Fálkinn - 15.02.1965, Side 9
Smábörnin máluð
um augun
„Hafa indverskar konur
smitazt af vestrænni tízku, eða
halda þær fast við sinn hefð-
bundna stíl?“
„Þær ganga langflestar í
sarí nema helzt í Bombay, þar
sem evrópskur klæðaburður er
algengur. En enginn skyldi
ætla, að það væri sama, hvern-
ig maður vefur um sig sarí.
Þarna eru gefin út tízkublöð
sem útskýra rækilega, hvernig
sú athöfn á að fara fram. Núna
er í tízku, a. m. k. meðal yngri
kvenna, að vefja honum þétt-
ar um mjaðmirnar til að sýn-
ast meira sexy, og mynstrin
fylgja duttlungum tízkunnar
j •— sum þykja óheyrilega
gamaldags, en önnur alveg á
. toppinum. Indverskar konur
mála sig mikið og eru með
afbrigðum glysgjarnar. Þær
ganga allar með kolsvarta
augnmálningu og byrja að mála
börnin kringum augun, þegar
þau eru nokkurra mánaða
gömul. Skiptinguna í hárinu
lita þær rauða, andlitið púðra
þær með hvítu talkúmi, rauðan
blett setja þær á mitt ennið,
og dansmeyjar ganga með
rauðmálaða lófa og iljar. Þær
hlaða á sig skartgripum: mörg-
um eyrnalokkum á hvort eyra,
perlu festa þær í nasavænginn
— já, eina sá ég með heila
nælu í nefinu — glitrandi
steina meðfram hárskipting-
unni, og svo bera þær ótal arm-
'■ bönd, öklahringi og hringi á
'i tánum. Barnshafandi konur
bera mjó glerarmbönd í ýms-
um litum; þegar þær eru komn-
ar þrjá mánuði á leið, er hald-
s. in veizla og bætt við armbönd-
,i um, eftir fimm mánuði önnur
veizla og fleiri armbönd og
eftir sjö mánuði enn ein veizlan
og armbandaviðbótin, allt eftir
ákveðnum reglum.“
Fullt af hákörlum og