Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 25
bréfadagur, því að stundu síð- ar kom húsmóðirin að máli við þá og tilkynnti þeim félögum að sér hefði borizt bréf frá herra Allworthy, þar sem hann segðist vera væntanlegur til höfuðborgarinnar innan tíðar, og yrði systursonur hans í för með honum. En því tilkynnti hún þeim félögum þetta, að herrann taldi sig eiga vissa gistingu hjá henni venju sam- kvæmt. Það hafði hins vegar í för með sér, að annarhvor þeirra leigjandanna varð að rýma, að minnsta kosti um stundarsakir, og þar sem Tom Jones hafði ekki sérlega löngun til að verða á vegi Blifils unga, bauðst hann þegar til að verða sér úti um annað húsnæði. Kunni ekkjan honum miklar þakkir fyrir, því að ekki hafði hún hugmynd um orsökina. En það þóttist Tom Jones vita, að ekki gæti þetta skyndi- lega ferðalag þeirra herra All- worthys og Blifils unga átt sér aðra orsök en þá, sem hann ltveið mest og mundi nú skammt stórra atburða að bíða. Þótti honum það illt, að mega ekki vænta þess að þernan stæði við loforð sín og færði honum fréttir — hún var nú vistráðið hjú lafði Bellaston, svo að ekki mundi þar á neitt að byggja. Þó að Tom Jones væri yfir- leitt heldur óheppinn maður kom það þó fyrir á stundum að hann virtist hafa lánið með sér. Þannig var það í þetta skiptið. Kannski var þó öllu réttara að kalla það lán í óláni eins og allt var í pottinn búið. Sem hann stóð þarna í þung- um þönkum, kom gamli maður- inn, skólastjórinn fyrrverandi, inn í herbergið með fasi miklu, sem yfirleitt þýddi það, að hann þóttist hafa nokkrar frétt- ir að færa. Svo reyndist og í þetta skiptið. Hann hafði verið á gangi um götur borgarinnar og rakst þar á gamlan kunn- ingja úr sveitinni, veiðivörð- inn Georg svarta. Urðu með þeim fagnaðarfundir og kom þeim saman um að ganga inn í næstu bjórknæpu og segja hvor öðrum helztu fréttirnar. Georg svarti var stásslega búinn og lét mikið af því hve vel sér vegnaði. Kvaðst hann vera í þjónustu Western land- eiganda og staddur í borginni á hans vegum, því að hann væri settur til að gæta dóttur hans, ungfrú Soffíu, sem stödd væri þar líka, ásamt föður sín- um, en ekki byggju þau þó í sama húsi, hún og faðir henn- ar. Væru þau feðginin komin Eftir BIENRY IIELDING þeirra erinda, að undirbúa brúðkaup hennar og Blifils unga, sem einnig væri væntan- legur innan skamms, ásamt móðurbróður sínum, herra All- worthy. En því hefði landeig- andinn sett sig til að gæta dótturinnar, að hann óttaðist að einhver annar kæmist ella í spilið á síðustu stundu, enda mundi hún ekki alltof ginkeypt fyrir þessum væntanlega ráða- hag. Fyrir bragðið bjó því svarti Georg að sjálfsögðu í sama húsi og ungfrúin. Við fréttir þessar lifnaði nokkuð yfir Tom Jones. „Þar sem ég hef nokkra ástæðu tii að ætla, að svarti Georg sé vinur minn,“ sagði hann, „ætti hann að geta komið fyrir mig bréfi til ungfrú Soffíu." „Það fer ekki hjá því.“ „Þá bið ég þig að láta mig einan um stund á meðan ég skrifa bréfið,“ sagði Tom Jones. „Við hvaða götu er húsið?" „Að því þorði ég ekki að spyrja, því að ég vildi ekki gerast grunsamlega forvitinn," svaraði gamli maðurinn, „en það er við einhverja af næstu götum; enda gerir ekkert til þó að við vitum það ekki nánar, því að við svarti Georg mælt- um okkur mót í fyrramálið, og þá get ég komið á hann bréf- inu.“ Og nú settist Tom Jones við að skrifa bréfið til sinnar heitt- elskuðu Soffíu, og skulum við láta hann einan um stund, eins og hann mæltist tiL ÞRÍTUGASTI OG FIMMTI KAFLI. Soifía á ekki sjö dagana sœla. Það er frá Soffíu að segja, að faðir hennar hafði ekki hald- ið heim með hana, eins og hún bjóst við, þegar þau óku aí stað, heldur staðnæmdist vagn- inn að nokkurri stundu liðinni við hús eitt, sem landeig- andinn hafði tekið á leigu, áður en hann heimsótti hana. Þar leiddi hann dóttur sína inn í herbergi nokkurt, ekki óvist- Framh á næstu síðu. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.