Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 26
legt, og krafðist þess nú af henni, að hún héti því að gift- ast mótþróalaust Blifil unga, sem hann kvað væntanlegan til borgarinnar innan skamms. Landeigandanum til mikillar undrunar tók dóttir hans kröfu hans af meiri þvermóðsku en nokkru sinni fyrr og kvaðst aldrei skyldi giftast þeim manni, sem hann hafði valið henni. Reiddist landeigandinn þá svo heiptarlega, að hann tvílæsti herbergisdyrunum, stakk lyklinum í vasa sinn og lýsti yfir því, að ekki skyldi hún stíga út fyrir þröskuld fyrr, en hún hefði tjáð sig fúsa að verða við kröfum hans, og gilti einu hvað þess yrði langt að bíða. Að svo mæltu hélt hann til stofu sinnar á neðri hæð hússins og sat þar að drykkju fram á nótt. Svarti Georg, sem var í fylgd með húsbónda sínum, bar ungfrú Soffíu mat daginn eftir, en hún vildi einskis neyta og gekk svo í tvo daga. Þar sem landeigandinn hafði einu sinni látið svo ummælt, að eng- um skyldi hann í hendur fá lykilinn að herberginu, 'opn- aði hann fyrir þeim svarta og beið þess fyrir utan hurðina að hann kæmi til baka. Það var þriðja daginn, sem ungfrú Soffía sat í þessu fang- elsi, og hafði þá einskis neytt í fulla tvo sólarhringa, að Georg bar henni þann mat, sem hann vissi að henni þótti beztur — steiktan fasana, fylltan eggj- um. Bað hann hana fögrum orðum að forsmá ekki matinn, setti fatið og mataráhöldin á borðið í herberginu og hvarf út aftur, en landeigandinn tví- læsti dyrunum og stakk á sig lyklinum. Soffía var að vísu skapmikil og þrálynd, ef því var að skipta og sótti það til föður síns, en bæði var hún svöng orðin og eins vildi hún gjarna gera svarta Georgi það til geðs að bragða á lostætinu, sem hann hafði matreitt sérstaklega handa henni. Fór hún því að athuga fuglinn nánar, og varð meir en lítið undrandi, þegar hún fann bréf innan í honum — og ekki minnkaði undrun henn- ar, þegar hún braut það upp og sá frá hverjum það var. Lét hún fuglinn eiga sig þó að svöng væri og las hið hjart- næma bréf, sem Tom Jones hafði skrifað henni, þar sem hann fullvissaði hana enn einu sinni um ást sína, kvaðst reiðu- búinn að gera hvað/ sem hún færi fram á, ef það mætti verða henni til raunaléttis. Varla hafði Soffía lokið við að lesa bréfið, sem óneitan- lega kom miklu róti á tilfinn- ingar hennar, þegar hún heyrði háreysti mikla í stofunni niðri. Gat hún greint að þar ræddust við tvær manneskjur, sem ekki virtust alltof sammála, og þeg- ar hún lagði við eyrun, bar hún kennsl á báðar raddirnar. Önnur var föður hennar, hin systur hans, sem komið hafði til borgarinnar þennan sama dag. Þess er áður getið, að þeim kom yfirleitt ekki sem bezt saman, systkinunum. Stóð land- eigandanum meiri ótti af henni en nokkurri manneskju ann- arri, og ef til vill var hún það eina, sem hann óttaðist hér á jörðu og undir, því að á himni hugði hann sér ekki neina hættu búna. Þetta þýddi þó ekki, að hann samsinnti henni orðalaust; hann barðist gegn henni á meðan hann mátti og var henni aldrei sammála, þó að hann yrði venjulega að láta í minni pokann fyrir henni áður en lauk. Þegar jómfrú Western hafði býsnazt yfir því hversu afleitir vegirnir væru, spurði hún eftir frænku sinni, ungfrú Soffíu; hvort hún dveldist enn hjá lafði Bellaston. Ekki kvað land- eigandinn svo vera; dóttir sín væri á öruggum stað, en annað vildi hann ekki láta uppskátt að svo stöddu. Við það esp- aðist systir hans; kvað hann hafa heitið sér því, er hann fór, að beita ungfrúna ekki neinni hörku, en nú segði sér svo hugur um, að enn sem fyrr hefði hann látið skapið hlaupa með sig í gönur. Hótaði hún bróður sínum öllu illu, ef hann léti ungfrú Soffíu ekki fá fullt frelsi tafarlaust, og þrumaði síðan yfir hausamótunum á honum þangað til honum var öllum lokið, dró lykilinn að herberginu upp úr vasa sínum og fékk henni um leið og hann lýsti yfir því, að nú væri það hún, sem bæri alla ábyrgð á hvernig færi. Jómfrú Western rétti úr sér og það var sem eldur brynni úr augum hennar, þegar hún hvessti þau á bróður sinn. Má geta sér þess til, að ekki hafi mörg amazónan verið öllu óá- rennilegri en jómfrúin, þegar hún komst í þennan ham og verður því að virða bróður hennar það til vorkunnar þó að hann þryti kjark. Seildist hann ofan í vasa sinn eftir Framh. á bls. 31. —/éVENÖUR , —- ■ LM /\ < O i i. ^ .—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.