Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 32
AÐ var tómahljóð í mann- lausu húsinu, þegar ég skellti hurðinni í lás á eftir mér. Glamrið í skóhælum mín- um á gangstéttinni, sem lá í gegnum blómagarðinn, var eina hljóðið sem rauf kyrrðina, því gatan var fáfarin og húsin virt- ust einangruð hvert frá öðru vegna þessara stóru trjágarða, sem vox'u kringum þau flest. Ég hafði alltaf blessað þessa ró, og þessa sveitakyrrð, en þetta kvöld var mér öðruvísi farið. Mér fannst sem ég væri laus úr fangelsi þegar garðs- hliðið lokaðist á hæla mér. Ég gekk niður breiða götuna, niður í upplýstan miðbæinn. Ég var búin að vera ein svo lengi í þessu stóra húsi, ein og bíða eftir því að Kiddi kæmi heim. Ég hafði hugsað um hann dag og nótt, aldrei farið út til að skemmta mér, eða yfir- leitt gert neitt, nema bíða eftir honum, því mig hafði einfald- lega ekki langað til annars. En svo hafði ég fengið bréf fi-á honum í gær. Það bréf hafði komið mér til að harma öll einverukvöldin, og harma alla þá hugsun og alla þá ást, sem ég hafði sóað til einskis. Það rifjaðist upp fyrir mér hvernig sambúð okkar hafði verið, áður en hann fór í siglingar. Hann hafði skrifað og sagt mér frá óteljandi skemmtistöðum í fjarlægum borgum sem hann hafði farið á með kunningjum sínum, eins og ekkert væri sjálfsagðara en hann skemmti sér eins vel og kostur væri á meðan ég sat ein og yfirgefin, og hann hafði krafi2t þess af mér að ég yrði heima á kvöldin meðan hann væri í burtu. „Ég elska þig svo mikið, vina mín, að ég get ekki þolað að aðrir karlmenn svo mikið sem dansi við þig,“ hafði hann sagt og ég hafði verið ánægð, en ekki tekið nein loforð af honum og aldrei ætl- azt til að hann hagaði sér öðru- vísi en honum þótti bezt og samvizka hans bauð honum. Ég sá allt í einu ósanngirnina og óréttlætið skrifað með hans eigin hendi í bréfinu, sem ég hafði fengið frá honum. Hann sagðist koma heim á morgun. Og núna mundi ég alla galla hans, og hvernig ég hafði alltaf orðið að láta í minnipokann með allt, ef eitthvað bar á milli, og sú hugsun, sem hafði hvarflað að mér í augnabliks- reiði fyrr um daginn, var orðin að fastri ákvörðun. Reykjarsvælan var kæfandi og jassmúsikin dundi fyrir dauðum eyrum mínum, þar sem ég sat við borð nærri dans- gólfinu. Maðurinn, sem ég hafði dans- að við seinast, sat við hlið mér og horfði framan í mig áfjáð- um augum í von um einhvern áhugavott af minni hálfu. Von- laust, en hann vissi það ekki. Hann vissi ekki hversu dauð ég var fyrir þessu öllu saman, þessu dansandi fólki, þessari hálfdimmu, sem átti að vera rómantísk, þessari músik, sem átti að vera æsandi, en var það ekki, þessum karlmönnum sem sýndu yfirborðslega hrifningu af konu sem þeir svo gengu framhjá á götunni að morgni, án þess að þekkja þær, þessu gervilífi, þessari gervigleði sem var framleidd með áfengi og skildi ekkert eftir nema timbur- menn og tóma buddu. Ég saup annars hugar á ölglasinu og fann, að það hafði verið sett áfengi út í það, kannski ágætt, ég hætti þá þessum hugarór- um og gæti farið að njóta lífs- ins á Sama hátt og fólkið í kringum mig, hvað var ég betri en það og því sat ég hér eins og dómari? Mér varð hugsað til Kidda, hann sæti varla eins og stein- gervingur innan um þá, sem voru að skemmta sér og ég minntist þess, að hann hafði oftast séð eitthvað fallegt við flest það kvenfólk, sem fyrir augun bar þegar við höfðum farið út saman, annaðhvort voru það fótleggirnir, mjaðm- irnar eða augun. Nú kæmi hann heim á morgun, — en þessi nótt skyldi verða mín. Ég sneri mér svo skyndilega að manninum við hlið mína, að hann varð undrandi. Ég sá það nú, að það var líf og leikur í augum hans þegar hann virti mig fyrir sér, en þegar hann hélt ég tæki ekki eftir, brá fyrir einhverju þunglyndi, eins og dimmum skugga, í þessum bláu augum. Hann sagðist heita Ómar pg vera sjómaður og ég fann að hann strauk fótleggi mína með sínum undir borðinu, en ég lét sem ég tæki ekki eftir því. „Hvað segir bóndinn, þegar þú ferð svona ein út að skemmta þér?