Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Side 9

Fálkinn - 22.03.1965, Side 9
aðeins þrír þeirra voru viðstaddir — bað ég George að hringja og vita hvers vegna hann kæmi ekki. George kom aftur og brosti svolítið. „Paul var að vakna, og núna er hann í baði,“ sagði hann. Þetta ergði mig. „Ég kalla það versta dónaskap að láta standa svona á sér.“ sagði ég. „Hann er alltof seinn.“ „En tandurhreinn,“ bætti George við og brosti út í annað munnvikið á sinn íbyggna hátt. KLUKKUTÍMA seinna kom Paul, og við fengum okkur allir kaffi. Ég fór að spyrja þá spjörunum úr og fékk að vita, að þeir höfðu aldrei haft neinn umboðsmann. Þeir umgengust mig með mikilli virðingu, hvort sem það var af því að ég féll þeim vel í geð eða af því að ég var forstjóri hljómplötuverzlunar. Við töluðum um væntan- legan samning, en enginn okkar hafði hugmynd um hvað ætti að kalla eða taka fyrir sýningu eins og þeirra. Við kvöddumst án þess að hafa komizt að neinni ákveð- inni niðurstöðu, en ætluðum að hittast aftur nokkrum dög- um seinna. Ég fór til lögfræðings sem ég þekkti vel og bað hann um ráðleggingar, en hann yppti öxlum og sagði: „Ó, kemur nú enn ein af þessum fáránlegu hugdettum þínum. Hvað heldurðu, að hrifningin vari lengi í þetta sinn?“ Dansað eftir bítlamúsík.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.