Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 18
Jón Otti Jónsson um fimmtugt. inu og sagðist eingöngu hafa elt hinn togarann. Sá borða- lagði var þá heldur snöggur á lagið og sagði: Er það meining þín að koma allri sökinni á hinn skipstjórann? Líklega hef- ur Bretanum ekki fundizt þetta „fair play“ hjá mér.“ „En segðu mér. Hvernig komust Bretarnir hér í landi að því, að þið fóruð ekki eftir reglunum?“ „Þeir sendu flugvélar á eftir okkur, sem köstuðu niður blys- um og lýstu okkur upp. Auð- vitað vissum við ekki þá, að þetta væru Bretar, gátum alveg eins haldið að þetta væru Þjóðverjar.“ Einbjörn í Tvíbjörn ... „Var ekki sukksamt, þegar á land var komið í Bretlandi?“ „Jú, auðvitað fengu strákarn- ir sér oft rækilega í staupinu og var varla hægt að áfellast þá fyrir það, verst var myrkv- unin í dokkunum á kvöldin, þegar karlarnir voru á leið í skipin og varð þá sumum á að misstíga sig og áttu þá ekki afturkvæmt til síns heima. Annars fór ég ekki oft í land, en man þó eitt sinn, er einn af kollegum mínum bauð mér með sér á einn pöbbinn. Ég gekk alltaf með stórt vasaljós á mér og enda kom það í góðar þarfir þetta kvöld. Það voru mörg íslenzk skip í höfn, þegar ”Tími togaranna kemur aftur, vertu viss“ sem skipulagði þetta allt. Tog- ararnir urðu að fylgja vissum reglum út í æsar og máttu alls ekki út af bregða, og get ég sagt þér lítið dæmi þess, hve vel Bretinn fylgdist með að þessu væri framfylgt. Ég var eitt sinn að leggja upp í sigl- ingu með Þórólf og hafði orðið fyrir því óhappi á veiðunum, að eitt skrúfublað brotnaði, sem var til þess að ekki var hægt að ná fullum hraða. Við áttum að vera í samfloti við Venus frá Hafnarfirði og fengum skip- un um að fara fyrst í suður irá Reykjanesi. Vegna skrúfu- brotsins var það auðvitað Venus, sem réði ferðinni og urðum við að fylgja honum. Af einhverjum ástæðum brá hann út af leiðinni, sem okkur hafði verið skipað að fara. Þetta gekk nú samt allt vel, en þegar heim kom, var ég undir eins kallaður upp á skrif- stofu Sea Transport, og þar tók á móti mér brúnaþungur liðsforingi og spurði mig held- ur hvatlega, af hverju ég hefði ekki farið eftir settum reglum á útleiðinni, og lét jafnframt fylgja athugasemdir um, að við íslendingar virtumst lítið upp á það komnir að hlýða fyrirskipunum, en við yrðum að skilja það, að reglurnar væru fyrst og fremst settar til öryggis fyrir okkur. Ég reyndi að afsaka mig með skrúfubrot- 18 FÁLKINN þetta skeði og fullt af löndum á knæpunni, þar sem við bár- um niður og auðvitað var fast drukkið og sumir orðnir valtir á fótunum um það er yfir lauk. Nú þegar hættutíminn var kominn, kalla ég upp, að nú fari enginn í'slendingur út úr knæpunni fyrr en allir hafi rað- að sér upp og náð taki á næsta manni eða Einbjörn í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Þríbjörn og svo framvegis. Þeir hlýddu og allir fóru í halarófu, þrjátíu til fjörutíu manns, og það vant- aði ekkert nema spotta með Vesturgatan í dag. lykkjum á til að vera eins og hjá litlu börnunum á barna- heimilunum. Ég var fyrstur með vasaljósið og svo söng all- ur lýðurinn íslenzka söngva eins og raddirnar leyfðu, og höfðum við ekki farið langt, þegar einn „Bobbinn“ stöðvaði okkur og baðst skýringa á þessu háttalagi okkar. Þegar ég hafði sagt honum allt af létta brosti hann bara og bað mig að gæta þess að vísa ljós- inu niður. Allir komust til 4 skips og eitthvað var orðið framorðið, þegar ég komst um borð sjálfur.“ dm Svaf í Bretlandi! SEGÐIJ mér Jón, leið þér aldrei illa á milli landa vitandi hættuna á næstu grös- um, misstirðu ekki svefn eða eitthvað því um líkt?“ „Nei, það get ég varla sagt, ég svaf að vísu alltaf laust og hafði opið upp í brúna og bað þá, sem voru á vakt að blístra eða söngla svo ég gæti heyrt í gegnum svefninn, að allt væri í lagi. Annars leyfði ég mér aldrei að fara í koju eftir að komið var í írska kanalinn, þar var alltaf svoddan traffik af skipalestum og auðvitað allt ljóslaust. Nú þetta kostaði mig venjulega það, að þegar í land kom í Bretlandi var ég úr- vinda og notaði þá tímann til að hvíla mig og safna kröftum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.