Fálkinn - 15.02.1965, Síða 40
KRYDBRASPiO
FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN
KÍNVERSKIR
MYNDOFNIR
HANDSAUMAÐIR
PÚÐAR
OG VÍROFNIR
ENDURNÝ JUM
SÆNGUR OG KODDA
FLJÓT AFGREIÐSLA
HÖFUM EINNIG
EINKASÖLU
A REST-BEST
KODDUM
Póstsendum
um land allt
DÍN- GG FIDURHREIWSUMIIM
VATNSSTÍG 3
(örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740.
• Dansað á Kea
Framh. af bls. 37.
hans, þegar hanr. sá mig og
ég fann, að það hvarflaði sem
snöggvast að honum að þykjast
ekki þekkja mig, því hann leit
framhjá mér, en svo sá hann
að þetta þýddi ekki og hann
leit á mig með fyrirlitningu.
í guðanna bænum, hvað viltu
mér, þú ert blindfull, og lítur
út eins og — ja, eins og ég veit
ekki hvað!
Viltu koma með mér upp á
herbergið mitt og tala við mig,
sagði ég, það er málefni sem
varðar þig eins og mig. Hann
gerði sér upp hlátur og gaut
flóttalegu auga á magann á
mér. Ertu vitlaus, ég verð að
biðja þig að gæta að hvað þú
segir — biður karlmann að
koma með þér upp á herbergi
um hánótt. Hann virtist vera
að ná sér á strik.
Geturðu ekki fengið hann til
þess, þann, sem situr við borð-
ið hjá þér, ha?
Ég reiddist, en það var magn-
vana reiði þess, sem veit hversu
vonlaus aðstaðan er. Þú mátt
til, sagði ég. Hann var orðinn
óþolinmóður. Góða farðu áður
en kærastan mín kemur, hún
er vel uppalin stúlka og ég er
ekki viss um að hún yrði
ánægð, ef hún sæi mig á tali
við þig, auk þess þarf ég að
koma mér vel við kallinn pabba
hennar, skilurðu, hann hefur
fina stöðu handa mér, ha?
Kærastan hans, hugsaði ég,
og í því kom hún inn í salinn
aftur, nýmáluð. Ég tók eftir
því, að fatnaður hennar var
svo áberandi, að hún hlaut að
vekja á sér athygli í mílu fjar-
lægð. Jæja, verði ykkur báðum
að góðu, hugsaði ég, þegar ég
gekk aftur að borðinu, þar sem
stýrimaðurinn beið mín enn.
Ég fann til léttis, eins og ég
hefði lokið af einhverju nauð-
synlegu.
Yar þetta erindið, sem þú
þurftir að sinna? spurði hann
og hló. Það hefur varla verið
ákaflega mikilvægt. Nei, sagði
ég, en ég vissi það ekki fyrr
en nú. Hann iauk úr glasinu.
Þú verður þá samferða á
morgun? Já, svaraði ég, ég
verð samferða á morgun. ★ ★
• Surtsey
Framh. af bls. 32.
fyllztu varúðar hann taldi ekki
ráðlegt að lenda þar nema
tveggja hreyfla vél. Ef lent
er þar vél með nefhjóli, er
hætta á, að skrúfurnar tæti
upp sand og grjót, þegar hjól-
in síga niður í sandinn. Björn
hefur í hyggju að láta merkja
þarna flugbraut, tína burt allt
grjót, setja upp vindpoka og
gera aðrar nauðsynlegar var-
úðarráðstafanir. Þá hefur rann-
sóknarráð í hyggju að koma
upp skýli á eyjunni fyrir vís-
indamennina. Þar verður hægt
að hella upp á könnuna, rabba
í talstöð og leita skjóls, ef veð-
ur er ekki skaplegt.
Þá taldi Björn nauðsynlegt
að setja einhverjar reglur um
mannaferðir á eyjunni; t. d.
þær, að menn, sem væru þar
á ferð, yrðu að halda hópinn,
því sannast sagt er hættulegt
að ganga á hrauninu, því sums
staðar er yfirborðið örþunn
hraunstorka, sem getur gefið
eftir, ef stigið er á hana. Nú
er hægt að ganga alveg að gig-
barminum og horfa á glóandi
hraunið byltast í gígnum. Yfir-
leitt ná slettur ekki upp á gig-
barminn, því hraunelfan renn-
ur eftir undirgöngum í sjó
fram í suðurátt. Eyjan breikk-
ar hægt, því 120 m dýpi er
þar sem hraunið rennur i sjó
fram.
Mikið er um fugl á eyjunni
og selur hefur tekið sér þar ból-
festu. Ýmsu hefur skolað á
land, sjávargróðri, bobbingum
og öðru lauslegu úr skipum.
Framh. á bls. 42.
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKBÐJAIM H.F.
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
40
FALKINN