Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 20
Grein um vandamál uppvaxtaráranna eftir KIRSTEN BUNDGAARD Stúlkan er sextán ára. Hún er eitt- hvað breytt, eitthvað öðruvísi en áð- ur, og hún horfir ráðvilltum augum á lífið umhverfis sig. Mamma skilur þetta ekki. Hún veit ekkert. Held- ur, að það sé bara vítamínskortur, Mamma er líka orðin breytt. Hún er ekki lengur óskeikul. Hún er bara manneskja eins og aðrar manneskj- ur, með veikleika og galla eins og hinar. Og af hverju á hún svo sem að ráða öllum sköpuðum hlutum? Það er nú dálítið andstyggilegt af henni að leyfa ekki dóttur sinni að vera úti til klukkan ellefu á laugar- dagskvöldum. Það vantar ekki, að maður sé nógu fullorðinn þegar mað- ur á að taka til, búa til mat, þvo upp og þvo fötin sín. En ef mann langar að skreppa út á kvöldin til að vera með vinkonum sínum og daðra kann- ski smávegis við strákana, þá er annað uppi á teningnum. Við og við dreymir hana dagdrauma — um manninn sinn, myndarlegan, efnað- an, í hárri stöðu . . . en það má eng- inn vita — Guð, ef einhvern grunaði það nú! HÚN er eitthvað breytt, eitt- hvað öðruvísi en áður, og hún veit ekkert hvað hún á að gera. Hún er sextán ára, og hún horfir á spegilmynd sína, oft tímunum saman. Hún þarf að kynnast þessari nýju mann- eskju sem spegillinn sýnir henni. Hvað eru manneskjurnar að gera á þessari jörð? Hver er tilgangurinn með lífi okkar hér? Hvað er hún að gera hér? Er einhver tilgangur á bak við líf hennar? Af hverju horfa allir svona á hana? Af hverju roðnar hún þegar yrt er á hana, og af hver ju dettur henni ekki í hug, neitt skemmtilegt svar fyrr erj það er orðið of seint? Hvers vegna skilur hana eng^I inn? Hvers vegna er hún svona^ einmana? Hún fær engin svör við spurningum sínum, því að hún getur aðeins spurt sjálfa sig. Og enginn, alls enginn í heim- inum má vita hvernig henni er innanbrjósts. Henni líður ckki vel, en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.