Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Qupperneq 31

Fálkinn - 15.02.1965, Qupperneq 31
fyrir augun. Jóhannes greip í Maríu, áður en hún fékk ráðrúm til að venjast ljósinu kippti henni á fætur og dró hana með valdi spölkorn frá. Hún hefur tekið fyrir augun, eins og hún gæti ekki litið framan í heiminn, hugsaði Jóhannes. Hún hefur þekkt mann- inn sem myrti hana og reynt að útiloka það. að augu hennar sæju hann. Eins og barn, sem heldur að maður hverfi, ef maður sér ekki heiminn sjálfur. Það fór hrollur um hann við tilhugsunina um þessa grönnu veru, sem lá þarna stirðnuð að eilífu í skelfingunni, um þessi augu, sem aldrei myndu opnast framar. „Komdu,“ sagði hann ákveðinn við Maríu. „Komdu, við skulum koma okkur héðan.“ „Nei,“ svaraði María og sleit sig lausa. Hún var ekki leng- ur hrædd. Ljósið hafði gert hana hugrakka. Hvaða ástæða var líka til að óttast eina konu í kjallaratröppum? Jóhannes var líka hjá henni. „Ég vil sjá,“ sagði hún. „Ég er forvitin." Hann tók um handlegg hennar. „Leyfðu mér að sjá, gerðu það, láttu ekki svona.“ „Þú hefur ekki gott af að sjá þetta,“ sagði hann og reyndi að draga hana á brott með sér. En ákefð hans æsti aðeins forvitni hennar enn meira, og hún brá sér undan og þaut yfir að tröppunum kveikti á kveikjaranum og hrópaði til hans: „Ég VIL sjá!“ Hann stóð grafkyrr augnablik, svo veinaði hún lágt og sárt eins og hún væri sárþjáð. Hann rankaði við sér, hljóp til hennar og vafði hana örmum. „Svona nú, svona nú, elskan mín,“ hvíslaði hann blíðlega og hugsaði með sjálfum sér: Hún er svo viðkvæm, svo lítil, ég hefði aldrei átt að sleppa henni. Hún þolir ekki að sjá þessa ungu stúlku, svona illa leikna. María barðist við grátinn. Henni fannst hún sjálf meira dauð en lifandi. Hún stundi. „Hvað er það, elskan mín?“ spurði hann. „Þetta — þetta . .. þetta er. . .“ Og svo kom hún ekki meiru upp fyrir ekka. j „Þekkirðu þessa stúlku?“ spurði hann. ,,Já,“ hvíslaði María. „Þetta er hún Gréta. Hún Gréta hans Sigfúsar. Hvað hefur komið fyrir hana, Jóhannes? Af hverju liggur hún svona? Hvað er að henni?“ Jóhannes hugsaði um trefilinn, sem var utan um hálsinn á líkinu, um trefilinn, sem hafði verið reyrður svo fast, að hálsinn hafði gengið úr skorðum og höfuðið lá út á hlið. „Hún er dáin,“ svaraði hann eins rólega og honum var frekast unnt. „Hún hefur verið myrt!“ (Framh. i næsta blaði). • Alfred Hitchcock Framh. af bls. 19. myndaheiminum. Ég er hreyk- inn af að eiga Klee, Vlaminck og Dufy — en ég kýs fremur að hafa þessi málverk mér til augnayndis á búgarðinum en stilla þeim upp í íbúð minni i Hollywood til að státa af þeim. Heimili okkar í Bel Air er engu líkt. Fínasta herbergið í húsinu er eldhúsið. Konan mín býr til matinn dag hvern og ég hjálpa til við uppþvottinn. Þess vegna teiknaði ég sjálfur eld- húsinnréttinguna svo frúin geti eldað i vistlegum salarkynnum og þarna sitjum við og dreyp um á drykk meðan hún lýkui við listaverk sitt. Við borðum alltaf í eldhúsinu. Anna — sem ég hef verið kvæntur í 36 ár — er alveg sér á parti í Hollywood. Hún hef- ur aðeins eina vinnukonu — konu sem kemur og gerir hreint. Sjálfur neyðist ég til að vera í matarkúr. Fyrir nokkrum ár- um — það var í Santa Rosa í Kaliforníu — sá ég af tilviljun spegilmynd af vangasvip mín- um i búðarglugga og fékk næstum lost af hræðslu, og æpti upp yfir mig. Síðan hef ég orðið að láta mér nægja þrjá rétti í hádegisverð — for- rétt, fiskrétt og kjötrétt og ekki nema eina vínflösku með hverri máltíð. í kvikmyndaiðnaðinum skjóta ungir leikstjórar upp kollinum í tugatali og eru hylltir sem snillingar eftir