Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 35

Fálkinn - 14.09.1964, Qupperneq 35
MÖRDEIGS- TERTA Terta úr mördeigi er bæði auðbökuð og fljótbökuð. Hægt er að búa til áður og geyma í ísskáp 2—3 vikur, ef það er vel innpakkað í málmpappír. Einnig er hægt að baka nokkrar tertuskál- ar og geyma í velluktu íláti. Það er gott að grípa til þeirra, þegar óvænta gesti ber að garði. Þegar nóg er til af berjum og ávöxtum ' er bæði gott og skemmtilegt að fylla þær með sykruðum berjum t. d. ribs- eða blá- berjum og með þeim þeyttan rjóma eða rjómaís. Hér er uppskrift að tertu, sem fyllt er með vanillubráð, ávöxt- um og hlaupi: Deigið: 250 g hveiti 125 g smjörlíki 125 g púðursykur 1 tsk. vanillusykur % sítróna, rifinn börkur 1 egg Eggjahráð: y2 pk. vanillubúðingur 1 eggjahvíta % msk. sykur Ofan á: Niðursoðnir ávextir 3 dl ávaxtasafi 5 bl. matarlím. með gaffli. Bakað ljósbrúnt við 210° í 10—15 mínútur. Kælt. Vanillubúðingurinn búinn til eftir forskrift, gott er að bæta hann með eggjarauðu. Meðan Framhald á bls. 39. Venjulegt hnoðað deig búið til, geymt á köldum stað um 1 klst. Flatt út, lausbotna smurt tertumót hulið að innan. Gerið kantinn bylgjaðan með fingurgómunum. Deigið pikkað Gamlir burstar úr naglalakksglösum geta orðið ágæt leik- föng. Hreinsið þá með aceton og lofið börnunum að nota þá, þegar þau eru að vatnslita. Oft er erfitt að skera nýtt brauð og mótkökur, svo að þær molni ekki. Hitið hnífinn vel undir heitu vatni eða á heitri hellu, áður en skorið er. Við losnum við molana og sneið- arnar verða fallegri og jafnari. Ef fæturnir eru þreyttir og aumir er fótaleikfimi ágæt hressing. Notast er við þrjár frekar þykkar bækur og ef til vill við opnar dyr sér til stuðnings. 1. Standið á brún bókastaflans og standið á tánum eins og myndin sýnir. Teljið hægt upp að fimm án þess að breyta um stöðu. 2. Látið hælana síga hér um bil niður að gólfi. Kreppið tærnar, svo að þér dettið ekki. Teljið upp að fimm. Endurtakið þessa æfingu 10 sinnum. KVENÞJODIN Ritstjori KHstjana S'<:i,’grímsdóttii húsmæðrakennarL FALMNN 35

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.