Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Page 12

Fálkinn - 15.02.1965, Page 12
RONDOTÍI TREFILLINN Framhaldssaga eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR »11. HLUTM sem við hana var sagt. „Ég var að sálast úr forvitni. Hver kom?“ „Litli bróðir minn,“ svaraði María. Maðurinn, sem sat við hlið rauðhærðu stúlkunnar, skellti upp úr. „Eru litlir bræður svona seint á fótum?“ spurði hann. „Ósköp hlýtur hann litli bróðir þinn að vera illa upp alinn, María mín.“ María hafði nægar áhyggjur af litla bróður sínum, þótt ekki væru aðrir að benda henni á galla hans. Hún svaraði honum reið og sár: „Ætli hann sé ekki betur uppalinn en þú.“ „Hvernig var það, fórst þú nokkurn tíma að hátta fyrir miðnætti, þegar þú varst átján ára?“ spurði Jóhannes. „Nei,“ svaraði ungi maðurinn. „Ég var orðinn fullorðinn, þegar ég var átján ára.“ Rauðhærða stúlkan leit á hann og geispaði ákaft. „Þú hefur alltaf verið vandræðabarn," sagði hún. „Það eru allir karlmenn! Vitið þið h ), krakkar, ég er alveg að sofna. Hvað sqgir þú, elskan?" spurði hún og leit á vandræðabarnið. „Eigum við að koma heim til mín og skella okkur í háttinn?" „Viltu fara héðan?“ „Mér er svo sem sama, þó að þú sofir hér,“ svaraði stúlk- an. „Ég ætla heim til mín.“ „Við höfum alla nóttina fyrir okkur,“ sagði vinur hennar. „Sittu á meðan sætt er og vín er eftir í flöskunni,“ Þegar María og Jóhannes komu inn í stofuna, spratt rauð- hærða stúlkan á fætur og gekk til móts við þau. „Ósvífni er þetta,“ hrópaði hún. „Ekki nema það þó að skilja gesti sína eftir aleina og yfirgefna.“ „Þú ert nú ekki vön að kvarta yfir því að vera skilin eftir ein hjá mér,“ sagði maðurinn, sem með henni var. „Maður fær ekki einu sinni að vita, hver var að koma,“ hrópaði rauðhærða stúlkan og lét, sem hún heyrði ekki það, 12 ,,íslendingar!“ sagði rauðhærða stúlkan með fyrirlitningu. „íslendingar geta ekki annað en hangið yfir flöskunni, meðan hægt er að vinda úr henni einn dropa.“ „Kannski þú viljir heldur tala við útlendinga,“ sagði vinur hennar. „Eftir því sem ég heyri utan að mér, hefurðu ekki svo litla reynslu í þeim efnum.“ Rauðhærða stúlkan fór hjá sér. „Verið þið ekki að kýta,“ sagði María. „Vitið þið, að það er hætt að snjóa? Finnst ykkur ekki synd að sofna strax, FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.