Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 28.02.1966, Blaðsíða 21
ÁSTIN LENGI LIFI LJTLA SAGAN ^ EFTIR \J\ WILLY BREINHOLST f trú og kærleika! Naturalia non sunt turpia! — Ó, Guð sé oss næstur! hrópaði fröken Agata og varð eldrauð í framan, síðan varð hún bleik eins og gulrót, greip um hjartastað og það leið yfir hana og hún rann niður af stólnum. Latínukennarinn fékk nóg að gera við að draga hana að vatnskrananum og að lokum kom hún til sjálfrar sín aftur. Mogensen stillti henni upp við vegginn og þar sat hún og vaggaði höfðinu til og frá eins og vönkuð rolla, meðan hinn ágæti latínukennari endurtók bónorð sitt. — Við erum sköpuð hvort fyrir ann- að! Mirabile dictu! — Ó, almáttugur! hrópaði fröken Agata og varð aftur rauð eins og karfi. f þetta skipti leið þó ekki yfir hana og það þótti Mogensen latínukennara góðs viti. Um kvöldið drakk hann te heima hjá frænkunum og hin elskaða Mimi fékk fyrir sérstaka náð að liggja stund- arfjórðung í skauti kennarans og mala. Hálfu ári síðar gaf fröken Agata Mogensen hikandi jáyrði sitt. — Ég hafði hugsað mér að við fær- um í brúðkaupsferðina til Parísar, sagði hann. Hinar mjög svo ærukæru frænkur lyppuðust meðvitundarlausar niður í gamla sófann og það var jafnvel ekki laust við að Mimi sortnaði fyrir aug- um eitt augnablik. — París, muldruðu þær, eftir að Mogensen hafði tekist með aðstoð lykt- arsalts að koma þeim til meðvitundar á ný. — Þér getur ekki verið alvara. París! Spillingaborgin! Jú, það var nú akkúrat það sem Mogesen latínukennari ætlaði sér og hann sat við sinn keip. Síðan voru þau gefin saman og Agata setti alla formlausu hálsháu kjólana niður í ferða- töskur og síðan var henni ekkert að vanbúnaði að leggja upp í brúðkaups- ferðina. Ofðið eitt olli henni skjálfta í hnjá- liðunum. — Þetta endar aldrei vel, sagði Andrea snöktandi og nuddaði hendurn- ar órólega. Framh. á bls. 42. IVTÚ skulum við heyra fallega, stutta f ' sögu um tvær dálítið teprulegar kennslukonur af þeirri tegundinni, sem ganga í sniðlausum svörtum kjólum, sem ná upp í háls og í támjóum, svört- um reimuðum skóm. Þó maður gæti svarið að svo væri ekki, þá eru slíkar manneskjur til enn þann dag í dag. Þær hétu fröken Agata og fröken Andrea og bjuggu saman í lítilli gamal- dags íbúð, eins og þeim, sem maður getur séð í gömlum kvikmyndum. Þið vitið, þessum með ávölu maghoniborði, plussteppum, gamallegum sófa með hekluðum armhlífum, pottablómum á súlum með marmaraplötum í öllum hornum. Það er víst óþarfi að taka það fram, að þær héldu sig í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá öllu sem hét karlkyn og yfirleitt öllum veraldlegum lífsgæðum. Kvöld eftir kvöld sátu þær hlið við hlið í sófanum og hekluðu við daufa birtu frá fornaldarlegum steinolíu- lampa, meðan uppáhaldið þeirra, yndis- legi angórukötturinn Mimi, lá í kjöltu þeirra og dreymdi um snaggaraleg og myndarleg fress á girðingunum í mána- skini. Þær skiptust á um að hafa Mimi í kjöltunni á stundarfjórðungsfresti, því að hún var eins og áður er að vik- ið uppáhaldið þeirra beggja — og auð- vitað fékk hún aldrei leyfi til að skipta sér af hinum köttunum í hverfinu, því það er jú, eins og allir vita, svo mikil spilling í þessari brjáluðu, syndum- spilltu veröld og fyrir henni voru þær staðráðnar í að vernda þessa sætu og yndislegu veru, hana Mimi. Og svona gekk lífið ár eftir ár hjá gömlu frænkunum og kettinum þeirra. En svo gerðist nokkuð óvænt einn góðan veðurdag. Nokkuð sem engin þeirra hafði getað látið sér detta í hug að gæti komið fyrir. Það var á fertugsafmæli fröken Agötu. Nú er að vísu sagt að lífið byrji um fertugt en þess konar heimskuhjal hafði aldrei náð inn fyrir hlustirnar á fröken Agötu. Það var í hæsta lagi að hún hnussaði fyrirlitlega við svoddan talsmáta. Og þess vegna varð hún ekki svo lítið hissa, þegar Mogensen latínu- kennari kom inn í kennslustofuna til hennar með stóran rósavönd, sem hann faldi að nokkru leyti fyrir aftan bak. Agata sat við kennarapúltið og leiðrétti danska stíla. Mogensen ræskti sig nokkrum sinnum og svo tók hann sett- lega í brotin á sjakketbuxunum og féll á kné. — Fröken Agata, hóf hann máls dá- lítið fumandi. — Fröken Agate, naturam exellas furca, tamen usque recurret! í stuttu máli... Viljið þér kvænast mér. Verða mín um tíma og eilífð! í sorg og gleði! FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.