Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Qupperneq 10

Fálkinn - 22.03.1965, Qupperneq 10
 Kannski var það verðskuldað, en ég þykktist við, því að ég var viss um, að samstarf mitt við Bítlana yrði til frambúðar. Þeir fengu smánarlega litla borgun, og ég var ákveðinn í að hækka kröfurnar fyrir þeirra hönd undir eins. Heilrœðið sem ég íylgdi ekki Flestir sem ég átti tal við um Bítlana, ráðlögðu mér eindregið að vera ekki að skipta mér af þeim. Einn af kunningjum mínum var mjög hreinskilinn. Ég spurði hann: „Þekkirðu stráka sem kalla sig Bítlana?“ „Hvort ég þekki þá!“ svaraði hann. „Heyrðu, Brian, ég skal segja þér eins og er: Ég þekki Bítlana mjög vel, og ég ráðlegg þér — ég þekki heim dægurlaga- söngvaranna út og inn — ég ráðlegg þér að koma hvergi nærri þeim.“ Honum skjátlaðist hrar allega. Það er ekki aðeins að Bítlarnir hafi aldrei nokk- urn tíma svikið mig, heldur hafa þeir alltaf gert miklu meira fyrir mig en samningurinn útheimti. Þegar þeir komu næst til mín, horfði ég á þá dálitla stund hvern af öðrum og sagði svo: „Þið þurfið að fá umboðs- mann. Viljið þið mig?“ Enginn svaraði alveg strax, en síðan kinkaði John kolli. „Já “ sagði hann lágt. Hinir kinkuðu líka kolli. Paul horfði á mig þessum stóru augum sínum og spurði: „Breytir það miklu fyrir okk- ur? Ég meina — þurfum við nokkuð að spila og syngja öðruvísi? „Auðvitað ekki. Ég er hæstánægður með ykkur eins og þið eruð,“ svaraði ég og grunaði ekki erfiðleikana sem við áttum fyrir höndum. Við sátum og störðum hver á annan næstu mínúturnar, og enginn vissi hvað hann átti að segja. Loks rauf John þögnina. „Gott og vel, Brian er orðinn um- boðsmaður okkar,“ sagði hann. „Hvar er samningurinn?" Paul og George æfa nýtt lag.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.