Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Side 37

Fálkinn - 14.09.1964, Side 37
eins og þér viljið hafa það. Meðal annarra orða: Ef hún skyldi leita yður uppi aftur já, hún gleymir læknisheim- sóknum sínum — get ég þá treyst því, að þér... já, ein- mitt, að þér reynduð að losna við að tala við hana. Ég stóð eins og negld við gólfið, þegar Charles lagði tólið * á og sneri sér við og sá mig. Framh. í næsta blaði. Þarna kemur ... Framh. af bls. 31. ur eiginkonu væri sannur og óumdeilanlegur og eiginmann- inum kæmi hann ekkert við. Þessi sjónarmið og önnur, leiddu þau hvert fyrir annað með vaxandi hita það voru ekki Potterarnir og meira að segja ekki heldur landareignin, sem voru til umræðu, heldur einfaldlega og eðlilega, hvort þeirra mundi verða húsbónd- inn. Að lokum stökk Keith illskulega í söðulinn og hvarf á braut í reykskýi. Þannig fór um þetta hjóna- band, sagði ég við sjálfa mig þegar ég sneri heimleiðis, og '* það var allt mér að kenna vegna afskiptasemi minnar Walter þurfti að fara til Salem að morgni næsta dags. Cordelía hlýtur að hafa beðið eftir að hann færi, því hún kom undir eins yfir til okkar, föl og niðurlút. „Við rifumst í gær,“ sagði hún okkur. „Ég sendi Keith burtu.“ „Oó, Cordelía!“ æpti Anna. „Ég hefði ekki átt að gera það,“ sagði Cordelía snöktandi, „en hann sagði svo hræðileg orð og það var engin — engin tilfinning í andlitinu eða rödd- inni, til mín. Bara reiði. O, hafðu ekki áhyggjur af því!“ Hún seig niður með andlitið í höndunum. Anna lagði arm- ana utan um titrandi axlirnar, eins og hún væri að hugga barn. Ég rölti út og þannig vildi það til að ég sá Potters hjónin koma út úr hlöðunni, berandi pinklana sína. Þau hljóta að hafa heyrt rifr- ildið, og nú ætluðu þau að standa vörð við sýsluskrifstof- una til að krefjast jarðar Cornelíu um leið og hún væri úrskurðuð töpuð henni. Þau héldu niður veginn og ég stóð öskureið en hjálparvana. Þetta varð langur dagur fyrir okkur Önnu að bíða eftir Walter. Hann kom loksins. En í stað þess að sýna okkur ánægjulegt heimkomubros, var hann mjög þungbúinn. „Ég hef hitt Keith,“ sagði nann ásakandi við okkur. „Hvað er þessi vitlausa stelpa að hugsa? Hún rak hann burtu eins og flækingshund. Heldur hún að maðurinn komi og fari eftir því sem hún vill.“ Hann horfði illskulega á okk- ur, rétt eins og hann hefði rétt uppgötvað, hversu ónæðisamur heimurinn mundi verða, ef konur fengju þá flugu í höfuð- ið að stjórna mönnunum. Anna beit á vörina, en henni tókst að segja, nærri blíðlega. „Farðu úr blautu fötunum, elskan. Maturinn er tilbúinn.“ Tvær skálar af indælli baunasúpu fullvissuðu Walter um að við Anna værum ekki um það bíl að hefja kvenna- uppreisn. Þegar kvöldverðinum var að ljúka gat Anna borið í bætifláka fyrir stúlkuna. „Cordelía vill ekki tala, Walter. En eftir því sem ég held, þá fann hún upp á þessu öllu saman sjálf og nú er hún orðin ástfangin í Keith, en hann hefur ekki minnst á ást. Hún vill fá hann aftur, ég er viss um það — en hvernig get- ur hún boðið honum að koma aftur, án þess að vita, hvort það er jörðin, peningarnir eða eitthvað það sem heillar hann?“ „Keith kom, kaldur og blaut- ur, tilbúinn í morgunverðinn sem honum var boðið í, allt sem hann fékk, var skipun um að yfirgefa staðinn," sagði Walter. „Spurningin er, vill hún biðjast afsökunar?" Augu Önnu byrjuðu að gneista. Ég flýtti mér að segja: „Hvers konar afsökun vill hann fá. Verður hún að skríða þrjár mílur í svaðinu og falla að fótum honum?“ Walter fór að hitta Keith næsta dag og kom aftur eins þreytulegur og hann hefði ver- ið í mokstri allan daginn. Frá Fótóhúsinu Fjölbreytt úrval ljósmynda- vara, svo sem hinar heims- þekktu ZEISS IKON mynda- vélar fyrir litskuggamyndir. Kvikmyndavélar og sýninga- vélar frá BELL & HOWELL. í myrkraherbergið: Stækkar- ar, þurrkarar, hnifar, bakkar, tankar, tengur o. m. fl. Ljósmyndapappír í öllum stærðum, þykktum, gerðum og gráðum frá hinu þekkta merki LEONAR. FRAMKÖLLUN — KOPIERING Skrifið — hringið. Sent í póstkröfu. FÚTÚHÚSIÐ GARÐASTRÆTI 6 Sími 21536

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.