Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 12
Fyrirsagnirnar í dagblöðunum næsta dag voru ekkert smá- smíði. Það er ekki á hverjum degi, sem morð er framið í Reykjavík og fréttahungraðir blaðamennirnir veltu sér upp úr fréttunum. UNG STÚLKA FINNST MYRT. Síðastliðinn sunnudag fannst ung stúlka myrt hér í borg. Ungur maður hefur verið handtekinn og tekinn til yfirheyrslu grunaður um morðið. Hinn kærði hefur ekki játað enn, en sterkar líkur benda til sektar hans. Nafni hans verður haldið leyndu að svo stöddu. Reykjavík suðaði öll og öskraði eins og fuglabjarg. En á skrifstofu sakadómarans sat ungur, skelfdur piltur. Lágvaxinn, grannur, ljóshærður og fölur. Undir augum hans voru dökkir baugar og sársaukadrættir umhverfis varir hans. „Þér heitið?“ „Sigfús Jeiisson.“ Rödd piltsins var mjög þreytuleg. „Hvar heima, Sigfús?“ „Grænavegi 18.“ „Hvenær fæddur?“ „18. maí 1946.“ „Staða?“ „Skrifstofumaður.“ Sakadómari fann til með piltinum. Honum fannst hann vera of ungur og ósjálfbjarga til að lenda í öðru eins og þessu. En hann mátti ekki láta persónulegar tiifinningar og samúð hafa áhrif á yfirheyrsluna og því spurði hann mun hranalegar en hann hefði ella -gert: „Hvar voruð þér í gær, Sigfús?“ „Heima hjá vini mínum.“ „Alla nóttina?" „Já.“ „Getur vinur yðar staðfest, að þér hafið verið þar þangað til skömmu áður en þér komuð heim til yðar?“ Sigfús vætti varirnar með tungubroddinum. „Ég — ég býst við því.“ „Hvað heitir þessi vinur yðar?“ „Sigurður Róbertsson.“ „Systir yðar segir mér, að þér hafið komið heim til yðar rétt fyrir klukkan fimm um morguninn.“ „Þá er það rétt.“ „Hvers vegna?“ „Hvers vegna hvað?“ „Hvers vegna voruð þér svona lengi að heiman?“ „Ég var að skemmta mér.“ „Af hverju fóruð þér ekki fyrr heim?“ „Mig langaði ekki til þess.“ Þetta var eins og draumur, ljótur draumur, sem aldrei ætl- ar að taka endi og ekkert upphaf var á. Aðeins skelfing og einhver pittur, sem maður er að falla í. Undirdjúpin sjálf. „Var Gréta Sigurðardóttir með yður í gærkveldi?" „Nei.“ Svar Sigfúsar var lágt hvísl. „Hittuð þér hana í gærkveldi?“ „Nei.“ „En í gærdag?“ „Nei.“ „Heyrðuð þér ekkert til hennar allan laugardaginn?" „Jú, ég talaði við hana í síma.“ „Um hvað?“ Sigfús leit á manninn, sem sat úti í horni og skrifaði niður allt sem hann sagði og honum fannst einhvern veginn, að sá maður virti hann mun betur fyrir sér en sakadómarinn sjálfur og hann gleymdi að svara spurningunni, sem fyrir hann hafði verið lögð. „Um hvað töluðuð þér við hina myrtu?“ spurði sakadómar- inn. Við hina myrtu... Gréta var dáin. Hann átti aldrei eftir að hitta hana aftur, aldrei eftir að tala við hana, aldrei eftir að kyssa hana. Það kom kökkur í hálsinn á honum og hann átti fremur erfitt með að svara. „Ég bað hana að koma með mér í bíó. Það var mynd, sem mig langaði til að sjá. Hún var í Háskólabíó. Það var endursýning og ég sá hana ekki þegar hún var sýnd.“ Hann þagnaði, því hann fann sjálfur, að þessi útskýring hans var óþarflega löng. Hann sá Grétu fyrir sér í huganum liggjandi kyrra og hvíta í kistu og honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Farið þér oft í kvikmyndahús?“ Já.“ „Mjög oft?“ „Frekar." „Sjáið þér helzt glæpamyndir?“ „Ekkert frekar." „Hverju svaraði Gréta Sigurðardóttir þegar þér báðuð hana um að koma með yður í kvikmyndahús?" „Hún sagðist ætla á skólaskemmtun. Hún sagðist fara þang- að méð Önnu.“ „Hvað gerðuð þér?“ „Ég fór á skólaskemmtunina." „Hvað var klukkan, þegar þér komuð þangað?“ „Ég veit það ekki.“ „Svona hér um bil?“ „Ég hef ekki hugmynd um það.“ „Funduð þér Grétu þar?“ „Nei, hún var þar ekki. Ég spurði Önnu um hana, en hún þóttist ekkert vita.“ „Hvað gerðuð þér þá?“ „Ég fór heim með. Sigurði Róbertssyni, eins og ég sagði yður áðan. Við fórum beina leið þangað, þegar ballinu var slitið.“ Hélt þessi maður líka, að hann hefði myrt hana? Jóhannes hélt það. Hann hafði lamið í herbergisdyrnar hans og hrópað helvítis morðinginn þinn. Honum leið illa þá, en ekki leið honum síður illa hérna. „Hvað voruð þið Sigurður Róbertsson að gera alla nóttina?" „Tala saman.“ „Um hvað?“ „Hitt og þetta.“ „Voruð þið tveir einir?“ „Nei, það var annar piltur með okkur.“ „Hvað heitir hann?“ „Jón Björnsson.“ „Var samband ykkar Grétu náið?“ Sigfús greip andann á lofti. „Við hvað eigið þér eiginlega?“ „Þér vitið við hvað ég á.“ „Ég neita að svara þessari spurningu. Þetta — þetta er Framh. á bls. 27. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.