Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 35
• Tom Jones Framh. af bls. 31. og Það loforð hlýt ég að halda. Að vísu var það ekki fram tekið, að ég mætti ekki skrifa bréf án hennar vit- undar, en samt sem áður finnst mér það brot á þessu loforði og bið ég þig því að ætlast ekki til þess af mér, að ég taki á móti fleiri bréf- um eða svari þeim á bak við hana. Og enn eitt vil ég taka skýrt fram. Þó að ég geti ekki beygt mig undir vilja föður míns, er ég stað- ráðin í að gera ekki neitt án hans samþykkis. Þetta vil ég að þú vitir, svo að þú hættir að binda hugann við 'íþað, sem forlögin banna. Kannski verður gæfan okk- ur einhvern tíma hliðholl- ari en hingað til. Og þú ' mátt treysta því, að ég mun ávalt hugsa til þín eins og ég tel þig verðskulda.“ og m þa5, sv ) Tom Jones las bréfið aftur aftur, en bar það þess á illi að vörum sér og kyssti Loks var hann kominn í gott skap, að hann ákvað að fara í leikhúsið þá um kvöld- ið og bjóða félaga sínum, skóla- stjóranum fyrrverandi þangað með sér. Þetta kvöld var sýnt leikrit, sem kallaðist „Hamlet Dana- prins“, og er ekki að orðlengja það, að þeir félagar skemmtu sér prýðilega. Var liðið að leiks- lokum, þegar þerna nokkur kom inn á svalirnar, þar sem þeir sátu, og bar Tom Jones þá orðsendingu, að kona vildi tala við hann og bað hann að fylgja sér á fund hennar. Þessi kona reyndist vera frú Fitz- patrick, sem áður er getið. Fagnaði hún Tom Jones vel, sagði honum heimilisfang sitt og bað hann heimsækja sig á vissum tíma daginn eftir; það gæti komið sér vel fyrir hann. Hét Tom Jones því og varð samtal þeirra ekki lengra að sinni. Áður en lengra er haldið þeirri sögu, ber að geta þess að frú Fitzpatrick hafði heim- sótt frænda sinn, Western land- eiganda, strax þegar hún frétti það hjá lafði Bellaston, að hann væri kominn í borgina, en land- Framh. á bls. 41. • Stolnar stundir Húsmæður! 1001 eldhúsrúllan er framleidd sérstak- lega fyrir notkun i eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. ELDHÚS RÚLLAN Framh. af bls. 32. rann lítill lækur fram af stalli rétt við húsvegginn. Það var farið að rigna og regnið buldi á bílrúðunni ásamt gulnuðu laufi af runnum uppi á hæð- inni. Ég beið meðan hann opn- aði húsið og sá hann hverfa inn um dyrnar, svo kom hann aftur eftir stutta stund og sagði mér að koma. Hann hafði kveikt á litlum ferðaprímus og saggafullt inniloftið vék fyrir ylnum af honum. „Það er ekk- ert ljós hér,“ sagði hann af- sakandi, „en við þurfum held- ur ekkert ljós.“ „Nei,“ tautaði ég og virti fyr- ir mér gæruskinn í bjarman- um frá prímusnum. Allt í einu fann ég til ógeðs á sjálfri mér fyrir að vera þarna með þess- um manni á meðan ég hugsaði eingöngu um annan. Var ég kannski eitthvað öðruvísi en annað fólk? Og Kiddi, hann lenti venjulega í svona nokkru án þess að ætla sér það, án þess að hafa fyrir því og án nokkurra sérstakra heilabi'ota, hann bara „skriftaði" fyrir mér og búið! Ég fór úr skón- um og kápunni og lét fallast ofan í mjúkt gæruskinnið og Ómar tók mig í fang sér og lét vel að mér og ég lokaði augunum, svo hann sæi ekki áhugaleysi mitt. Ég reyndi að svara atlotum hans. En hann sleppti mér og ég fékk mér sígarettu og horfði dimmum augum eitthvað út í fjarskann og ég fann, að hugsun hans var ekki lengur hjá mér, kann- ski var hann að hugsa um kon- una sína, sem eflaust færi út um hánótt með ókunnum karl- mönnum; ef til vill iðraðist hann þess að hafa ekki valið sér skemmtilegri félagsskap en mig? „Það er kalt hér,“ sagði ég og færði mig upp að hon- um. Hann leit á mig, eins og hann hefði verið búinn að gleyma nálægð minni, og ég tók sígarettuna, sem var milli vara hans, og drap í henni á gólfinu. Hjartsláttur hans dundi upp við brjóst mitt og ég var ekki dauð eða áhuga- laus lengur. Sennilega hefur hann ekki verið að hugsa um konuna sína. Ég sat í mjúku bílsætinu og mig syfjaði áka.ft. Ylurinn frá miðstöðinni lék um fætur mína. Ég leit á klukkuna, hún var tvö. Það var bara hálftími síðan við höfðum farið inn um dyrn- ar á þessu húsi. Og hvað hafði svo skeð markvert? Mér fannst ekkert hafa breytzt, ég var sú sama, umhverfið var það sama, ekkert hafði farið úr skorðum að því er séð varð, mér fannst það ótrúlegt. Ég vissi ekki á hverju ég átti von, aðeins ekki því að allt væri svona hvers- dagslegt. Maðurinn við hlið mína var ekki maðurinn minn lengur, sú stund var liðin og hafði verið stutt, en samt fannst mér hann ekki alveg óviðkomandi mér á meðan ná- vistar hans naut við. „Átt þú þennan kofa?“ spurði ég til að segja eitthvað, mér var sama hver átti hann, ég þráði það eitt að komast heim í rúm og sofa. „Nei,“ anzaði hann stuttur 1 spuna, „konan mín á hann.“ Ég virti hann fyrir mér undan þungum augnalokunum meða i ég hallaðist upp að sætisbak- inu og lét fara vel um mig. Hann virtist engan áhuga hafa á mér lengur og hirti ekki um að leyna því, og ef ég mætti honum á götu með konunni sinni á morgun eða seinna, þá gengjum við framhjá hvort öðru án þess að þekkjast, eða finna fyrir nokkrum tilfinning- um í hvors annars garð, — og þannig átti það líka að vera. Hann stöðvaði bílinn fyrir framan garðshliðið heima hjá mér og mér fannst allt í einu eins og óratími væri liðinn frá því að ég fór út um það og notaleg kennd greip mig, er ég virti fyrir mér húsið sem var heimili mitt. Það var meira virði fyrir konu að eiga heimili en að eltast við karlmenn, þeir gátu aldrei metið það eins, þess vegna leituðu þeir kannski annarrar ánægju í staðinn. Skammast ég mín ekkert fyr- ir þetta, spurði ég sjálfa mig, þegar ég skömmu seinna horfði á líkama minn í speglinum yfir náttborðinu mínu, en ég fékk auðvitað ekkert svar, — það fengi ég þegar Kiddi kæmi heim. ★ ★ FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.