Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Side 14

Fálkinn - 22.03.1965, Side 14
BOXARINN BYGGIR Það er kominn tími til að við fáum eitthvað að heyra frá honum Ingo, eða Ingimar Jóhannssyni, eins og hann heitir víst fullu nafni. -— Og nýjustu fréttir eru þær, að Ingo hafi byrjað að byggja sér hús í Sviss, árið 1963, og hlýtur að vera fluttur í kofann, ef hann hefur haldið út að vinna að bygg- ingunni sem hann er að vinna við hér. SKEGGLINGAR OG SKJÖNHED Þegar verið var að taka kvik- myndina „Lady L.“, sem Peter Ustinov stjórnar, kom hinn þekkti listmálari, Salvador Dali í heim- sókn og heilsaði upp á „stjörn- urnar.“ — Á myndinni sjáum við hann, ásamt tveim aðalleikurun- um, þeim Sophiu Loren og Paul Newman. — Varla þarf að taka það fram, að Dali er sá með langa skeggið. 14 FÁLKINN SUMARMYND „Bráðum kemur betri tið, með blóm í haga, sæta langa sumardaga“, segir Kiljan í einu kvæða sinna. Og þegar sú góða tíð kemur, hlýnar mönn- um um hjartaræturnar og sjórinn í Nauthólsvíkinni hlýnar máske líka. Þá notar fólk tækifærið og fær sér bað í sjónum og þá fá ljósmyndararnir okkar tækifæri til að taka margar ágætar myndir og máske jafnsniðugar og þá sem fylgir þessum lín- um. Tvíburasysturnar Jeannifer og Susan Baker, 17 ára gamlar hafa alla tíð verið mjög samrýmdar og líkar að útliti og innræti. Þess vegna hafa þær einnig sama smekk á klæðnaði, mat... já, og karlmönnum. Þess vegna er nú svo komið að þær eru báðar ástfangnar í sama stráknum, og það segja þær að þeim hefði ekki komið til hugar að gæti skeð, og þess vegna spyrja þær nú hvern fjárann þær eigi að taka til bragðs. — Okkur datt í hug ein lausn, sem strákurinn fellst sjálfsagt á, en ... TVÍBURASYSTUR

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.