Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Qupperneq 24

Fálkinn - 22.03.1965, Qupperneq 24
ÞRÍTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI. Enn segir frá nokkrum ástarbréfum. Tom Jones hélt að heiman árla morguns og kom ekki aft- ur fyrr en nokkuð var liðið á dag. Biðu hans þá hvorki meira né minna en þrjú, stutt bréf frá lafði Bellaston, þar sem hún bað hann heimsækja sig tafarlaust, og var ekki annað að sjá en að henni væri runnin reiðin. Tom Jones var einmitt að ljúka við að lesa þessi bréf þegar herramaðurinn, sem hafði komið drukkinn inn tii hans kvöldið áður, kom í heim- sókn og var nú allsgáður. Eins og áður er getið, var hann allra manna kunnugastur í borginni, og þar sem hann mundi það að hafa séð lafði Bellaston inni í herberginu um kvöldið, var ekki nema eðli- legt að hann leiddi talið að henni. Ungi herramaðurinn ræddi um hina tignu konu af fyllstu hreinskilni. Kvað hann Tom Jones ekki fyrsta unga mann- inn, sem hún sæktist eftir að gera að elskhuga sínum — og áreiðanlega yrði hann ekki heldur sá síðasti, ef henni entist líf og heilsa, en slíkt væri mannorð hennar í þeim sökum, að ekki þyrfti hún að óttast um það frekar. Kvaðst hann vona, að sú ógæfa hefði ekki hent Tom Jones að verða ást- fanginn af þessari konu, sem þrátt fyrir ættgöfgi sína væri ekkert annað en ótínd gála. Tom Jones svaraði því, að fjarri færi að hann bæri nein- ar slíkar tilfinningar í brjósti gagnvart lafði Bellastone, en annað mál væri það, að henni hefði tekizt að gera sig fjár- hagslega háða sér, og fyrir það væri sér óhægt um vik. Trúði hann herramanninum síðan fyrir því leyndarmáli, að hann ynni ungri og göfugri stúlku af góðum ættum af lífi og sál, þó að ill örlög hefðu þar orð- ið sér þröskuldur í vegi og vildi hann ekkert heldur en slíta öllum kynnum við hina tignu flennu, en þó einungis á þann hátt, að ekki gæti hún brugðið sér um óheiðarleika í því sambandi. Herramaðurinn ungi kvaðst kunna ráð, sem dygði. Hefði einn af kunningjum sínum, sem orðinn var lafði Bellaston ánetjaðri en hann vildi, beitt því bragði og væri því full reynsla fengin fyrir því. Skyldi Tom Jones tafarlaust rita lafð- inni bréf, þar sem hann full- vissaði hana um ást sína og tryggð, en krefðist þess jafn- framt að hún sannaði honum að hún bæri tilfinningar í brjósti til hans og giftist sér. Væri hann reiðubúinn að kvæn- ast henni strax í stað, en hins vegar mæti hann heiður henn- ar og mannorð svo mikils, að hann vildi ekki heimsækja hana fyrr en frá þessu væri gengið. Tom Jones var um og ó, því að hann óttaðist að ef til vill hefði það ekki eingöngu verið fals hinnar tignu konu, er hún lýsti því þráfaldlega yfir að hún unni honum hugástum. Ekki kvað herramaðurinn ungi hann þurfa að kvíða því; það hefði hún sagt við sérhvern ungan mann, sem hún komst í tæri við, og hvort sem þeir ræddu þetta lengur eða skem- ur, varð það úr, að Tom Jones settist niður og reit bréfið, sem herramaðurinn ungi las honum fyrir, og sendi það síðan með hraðboða til lafði Bellaston. Þurfti hann ekki lengi svars að bíða, því að hraðboðinn kom til baka með bréf frá henni, þar sem hún kvað Tom Jones furðu heimskan, er hann færi fram á slíkt og þvílíkt við sig, enda sannfærði bréf hans sig um, að hann ynni henni ekki, heldur væru það eingöngu fjár- munir hennar, sem hann væri að fiska eftir. Við bréf þetta létti Tom Jones meira en orð fá lýst, en herramaðurinn ungi hló dátt og kvaðst fara nærri um ein- lægni kvendisins. Og til þess að fylgja bragðinu eftir, las hann Tom Jones fyrir annað bréf til hennar, þar sem Tom Jones lýsti því, að fyrst hún ætlaði hann þvílíkt hrakmenni — hverju hann hefði sannar- lega aldrei á hana trúað — væru þau skilin að skiptum. Og enn barst honum svarbréf um hæl, stutt og laggott; „Þú ert ótíndur þorpari. Ég fyrirlít þig, og komir þú að finna mig, verð ég ekki heima . ..“ Þetta reyndist mikill sendi- 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.