Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 27
• Röndótti trefiilinn Framh. af bls. 12. ósiðlegt. Hún er varla orðin köld ennþá og þér — þér spyrjið mig svona.“ „Þótti yður vænt um hana?“ „Hvað kemur yður það við?“ „Hver sagði yður, að hún væri dáin?“ „Systir mín.“ „Var það mikið áfall fyrir yður?“ „Hvað haldið þér?“ „Hvenær sagði hún yður þetta?“ „Rétt fyrir hádegið í dag.“ Eftir þennan viðurstyggilega laugardag, einn þessara daga, þegar allt gengur á móti manni, hafði komið sunnudagsmorg- unn, sem var ennþá hræðilegri. Hann langaði svo óstjórnlega í sígarettu. Skyldi vera leyfilegt að reykja hérna? „Þótti yður vænt um Grétu Sigurðardóttur?“ „Ég — ég elskaði hana,“ svaraði Sigfús og kökkurinn í hálsi hans varð enn stærri og tárin streymdu fram í augu hans. Hann reyndi að halda aftur af þeim með því að depla augunum, en tárin fylltu augu hans og flóðu út, runnu niður kinnar hans eitt og eitt, dropar, sem féllu. Hann leit undan og hann blygðaðist sín. Ég á þó að heita karlmaður, hugsaði hann. Karlmenn gráta ekki. Bara konur og börn. „Því grátið þér?“ spurði sakadómarinn snöggur upp á lagið. Sigfús andvarpaði og deplaði augunum aftur. „Af því að hún er dáin. Dáin! Skiljið þér það, sem ég segi?“ Rödd hans, sem var hás af gráti, varð hávær og sker- andi. Hann seildist niður í vasa sinn og dró fram krypplaðan sígarettupakka. „Skiljið þér ekki maður, að Gréta er dáin. Hún var myrt! Kyrkt!“ „Já, Gréta var kyrkt í nótt.“ Hendur Sigfúsar héldu svo fast utan um sígarettupakkann að engu líkara var en fingur hans ætluðu að merja hann í tvennt. „Ég ætla að fá mér sígarettu,“ sagði hann. Ég verð að fá sígarettu hugsaði hann, bara til að jafna mig eilítið. Til að dreifa huganum svo ég sjái hana ekki sífellt fyrir mér liggjandi myrta og misþyrmda í kjallaratröppum. Hann kveikti sér í sígarettu og sakadómarinn ýtti til hans öskubakka. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Sigfús. Hvaða ill- menni getur hafa myrt hana. Hún gerði aldrei neinum illt. Aldrei. Hún var svo góð og falleg. Hver getur hafa ráð- izt á hana?“ „Við vonumst til að komast að því með yðar aðstoð," svaraði sakadómarinn rólega. „Vitið þér um einhverja aðra menn, sem hún þekkti eða hafði einhver afskipti af?“ „Nei,“ svaraði Sigfús ákveðinn. „Hún þekkti enga aðra karlmenn en mig.“ Skrifarinn sem sat úti í horni kímdi, þegar hann heyrði þennan dreng kalla sig karlmann. Þessi smástrákur, sem hafði brostið í grát fyrir framan þá. „Hafið þér einhvern grunaðan um morðið?“ „Nei.“ „Eruð þér sannfærður um, að þér hafið ekki séð Grétu Sigurðardóttur í gærkveldi eða aðfaranótt sunnudagsins?** „Já.“ „Hverju mynduð þér svara, ef ég fullvissaði yður um að við gætum sannað að þér hefðuð hitt hana?“ „Ég myndi segja yður að þér lygjuð.“ Var maðurinn að ásaka hann? Var hann að grýta hann? Sá ykkar sem syndlaus er varpi fyrsta steininum... Þetta var úr Biblíunni, var það ekki? Jú, Kristur sagði þetta við bersyndugu konuna. Nei, annars, hann sagði það við Faresiana. Hvað vár það, sem maðurinn var að bera upp á hann? Hvers vegna var honum svona illa við hann? Eða var honum það ekki? En það skipti engu máli, því hann sat þarna fyrir framan hann og starði á hann, eins og klettur með enga sál, bara með holur, sem kallast augu. Var það satt, að andi hins illa væri sífellt á meðal manna? Hvíldarlaus, sífellt á ferli, í öllum myndum, alltaf reiðubúinn að hefna sín á hinum réttlátu? Hann hafði ekkert gert af sér, var það? Var hann ekki sterkur og hreinn? Var það ekki skylda lagar og réttar að vernda menn eins og hann, sem ekkert höfðu gert? Honum fannst hann vera svo lítill og einmana. Hann hafði sofið um nóttina og hann hafði dreymt svo illa. Draumurinn hafði verið enn ógurlegri vegna þess, að hann var umkringdur tómi, hann var að hrapa. Hann ætlaði ekki að gefast upp. Hann ætlaði ekki að láta bera þetta upp á sig og taka því þegjandi. „Ég drap hana ekki,“ sagði hann. „Ég myndi viðurkenna það, ef ég hefði gert það.“ Af hverju hélt maðurinn áfram að spyrja hann? Var þetta ekki heiðarlegur maður? Vildi hann ekki fá sönn og rétt svör? Ætlaðist hann til þess, að hann lygi að honum? Af hverju starði hann svona á hann? Framh. á næstu síðu. <i!$) Véladeild FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.