eina eða tvær myndir. Þeir hafa allir einn sameiginlegan galla, þeir hafa ekki tíma til að læra eins og Somerset Maugham hafði lært að ástunda einfaldleikann — en það er örðugast af öllu, en þó nauðsynlegast — að út- skúfa öllu nema hinu bráð- nauðsynlega. Þetta gerir hlut- ina um of flókna. Ég held í einlægni að nútímafólk búi ekki yfir jafn staðgóðri þekk- ingu og við í gamla daga. Og það er ekki um annað að tala en allir leikarar séu börn. Sumir eru góð börn, aðrir slæm börn, margir eru heimsk börn. Einmitt vegna þessa barnaskapar ættu leikarar ekki að gifta sig. Leikkona gengur til dæmis í sæluvímu upp að altarinu og daginn eftir fer hún að leika á móti nýjum mótleikara. Hún leikur ástar- hlutverk af slíkri innlifun og ástríðuofsa í þrjár vikur að hún gengur að því búnu til eigin- manns síns og segir eins og hver annar blábjáni: — Ástin mín, mig langar að skilja. Meðan hún lék fyrir framan kvikmyndatökuvélina heyrði hún fólk segja: „Þetta er veru- leikinn sjálfur.“ Og nú heldur hún að þetta sé satt. Leikarar eru börn sem aldrei ná tilfinn- ingalegum þroska. í þvi er harmleikur þeirra fólginn. Ég öfundaði alltaf Walt Disney þegar hann gerði bara teiknimyndir. Ef honum líkaði ekki einhver leikari gat hann einfaldlega rifið hann í tætlur. En vegna fjöldasálfræðinnar munum við alltaf hafa not fyr- ir stjörnur. Við þurfum á þeim að halda, Winston Churchill, Bernhard Baruch og Roger Maris. í raun réttri er kvik- myndastjarnan ekki svo mikil væg lengur. En það er kvik- myndin aftur á móti. Ef þér hugsið málið, þá komizt. þér að raun um að stærstu stjörnur síðustu ára, eins og Audrey Hepburn og Marlon Brando, hafa valdið vonbrigðum og eru ekki nema svipur hjá sjón. Stjarnan er ekki stærri en handritið. Skipið hana í rangt hlutverk og þá kemur í ljós að hvaða óþekktur leikari sem er getur gert hlutinn alveg eins vel ef ekki betur. Þannig er þessu einnig farið i opinberu lífi. Það hefði engar. grunað i lok stríðsins að hinn mikli Churchil) - --tærsta stjarna á veraldarsviðinu — skyldi verða afneitað af því sama fólki sem hann hafði bjargað frá glötun? En hvað gerist? Þar var hann röng stjarna í rangri mynd. í hand- ritinu var gert ráð fyrir friðar- hetju en ekki stríðshetju. Eitt óttast ég mest af öllu, að sjá kvikmyndir mínar ásamt öðru fólki. Ég hef aðeins gert það einu sinni og það hafði næstum riðið mér að fullu. Ég er hræddur við að uppgötva öll þau mistök sem ég hlýt að hafa gert. Nú eru flestir aðdáendur mínir gáfað fólk — að öðrum kosti myndu þeir ekki hafa neina ánægju af myndum mín- um. En sumir þeirra eru fá- bjánar. Eftir að ég hafði látið myrða Janet Leigh í baðkeri í kvikmyndinni Psycho, skrifaði mér maður og sagði að eigin- kona hans hefði ekki þorað að baða sig í baðkeri síðan hún sá myndina. Hann bað mig ráða. Ég svaraði bréfinu á þessa leið: — Herra minn, hafið þér ekki athugað möguleikana á því að senda húsfreyju yðar í efnalaug? Ég óttast einnig lögregluna og er hræddur við að komast í kast við lögin. Jafnvel þótt ég vinni fyrir brauði mínu með því að kvikmynda slíkt. Þess vegna hef ég ekki ekið bíl síðan ég kom til Bandaríkjanna. Ég verð óttasleginn af umhugsun- inni einni um stöðumælasekt. En fyrst og fremst er ég óánægður með sjálfan mig sak- ir þess að ég er hræddur við að ráðast í að taka þrjár kvik- myndir sem mig langar mjög til að gera. Það er „Malice of Forethought", bók eftir enska rithöfundinn Francis Iles, „We the Accused" eftir annan Eng- Framh. á bls. 35. TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ FÁLK.I INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.