“ Ég leit í augu hans, þar var bara stríðni, kannski svolítil forvitni. „Hvað segir konan þín, þegar þú ferð út að skemmta þér?“ Ég var ekki viðbúin svipbrigðum hans, þau báru vott um svo mikið ráða- leysi, að ég leit ósjálfrátt undan, mér fannst eins og ég væri að skyggnast inn í það sem mér kom ekki við og ég þagði. „Það eru víst allir hér í ein- hverjum tilgangi, ég líka, ekki satt?“ Rödd hans lét vel í eyr- um og ég var.farin að kunna vel við hann og ég brosti við honum. „Jú, sennilega og það sem meira er, öllum finnst rétt- lætanlegt það sem þeir sjálfir gera, þó að það sé það sama og þeir víta aðra fyrir.“ Hann virti mig lengi fyrir sér. „Kyn- legt,“ sagði hann svo lágt, að ég heyrði það vai'la, „mér datt sízt af öllu í hug, að ég myndi hitta konu eins og þig hér.“ „Þú þekkir mig ekki,“ sagði ég festulega „og ég ekki þig.“ Ég hafði ekki tekið eftir því sem fram fór í kringum mig um stund, en nú heyrði ég aftur kliðinn og hávaðann og fannst hann ekki láta jafn illa í eyrum og áður, og ég virti fyrir mér þessa rokkóðu ungl- inga og fullorðið fólk, sem reyndi að tolla í tízkunni og dansaði innan um jafnaldra barna sinna. Ég leit á Ómar, hann virti mig fyrir sér og það lék háðs- bros um varir hans, en augun voru athugul. „Langar þig til að dansa?“ Við stóðum hlið við hlið úti fyrir samkomuhúsinu og napur haustvindurinn næddi um þunn föt mín. Ég skalf. „Hvert förum við?“ spurði hann og bretti kápukraganum mínum upp. „Heim til þín?“ „Nei,“ hvíslaði ég, „hvert sem er, en ekki þangað.“ Hann opnaði bílhurðina og bauð mér að setjast inn, þreifaði eftir lyklum í vasa sínum og ég sá, að hann hugsaði í ákafa. „Það er bara eitt i'áð.“ Hann lét vél- ina ganga til að hita sig og skrúfaði frá miðstöðinni, svo notalegur ylur streymdi um fótleggi mína. „Það er sumar- bústaður hérna fyrir innan bæinn.“ „Er það ekki of langt,“ spurði ég og virti fyrir mér grannar hendur hans, sem hann kreppti um stýrið. „Nei, ekki of langt,“ sagði hann ákveðinn, „við hljótum að komast inn, lykillinn er venjulega undir mottunni við dyrnar." Hann ók hratt af stað og ég sat við hlið hans þögul. Undar- leg ró og værð streymdi um mig og ég hugsaði um þetta eins og hvern annan sjálfsagð- an hlut, að ég væri hér ein á ferð um hánótt með ókunnum - karlmanni, sem ég vissi ekkei^t um annað en það, að hann var maður annarrar konu og við virtumst bæði hafa sama tak— mark í huga, einhverra hluta vegna. Og ég, sem hafði haldið, a8?<’ ég þekkti sjálfa mig og gæti jafnvel séð aðra út og inn og»; sagt fyrir um hvað þeir hugs- uðu og gerðu undir hinum og.,s þessum kringumstæðum, nu '' var ég sjálf að framkvæma _ nokkuð, sem mig hafði aldreP<2 órað fyrir að ætti eftir að koma fyrir mig, og það hafðf ekki einu sinni nein sérstök áhrif á mig. Og Kiddi kæmi heim á morgun. Hann mundi eflaust færa mér eitthvað fallegt, svo að ég tæki ekki hart á því, sem hann samvizku sinnar vegna segöi mér undan og ofan af, og sem." hann svo eftir nokkra daga væri hættur að hugsa um, eri ég aftur á móti gæti ekkií gleymt. Ég andvarpaði. Maður^ inn við hliðina á mér leit á mig. „Ertu strax farin að sjá þig um hönd?“ „Nei, alls ekki,“ svaraði ég. „Ég var bara að hugsa um hvað þið karlmenn- irnir eruð samvizkulausir, þið ættuð auðvitað að vera svo til- litssamir að þegja yfir því þegar þið hafið gert eitthvað af ykkur, það væri það minnsta sem þið gætuð gert!“ Hann stanzaði fyrir framan eitt af mörgum smáhúsum, sem voi-u dreifð um hlíðina, eins og litlir kassar eða kubb- ar, sem krakkar hafa stráð af handahófi yfir móana. Það Framh. á bls. 35.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.