skömmu áður en «ún dó. Hann bjó í Kanada. Þekktuð þér Dorcas Mall- ory/ — Nei. — En þér gætuð hafa heyrt manninn yðar tala um hana. — Hann þekkti hana tæp- lega, sagði ég. Charles gæti ekki vitað helminginn af því, sem ég veit um hana. — Hann gæti nú samt vitað heilmikið, benti doktor Brode- rick mér mildilega á. Eruð þér vissar um, að hann ekki...? — Nei. — En hvers vegna ekki? Var það ekki þess vegna, sem þér leituðuð hann uppi? — Þá vissi ég nú ekki, að Dorcas væri dáin. Eða að ... — Eða hvað? — Að John væri kvæntur, sagði ég með tilbreytingar- lausri röddu. — Hefðuð þér sagt honum það, ef hann hefði ekki verið kvæntur? .•CWF •0. J0HNS0N & KAABER" — Nei! stundi ég. Hann get- ur ekki hafa sagt mér allt, sem ég veit. Ekki um Dorcas og — John — sem Dorcas ætl- aði að giftast? — Já, ég þekkti hann aftur um leið og ég sá hann, sagði ég næstum sigri hrósandi. — Hafið þér hitt hann? Nýlega? — Já, og ég þekkti hann aftur. Það getur ekki átt sér stað, að ég geti hafa heyrt lýs- ingu á honum, því Charles hefur aldrei hitt hann. — Sögðuð þér John, hver þér voruð? Ég á við, að þér væruð Dorcas Mallory? — Ég veit ekki. Nei, ég held ég hefði ekki gert það. Dorcas var dáin, og það hlyti bara að hafa hljómað óskemmtilega í eyru hans, ef hann hefði heyrt... — Að sál hennar hefði tekið sér bólfestu í yður — Já, ég geri ráð fyrir því. . . Hann leit snöggt á mig. — En hún hefur verið dáin í fimmtán ár. Hvers vegna hald- ið þér, að hún hafi nú fyrst flutzt yfir í líkama yðar? Ég sagði allt í einu biturlega: — Þér trúið því þá, að ég sé geðveik? — Ég trúi því, að þér hafið lifað í yðar einka-víti síðustu mánuðina, sagði hann rólega. Og haldið þér, að þér hafið verið hamingjusöm með manni yðar áður? Ég hreyfði mig órólega. — Hvaða máli skiptir það? Hvað kemur það hinu við? — Já, hver veit, sagði hann og yppti öxlum. En ég er bara að velta því fyrir mér, hvort þér hafið lengi verið óánægð með líf yðar. Yður hefur vant- að eitthvað — hafið verið að leita eftir einhverju til þess að bæta þag upp — og svo hafið þér valið Dorcas Mallory. Ég greip æst fram í: — En ef þetta er svona einfalt — hvernig hefði ég þá getað þekkt John aftur? Hvernig hefði ég svo mikið sem ratað til Alder- ford? í því tilfelli hefði ég aldrei átt að hafa komið þang- að áður? r — Það hefðuð þér getað gert hvort eð var. Maður yðar var ! næstum ættingi Adrians Mall- ory. Það hlýtur að hafa verið hann, sem tók að sér að koma hlutunum í lag þar, þegar fósturbróðirinn dó. Ef til vill dvaldist hann nokkurn tíma í Alderford. Og máski voruð þér þá með honum. — Enda þótt ég hafi verið með Charles í Alderford og jafnvel þótt ég hafi komið þangað til jarðarfararinnar og séð John hefði ég ekki átt að vita, hvernig Dorcas leit út. Hana get ég að minnsta kosti aldrei hafa hitt. En ég vissi, hvernig hún leit út — þegar ég vaknaði þarna um morgun- inn og hélt, að ég væri hún, þekkti ég mig ekki aftur í speglinum. Doktor Broderick leit á klukkuna sína. — Ég vildi gjarna hitta mann yðar og tala við hann um þetta. Ég hristi hikandi höfuðið, en hann hélt áfram: — Ég þyrfy að fá að vita dálítið meira um yður — hluti, sem þér getið sjálfar sagt mér — og hvort þér hafið þjáðst af minnisleysi nokkru sinni áður ... Auðvitað á ég við, einungis ef þér viljið, að ég reyni að komast fyrir þetta hjá yður? Ég kinkaði kolli, en ég var ekki jafn örugg og ég reyndi að sýnast vera. Fyrst og fremst var ég ekki örugg um það, hvernig Charles myndi snúast við þessu. Það var ekki langt liðið á eftirmiðdaginn, þegar doktor Broderick keyrði mig aftur til Chadwell St. John, óvanalegur FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.