Fálkinn - 15.02.1965, Síða 7
Sarí er ekki mjög þægilegur
fatnaður, þótt kvenlegur
sé og klæðilegur — þessar
geysilegu umbúðir eru
hálfþvingandi. Frú Bjarney
á heimili sínu í
Reykjavík (Mynd: Runólfur
Flentínusson.)
„Við bjuggum á efri hæð
í tvílyftu húsi, og íbúðin
var eitthvað um tvö hundr-
uð fermetrar að stærð með
gríðarmiklum svölum — ég
man, að mér fannst hún
ekkert nema gólf og þak,
þegar ég sá hana fyrst, af
því að allt var opið og glugg-
arnir rúðulausir."
„Það hlýtur að vera auð-
velt fyrir innbrotsþjófa að
stunda atvinnu sína þarna.“
„Nei, húsið var á landar-
eign Guðspekifélagsins, og
hún er öll girt og verðir við
hliðið, sem er lokað klukkan
tíu á kvöldin. Þetta er eins
og risastór garður, paradís
á jörðu, allt tandurhreint og
snyrtilegt, eitthvað annað en
mörg hverfin í Madras, en
Adyar er hluti af þeirri
borg og dregur nafn sitt af
ánni Adyar. Jæja, íbúðin
okkar var stór og rúmgóð
og lítið í henni af húsgögn-
um, aðallega borð og stólar
' í svokölluðum brezkum ný-
lendustíl, áttkantað borð-
stofuborð, stólar með basti
í setunum, þunglamalegar
kommóður, steinflísar á öll-
.um gólfum, sem gott var að
■ þvo, en rakinn var svo mik-
ill, að þau vildu ekki þorna.
Það var afar hátt undir loft,
og ég stóð uppi á stól með
strákúst í hendinni og teygði
mig eins og ég gat til að
dusta niður helztu köngul-
lóavefina, sem alltaf söfn-
uðust fyrir í hornum og
skotum.“
Rakinn var verstur
„Þolduð þið vel hitann?“
„Það var ekki hitinn sem
var verstur, heldur rakinn,
og hann varð óskaplegast-
ur í desember rétt fyrir
regntíðina. Þá myglaði allt
í höndunum á manni, og það
var lífsins ómögulegt að út-
• rýma fúkalyktinni úr hús-
inu. Sængurfötin voru sí-
blaut og loftið svo raka-
mettað, að svitinn rann í
L